Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 55
Ég er frekar undrandi á þeirri ákvörðun stjórnar Körfuknatt- leikssambands Íslands að hætta tímabilinu 2019-20 og leika ekki til úrslita um Íslandsmeistaratitl- ana og sæti í efstu deildum. Hvað lá á að taka þessa ákvörðun 18. mars? Enginn veit hversu langt hlé þarf að gera vegna kórónuveir- unnar. Tveir mánuðir, fjórir, sex? Því er ekki hægt að svara. Úrslitakeppnin hefði mögu- lega getað farið fram í júní en sanngjarnast fyrir alla, eins og ég hef áður bent á, hefði verið að gefa frí til 1. ágúst, spila loka- umferðir og úrslitakeppni og hefja nýtt tímabil 1. október. Hvort sem það hefði síðan orðið í ágúst eða október, þá hefði átt að ljúka tímabilinu 2019-20. Krýna meistara og gera út um færslur á milli deilda. Félögin hefðu fengið tekj- urnar sem þær verða nú af þar sem úrslitakeppninni, mjólkurkú félaganna, var slátrað. En, stjórn KKÍ tók þessa ákvörðun, henni verður ekki breytt og hana þarf að virða. Ég vona hinsvegar að hún verði ekki öðrum fordæmi. Ég skil reyndar ekki alveg hvers vegna Stjarnan og Valur voru ekki úrskurðuð Íslands- meistarar karla og kvenna fyrst þessi leið var valin. Það hefði verið smá sárabót og gert tíma- bilið einhvers virði í stað þess að gjaldfella alla þá fyrirhöfn sem lögð var í það frá hausti til vors. Fyrir því var allavega fordæmi frá Svíþjóð. Elvar Már Friðriksson og félagar í Borås voru lýstir sænskir meistarar á dögunum þar sem þeir voru efstir þegar þremur umferðum var ólokið af deildinni. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Akhisarspor Theódór Elmar Bjarnason er í miklum toppbaráttuslag með liði sínu í tyrknesku B-deildinni. TYRKLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íþróttalíf í Evrópu er lítið sem ekk- ert þessa dagana enda hefur flestum íþróttaviðburðum verið frestað í álf- unni vegna kórónuveirunnar. Í Tyrklandi er hins vegar áfram spil- aður fótbolti og tilkynnti tyrkneska knattspyrnusambandið í fyrradag að ekki yrði gert hlé á deildinni vegna kórónuveirunnar heldur skyldu leik- ir í efstu deildum Tyrklands spilaðir án áhorfenda. Tveir Íslendingar spila í Tyrk- landi, þeir Viðar Örn Kjartansson og Theódór Elmar Bjarnason, en Viðar Örn leikur með Yeni Malatyaspor í efstu deild Tyrklands og Elmar með Akhisharspor í tyrknesku B- deildinni. Hlutskipti þeirra er þó ólíkt því Viðar Örn og Yeni Malatya- spor eru í harðri fallbaráttu á meðan Elmar og Akhisharspor eru í bar- áttu um sæti í efstu deild að ári. „Stemningin er mjög skrítin, ég skal alveg viðurkenna það. Það eru 40-50 manns greindir með veiruna núna í Tyrklandi, þar á meðal einn í borginni sem ég bý í,“ sagði Viðar Örn í samtali við Morgunblaðið í gær en Viðar er búsettur í Malatya í Austur-Tyrklandi þar sem rúmlega 760.000 manns búa. „Það hefur verið ákveðin óvissa í gangi hérna en tyrkneska knatt- spyrnusambandið tók ákvörðun í gær (fyrradag) um að deildin væri ekki á leið í frí. Það verður því spilað áfram hérna, þangað til annað kem- ur í ljós allavega. Það er bæði reiði og pirringur yfir því að þurfa að spila. Menn eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um sig og fjöl- skyldur sínar og með því að halda áfram að spila eykst hættan á því að fólk smitist. Ef smitunum fjölgar þá gætu þeir auðvitað endurskoðað stöðuna en eins og staðan er núna er ekkert að fara að breytast.“ Fólk er hrætt John Obi Mikel, fyrrverandi leik- maður Chelsea á Englandi og fyrr- verandi fyrirliði nígeríska landsliðs- ins, var ósáttur með ákvörðun tyrkneska knattspyrnusambandsins og ákvað í kjölfarið að rifta samningi sínum við Trabzonspor sem situr í toppsæti úrvalsdeildarinnar. „Ég held að menn séu ekki að fara ganga jafn langt og Obi Mikel gerði en fólk er hrætt, maður finnur það. Það er búið að loka öllu í borginni minni sem dæmi, nema súpermörk- uðum og apótekum. Ég bý á hóteli og ætlaði í heilsulindina þar í dag (í gær) en þá var búið að loka því öllu þannig að það er ekki mikið að frétta hérna þessa dagana. Við fjölskyldan fórum út að borða í fyrradag og við fengum þær upplýsingar að það yrði skellt í lás alls staðar á allra næstu dögum þannig að fólk er mjög með- vitað um veiruna hérna.“ Eitt öruggasta land Evrópu? Viðar Örn telur að þar sem UEFA ákvað að fresta lokamóti EM til sumarsins 2021 á þriðjudaginn síð- asta hefði það haft lítil áhrif á Tyrki að fresta sínum deildarkeppnum eins og hefur verið gert í nánast öll- um öðrum Evrópulöndum. „Það eru ekki margir leikir eftir af tímabilinu og það hefði þess vegna ekki breytt neinu að fresta þessu um nokkrar vikur. Þeir segja að Tyrk- land sé eitt öruggasta land Evrópu til þess að vera í núna upp á smit að gera. Það er nánast búið að loka öll- um flugsamgöngum til og frá land- inu og það er nokkuð ljóst að knatt- spyrnusambandið telur greinilega að þeir séu búnir að gera sitt með því að banna áhorfendur á leikj- unum. Það væri ekki nema að allir myndu leggjast á eitt og biðja um frestun sem þeir myndu íhuga það að breyta þessu en eins og staðan er núna undirbýr maður sig bara fyrir næsta leik um helgina gegn Kasim- pasa um helgina,“ bætti Viðar Örn við. Tökum einn leik í einu „Þetta er náttúrlega mjög sérstök staða að vera í og menn eru í raun minnst spenntir fyrir því að spila það sem eftir er af tímabilinu fyrir luktum dyrum, sagði Theódór Elm- ar Bjarnason í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Svona er raunveruleikinn í dag og við tökum í raun bara einn leik fyrir í einu. Ég hef ekki beint fundið fyrir neinu ósætti þannig lagað með það að þurfa að spila enda er veiran tiltölulega nýkomin til Tyrklands. Eins og staðan er í dag á ég ekki von á því að leikjum verði frestað og ef það er hægt að klára mótið á réttum tíma þá væri það auðvitað best, svo framarlega sem heilsu fólks sé ekki ógnað. Maður hefur heyrt og lesið að smithættan eigi að dvína með sumr- inu með hækkandi hita og Tyrkirnir virðast vera að fylgja svipuðu verk- lagi í kringum veiruna og gert hefur verið annars staðar í Evrópu.“ Elmar býr í Izmir í Vestur- Tyrklandi ásamt fjölskyldu sinni þar sem rúmlega fjórar milljónir manns búa en hann ítrekar að veiran sé nú þegar farin að hafa áhrif á þeirra daglega líf. Traustvekjandi viðbrögð „Persónulega finn ég ekki fyrir neinni hræðslu í garð kórónuveir- unnar og ég hef heldur ekki áhyggj- ur af konunni minni og barni. Við er- um öll á besta aldri og erum þar af leiðandi ekki í þessum tiltekna áhættuhópi sem er einna viðkvæm- astur fyrir veirunni. Ef maður smit- ast hins vegar af veirunni þá bara þarf maður að taka það alvarlega og vera í sóttkví. Tyrkirnir eru strax byrjaðir að gera ráðstafanir og það er búið að loka öllum mollum, veit- ingastöðum og öðru þannig að þeir eru mjög varkárir. Þeir ætla alls ekki að missa þetta í sama far og á Ítalíu og Spáni og það hefur í raun verið traustvekjandi hvernig þeir hafa tekið á þessu.“ Reiði og pirringur yfir því að þurfa að spila  Tyrkir halda sínu striki  Viðar og Theódór Elmar búa sig undir næsta leik AFPMorgunblaðið/Eggert Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson er í harðri fallbaráttu með liði sínu í tyrknesku úrvalsdeildinni. ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 „Það liggur fyrir seinkun á mótinu sem verður ekkert stórkostleg,“ sagði Haraldur Haraldsson, for- maður ÍTF, meðlimur í stjórn KSÍ og framkvæmdastjóri Víkings Reykjavíkur, í samtali sem birtist á mbl.is í gærkvöld. KSÍ mun funda í dag og verður frestun á Íslandsmótinu sem á að hefjast 21. apríl m.a. rædd. „Seink- unin miðar við að samkomubannið sem er í gildi núna verði ekki fram- lengt. Við munum setjast niður og tækla þetta í sameiningu,“ bætti Haraldur við. Seinkun Íslands- móts liggur fyrir Morgunblaðið/Hari Erkifjendur Reykjavíkurliðin Valur og KR eiga að mætast í 1. umferð. Tom Brady, hinn sigursæli leik- stjórnandi sem hefur leikið með bandaríska ruðningsliðinu New Englands Patriots undanfarna tvo áratugi, er á leiðinni til Tampa Bay Buccaneers, samkvæmt frétt ESPN. Brady verður orðinn 43 ára gamall þegar næsta NFL-tímabil hefst í september en hann hefur sex sinnum fagnað sigri í Ofurskálar- leiknum, Super Bowl, með Patriots og fjórum sinnum verið kjörinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann er sigursælasti leikstjórnand- inn í sögu NFL. Sá sigursælasti til Flórída AFP Goðsögn Tom Brady er lifandi goð- sögn í NFL-deildinni vestanhafs. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í hand- bolta, greindi frá því í gær að hann væri kominn með kórónuveiruna. „Ég er veikur af COVID-19 og er í einangrun heima hjá mér út mars. Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágæt- lega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu,“ skrifaði Arnar á Facebook. Arnar gerði karlalið ÍBV að þreföldum meisturum árið 2018 og sagði upp í kjölfarið. Hann tók svo við þjálfun landsliðsins í ágúst á síðasta ári. Arnar er ekki eini landsliðsþjálf- arinn sem veiran hefur áhrif á því Guðmundur Guðmundsson og Alfreð Gíslason eru báðir í sóttkví. Alfreð, sem er þjálfari þýska karlalandsliðs- ins, þurfti að fara í sóttkví þar sem Jannik Kohlbacher greindist með veiruna. Kohlbacher var einn þeirra leikmanna sem Alfreð fékk til æf- inga í fjóra daga með landsliðinu í síðustu viku. Þá þurfti Guðmundur, sem þjálfar íslenska karlaliðið, að fara í sóttkví hér á landi því hann ferðaðist frá Þýskalandi. Þjálfar hann Melsungen þar í landi. Landsliðs- þjálfari með veiruna Arnar Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.