Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 19.03.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég er búinn að vera á sjó í tæp 40 ár og þessi vetur er búinn að vera sá alerfiðasti sem ég man eftir,“ segir Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri á Bárði SH 81. „Búið að vera sitt á hvað suðvestan og vestan stormar eða norðaustan rok. Stöð- ugar brælur úr öllum áttum.“ Í gær voru Pétur og félagar að veiðum vestur í Brún úti af Hell- issandi og sagði Pétur að loðna væri komin í fisk- inn, en undan- farið hefur síld verið víða á svæð- inu og mikið líf á miðunum. Þrátt fyrir erfiða tíð hafa Pétur og hans menn fiskað vel og mest komið með um 70 tonn að landi í átta tross- ur eftir daginn. „Það hefur gengið ágætlega að fiska, ég hef verið hepp- inn og oftast nær verið í fiski. Þeir sögðu strákarnir að við værum komnir með yfir 500 tonn í mars, nánast eingöngu þorsk, en við höfum þrátt fyrir ótíðina róið upp á hvern dag í mánuðinum þangað til á þriðju- daginn,“ segir Pétur. Í febrúar fór aflinn yfir 600 tonn. Pétur bætir því við að í heildina hafi menn sótt hart frá Ólafsvík í vetur og margir fiskað vel. Hörkustrákar um borð Pétur og hans menn hafa mikið verið á hefðbundinni netaslóð út af Hellissandi. „Við byrjuðum sex um borð, en sáum fljótt að þá var engin nýting á skipinu. Nú erum við átta í áhöfn og róa sjö þeirra hverju sinni. Þetta eru hörkustrákar, bæði reynd- ir og óreyndir. Vissulega er maður kominn á stærri bát en áður, en þá er líka meira sótt,“ segir Pétur. Bárður SH kom nýr til landsins frá Danmörku fyrir jól og er stærsti plastbáturinn í flotanum, tæplega 27 metra langur og sjö metra breiður og á smíðatíma var miðað við að koma 45 tonnum af fiski í kör. Í met- róðrinum var fiskur einnig settur í þvottakörin og smávegis var laust. Pétur er í föstum viðskiptum við Þórsnes í Stykkishólmi og Vinnslu- stöðina í Vestmannaeyjum. „Báturinn er sannarlega búinn að fá eldskírn í vetur og allt hefur þetta reynst þokkalega. Persónulega finnst mér hann þó vera fullvakur og ég þarf að láta þyngja hann aðeins að aftan. Það er mikið flot í þessum plastbátum og nýi báturinn er helst til léttur á öldunni, en margt í bátn- um er til fyrirmyndar,“ segir Pétur. Veturinn illviðrasamur Tölfræðin hjá Birni Arnaldssyni, hafnarstjóra í Snæfellsbæ, staðfestir orð Péturs skipstjóra. Björn segir að veturinn hafi verið illviðrasamur og miklar brælur og frátafir. Janúar- mánuður hafi verið sérstaklega erf- iður og afli í janúar og febrúar minni en sömu mánuði í fyrra, en hins veg- ar mun meiri það sem af er mars- mánuði. Björn áætlar að það muni um 1.500 tonnum, sem minna hefur verið landað fyrsta 2 ½ mánuð þessa árs heldur en á sama tíma 2019. „Í mars hefur verið mokfiskirí í öll Stöðugar brælur úr öllum áttum  Mikið líf á miðunum í Breiðafirði  Góður afli í öll veiðarfæri þegar gefið hefur  Hef verið hepp- inn og oftast verið í fiski, segir Pétur á Bárði  Janúar erfiður í Sandgerði en vel hefur gengið í mars Ljósmynd/Pétur Pétursson Á sjó Fiskurinn greiddur úr netunum á netaborðinu um borð í Bárði SH í gær, frá vinstri Loftur, Guðjón, Jóhann, Helgi Már og Kristján. Ljósmynd/Gísli Reynisson Sandgerði Halldór afi GK var með tíu tonn úr þremur trossum þennan dag. Pétur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.