Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég er búinn að vera á sjó í tæp 40 ár og þessi vetur er búinn að vera sá alerfiðasti sem ég man eftir,“ segir Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri á Bárði SH 81. „Búið að vera sitt á hvað suðvestan og vestan stormar eða norðaustan rok. Stöð- ugar brælur úr öllum áttum.“ Í gær voru Pétur og félagar að veiðum vestur í Brún úti af Hell- issandi og sagði Pétur að loðna væri komin í fisk- inn, en undan- farið hefur síld verið víða á svæð- inu og mikið líf á miðunum. Þrátt fyrir erfiða tíð hafa Pétur og hans menn fiskað vel og mest komið með um 70 tonn að landi í átta tross- ur eftir daginn. „Það hefur gengið ágætlega að fiska, ég hef verið hepp- inn og oftast nær verið í fiski. Þeir sögðu strákarnir að við værum komnir með yfir 500 tonn í mars, nánast eingöngu þorsk, en við höfum þrátt fyrir ótíðina róið upp á hvern dag í mánuðinum þangað til á þriðju- daginn,“ segir Pétur. Í febrúar fór aflinn yfir 600 tonn. Pétur bætir því við að í heildina hafi menn sótt hart frá Ólafsvík í vetur og margir fiskað vel. Hörkustrákar um borð Pétur og hans menn hafa mikið verið á hefðbundinni netaslóð út af Hellissandi. „Við byrjuðum sex um borð, en sáum fljótt að þá var engin nýting á skipinu. Nú erum við átta í áhöfn og róa sjö þeirra hverju sinni. Þetta eru hörkustrákar, bæði reynd- ir og óreyndir. Vissulega er maður kominn á stærri bát en áður, en þá er líka meira sótt,“ segir Pétur. Bárður SH kom nýr til landsins frá Danmörku fyrir jól og er stærsti plastbáturinn í flotanum, tæplega 27 metra langur og sjö metra breiður og á smíðatíma var miðað við að koma 45 tonnum af fiski í kör. Í met- róðrinum var fiskur einnig settur í þvottakörin og smávegis var laust. Pétur er í föstum viðskiptum við Þórsnes í Stykkishólmi og Vinnslu- stöðina í Vestmannaeyjum. „Báturinn er sannarlega búinn að fá eldskírn í vetur og allt hefur þetta reynst þokkalega. Persónulega finnst mér hann þó vera fullvakur og ég þarf að láta þyngja hann aðeins að aftan. Það er mikið flot í þessum plastbátum og nýi báturinn er helst til léttur á öldunni, en margt í bátn- um er til fyrirmyndar,“ segir Pétur. Veturinn illviðrasamur Tölfræðin hjá Birni Arnaldssyni, hafnarstjóra í Snæfellsbæ, staðfestir orð Péturs skipstjóra. Björn segir að veturinn hafi verið illviðrasamur og miklar brælur og frátafir. Janúar- mánuður hafi verið sérstaklega erf- iður og afli í janúar og febrúar minni en sömu mánuði í fyrra, en hins veg- ar mun meiri það sem af er mars- mánuði. Björn áætlar að það muni um 1.500 tonnum, sem minna hefur verið landað fyrsta 2 ½ mánuð þessa árs heldur en á sama tíma 2019. „Í mars hefur verið mokfiskirí í öll Stöðugar brælur úr öllum áttum  Mikið líf á miðunum í Breiðafirði  Góður afli í öll veiðarfæri þegar gefið hefur  Hef verið hepp- inn og oftast verið í fiski, segir Pétur á Bárði  Janúar erfiður í Sandgerði en vel hefur gengið í mars Ljósmynd/Pétur Pétursson Á sjó Fiskurinn greiddur úr netunum á netaborðinu um borð í Bárði SH í gær, frá vinstri Loftur, Guðjón, Jóhann, Helgi Már og Kristján. Ljósmynd/Gísli Reynisson Sandgerði Halldór afi GK var með tíu tonn úr þremur trossum þennan dag. Pétur Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.