Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020
neinum. Ýmsar vangaveltur liggja
verkinu til grundvallar en að sögn
listamannsins er kjarni þess einfald-
lega að örva og gleðja. Gengið er inn í
þrískiptan helli og felur sú ferð í sér
vissa skynfrásögn.
Dularfull tónlist hljómsveitarinnar
HAM og lýsingin eiga þátt í að skapa
sérstakt andrúmsloft. Veggir eru
klæddir litríku gervihári og minna
rýmin á dropasteinshella eða innviði
líkamans en áferðin, malerísk mýktin
og litadýrðin skírskota einnig til af-
straktmálverksins. Þekkt dæmi eru
um listmálara sem unnið hafa með
skynræna eiginleika lita í verkum
sínum, ekki síst í sambandi við tón-
list. Chromo þýðir litur, enda vísar
yfirskrift innsetningar Hrafnhildar
til mikilvægis litaskynjunar í sýning-
arreynslunni, eða eins og sýningar-
stjórinn Birta Guðjónsdóttir orðar
það: „Maður gengur inn í verkið sem
Homo Sapiens en gengur út sem
Chromo Sapiens“ – hvort sem maður
heldur á snjallsíma eða ekki.
Sjálfsmyndun samtímans
Ýmislegt bendir til að „lista-
sjálfur“ í anda þeirra sem margir
freistast eflaust til að taka í Chromo
Sapiens – og hafa gaman af – snúist
ekki endilega um yfirborðslega
skemmtun eða sjálfhverfu. Árið 2017
birtust niðurstöður rannsóknar í
Frontiers in Phsychology þar sem
sjónum var beint að þeirri löngun að
ramma inn sjálfið í formi ljósmyndar
til að deila með öðrum netverjum
sem mikilvæga endurspeglun sam-
tímasjálfsins – og sem leið til að
skapa frásagnir um okkur sjálf í sam-
hengi safnsins og þann samruna list-
ar, sögu og menntunar sem þar á sér
stað. Inn í slíka sjálfsmynda- og
minningasköpun blandist ýmsir
þættir er tengist m.a. líkamanum,
menningarlegum athöfnum, sam-
sömun og félagsvenjum – og þörf fyr-
ir fagurfræðilega ánægju þar sem
samræmi og sjónrænir eiginleikar
listaverka séu hagnýttir til að miðla
jákvæðri ímynd. Í slíkum ferlum geti
safnasjálfan afhelgað safnið og fært
það inn í hversdagsleikann um leið
og hinn „menningarlega sinnaði“ ein-
staklingur nýtir sér áru mikilvægra
listaverka í sviðsetningu sinni. Þegar
vel til tekst getur sjálfan orðið „íkon-
ísk“ – en slær hún við listaverkinu í
bakgrunni? Málverk Leónardós da
Vinci, Móna Lísa eða La Gioconda
eins og þetta frægasta málverk
heims hefur einnig verið kallað, vek-
ur óneitanlega áleitnar spurningar
þegar kemur að safnasjálfunni.
Tvær frægar
Heimsókn bandarísku söngkon-
unnar Beyoncé og fjöskyldu hennar
á Louvre-safnið í París árið 2014 og
dvöl hennar við Mónu Lísu fór ekki
framhjá umheiminum. Ein Insta-
gram-sjálfanna sem hún birti fékk
tæplega 840 þúsund „læk“. Þegar
undirrituð heimsótti Louvre síðast-
liðið sumar og hugðist rifja upp
kynnin við þetta djásn safnsins, lenti
hún í gríðarmiklum straumi gesta
sem beint var um ganga og stiga
safnsins vegna tímabundinnar stað-
setningar verksins innan um mál-
verk Rubens í Galerie Médicis í
Richilieu-vængnum. Í Médicis-
salnum stóðu svo gestir í langri,
hlykkjóttri röð af því tagi sem sést
við innritun á flugvöllum á álags-
tímum og í fjölsóttum skemmtigörð-
um. Hvarvetna á leiðinni brosti fjöl-
földuð Móna Lísa sposk við gestum,
ýmist á veggjum með pílu eða, þegar
nær dró, á skjám ótal snjalltækja.
Þegar á hólminn var komið gafst
hverjum gesti í röðinni aðeins andar-
tak fyrir framan La Gioconda þar
sem glitti í hana pollrólega og und-
arlega fjarlæga í skotheldu gler-
skríni, á bak við mannmergðina og
afleiddar skjámyndir sínar. Mitt í
þessum farsakenndu aðstæðum velti
ég því fyrir mér hversu margir
reyndu að horfa á verkið sjálft, og
hefðu yfirhöfuð áhuga á því. Greinar-
höfundur New York Times („What
the Mona Lisa Tells Us About Art in
the Instagram Era“, 2018), Scott
Reyburn, virtist hitta naglann á höf-
uðið: Mónu Lísu-reynslan – í staf-
rænt miðlaðri sjónmenningu sam-
tímans – hverfist um stafræna
ljósmyndun fremur en það að horfa á
málverkið. Raunar telur hann verkið
hætt að vera til sem upprunalegt
listaverk, það sé orðið að hugmynd
og góðu myndatækifæri. Hann
klykkir út með spurningunni: „Hvað
getur talist samtímalegri leið til að
sjá?“ Spyrja má hvað það segi um
samtímann. Móna Lísa virðist heill-
um horfin og við þurfum á ljósmynd
að halda til að skoða verkið „í reynd“.
Hægt er að þysja inn á stafræna út-
gáfu hennar á netinu og skoða smáat-
riði verksins í háskerpu, en það er
allt önnur reynsla en að standa „aug-
litis til auglitis“ við verkið og ráða í
dulúðugt brosið. Þess má geta að
mér gafst hins vegar prýðilegt næði
til rölta um aðra sali Louvre og njóta
þessa stórkostlega safns án teljandi
truflana eða þrengsla.
Mannþröng Röðin hlykkjast í átt að áskjósanlegu sjónarhorni á konuna í glerbúrinu, Monu Lisu eftir Leonardo da Vinci í Louvre-safninu.
Myndabann? Áberandi skilti á framhlið Ríkislistasafnins í Amsterdam sem
gefur til kynna bann (sem þó er ekki raunverulegt) við ljósmyndun um leið
og gestir eru hvattir til að teikna í safninu. Ljósmynd af vef Rijksmuseum.
»Ýmislegt bendir tilað „listasjálfur“ í
anda þeirra sem margir
freistast eflaust til að
taka í „Chromo Sapiens“
– og hafa gaman af –
snúist ekki endilega um
yfirborðslega skemmtun
eða sjálfhverfu.
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell
ADifferent Kind of Disaster Movie.
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS
SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI
★★★★
San Francisco Chronicle
★★★★
Indiewire
★★★★
Hollywood reporter
Ljósmynd/Anna Jóa
Í dag, fimmtudag, er síðasti
sýningardagur Chromo Sapiens í
Listasafni Reykjavíkur.