Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hér er ekki mikið við aðvera og lítið um félags-skap, því við búum áfyrrverandi bóndabæ og það eru fimm kílómetrar til næsta bæjar sem heitir Maribo. Þó það sé frekar rólegt hjá okkur þá upplifi ég mig ekkert einangraða og ég hef haft það mjög gott frá því skólanum mínum var lokað vegna veirunnar,“ segir Ísabella Nótt Svansdóttir, eða Isa eins og hún er oftast kölluð, en hún býr í Danmörku á eyjunni Lolland sem er á milli Sjálands og Þýska- lands. Isa býr ásamt mömmu sinni Lóu Dís Finnsdóttur og stjúp- föðurnum Torfa Agnarssyni á býl- inu sem þau hafa breytt í stúdíó sem er þeirra vinnustaður. Þau eru því alltaf heima þegar hún kemur heim úr skólanum. Isa er nýorðin 14 ára og hefur þurft að halda sig alfarið heima frá því öllum skólum í Danmörku var lokað fyrir viku. „Ég held mig heima af því að það eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé sem minnst á ferðinni og ekki í samneyti við aðra. Námið fer núna fram á netinu, svo við nem- endurnir missum sem minnst úr. Kennararnir senda okkur verkefni og við þurfum að vinna þau og skila, en þeir sitja hinum megin við tölvuna og eru reiðubúnir að að- stoða okkur ef við þurfum. Við er- um líka með Facebook-grúbbu þar sem við krakkarnir hjálpumst öll að. Þetta gengur vel og hjá mér fer alveg hálfur dagurinn í að læra og skila verkefnum,“ segir Isa sem er líka í tónlistarskóla í gítarnámi og á veirutímum fer tónlistarnámið einnig fram á netinu. „Ég er restina af deginum að sinna gítarnáminu, en ég er í tímum með tónlistarkenn- aranum í tölvunni á skæpinu, í mynd- spjalli. Svo það er nóg að gera, mér leiðist ekkert og við vinirnir spjöllum saman á Facetime, hringjumst á í myndbandsspjalli og lærum stund- um þannig saman.“ Skólinn tók vel á móti mér Isa var ellefu ára þegar hún fluttist til Danmerkur haustið 2017. Hvernig var að flytjast frá vinum sínum á Íslandi á þeim aldri? „Þetta voru blendnar tilfinningar. Mig hefur lengi langað að flytja til Danmerkur, allir höfðu talað vel um landið og það er öruggt að búa þar. Þannig að mér fannst það mjög spennandi, en ég var líka með smá áhyggjur af því hvernig þetta yrði allt saman. Auð- vitað sakna ég rosa mikið fjöl- skyldu og vina á Íslandi, pabbi minn, konan hans og systkini mín þeim megin búa til dæmis þar,“ segir Isa sem var alveg mállaus þegar hún kom til Danmerkur. „Ég kunni enga dönsku og þagði því meira og minna tvo fyrstu mánuðina. Ég reyndi ekki að tala dönsku en bjargaði mér á ensku í skólanum til að byrja með. Að þess- um tveimur mánuðum liðnum lét ég vaða, var greinilega búin að „fram- kalla“ uppi í hausnum á mér og byrjaði að tala, og þá reiprennandi dönsku. Þetta tók bara sinn tíma,“ segir Isa og bætir við að mjög vel hafi verið tekið á móti henni í skól- anum. „Þrír nemendur í mínum bekk höfðu boðið sig fram til að passa upp á mig fyrstu tvær vikurnar, sýndu mér skólann, voru með mér í frímínútum og annað slíkt. Fyrstu önnina var ég helming af tímanum í útlendingabekk og hinn helminginn í mínum jafnaldrabekk. Eftir fyrsta árið fékk ég 7 í einkunn í dönsku og var því yfir meðallagi í bekknum, sem ég var mjög sátt við. „Þetta hefur verið mjög góður tími og allt gengið svakalega vel, ég hef eignast marga góða vini hér, bæði í grunnskólanum og tónlistar- skólanum. Mér fannst frábært þeg- ar móðuramma mín og stjúpafi fluttu hingað fyrir ári, þau búa örfáa kílómetra frá býlinu, á Fugle- kongevej, sem er sú gata sem ég hjóla á leið minni í skólann. Mér finnst huggulegt að hafa þau svona nálægt mér og ég hjóla oft til þeirra, en reyndar ekki núna þegar við þurfum að umgangast sem fæsta.“ Er í hljómsveitinni Hydrated Isa er mjög ánægð með tón- listarskólann þar sem hennar aðal- hljóðfæri er gítar, en hún er líka að læra á rafmagnsgítar og úkúlele. „Ýmsar hliðargreinar eru í boði, ég er til dæmis í samspili með fimm öðrum krökkum og við mynd- um saman hljómsveitina Hydrated. Ég er líka í úkúlele-bandi, kór, tón- fræði, í tímum þar sem við lærum að semja lög og að „djamma“, en þá spila allir á sitt hljóðfæri og mynda stef og spila svo sóló, eitt í einu. Ég finn að áhuginn á tónlistarnáminu hefur aukist hjá mér við þetta allt og ég hef þroskast í tónlistinni.“ Isu er margt til lista lagt, hún hefur til dæmis gert þó nokkuð af því að taka ljósmyndir. „Mér finnst mjög gaman að taka myndir. Torfi stjúppabbi minn er ljósmyndari og hann hefur að- eins verið að kenna mér. Mér finnst líka innanhússarkitektúr mjög spennandi og hef verið að skoða það mikið. Kannski legg ég það fyr- ir mig í framtíðinni, hver veit.“ Lætur sér ekki leiðast á veirutímum Ísabella Nótt er nýorðin 14 ára og býr í Danmörku. Hún hefur þurft að halda sig alfarið heima frá því öll- um skólum þar í landi var lokað fyrir viku. Hún býr á gömlu býli en upplifir sig ekki einangraða enda nóg að gera í heimanámi og tónlistarnámi á netinu. Ljósmynd/Torfi Agnarsson Músíkölsk Isu er margt til lista lagt, hún er í tónlistarskóla þar sem hún lærir á gítar, rafmagnsgítar og úkúlele. Ljósmynd/Torfi Agnarsson Fjölskyldan Isa með móður sinni Lóu Dís og Torfa stjúppabba. Hún heldur á heimilishundinum sem heitir Ronja og vill alltaf vera með í öllu. Ljósmynd/Torfi Agnarsson Danska heimilið Isa býr við Nørreskovvej ved Maribo, á gömlu býli sem mamma hennar og Torfi breyttu í heimili og stúdíó, en þau vinna sjálfstætt. „Ég kunni enga dönsku og þagði því meira og minna tvo fyrstu mánuðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.