Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 8

Morgunblaðið - 19.03.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Páll Vilhjálmsson minnir á að„Þjóðverjar lokuðu landamær- um sínum áður en landamærum Evrópu var lokað gagnvart um- heiminum. Þjóðverjar vildu ekki COVID-19 smit frá Austurríki og Ítal- íu.    Veiran kom úraustri, frá Kína, það var vitað um áramótin. Hvers vegna var landamærum Evrópu ekki lokað strax í janúar? Vegna þess að það var ekkert traust.    Íslendingar eru eyþjóð og háðirsamgöngum í austur og vestur. Það kom ekki til greina að loka landamærum Íslands vegna þess að fyrirsjáanlega myndi kórónuveiran koma hingað fyrr en síðar.    Sá kostur var tekinn, í samræmivið íslenska hagsmuni að hafa landið opið og setja þá landa okkar í sóttkví sem komu sýktir frá út- löndum.    Evrópa í heild gæti aldrei fariðsömu leið og Ísland, álfan er of stór og talar of mörg tungumál. Farsóttin mun drepa þá hug- myndafræði alþjóðahyggjunnar að yfirþjóðlegt vald sé betra en stað- bundið.    Þess sjást þegar merki í íslensk-um stjórnmálum. Flokkar al- þjóðahyggju, Samfylking, Viðreisn og Píratar, eru eins og úldnir kart- öflusekkir.    Þeir hafa ekkert til málanna aðleggja og híma úti í horni, illa þefjandi og skömmustulegir. ESB- guðinn var afhjúpaður sem forn- eskja og hindurvitni.“ Páll Vilhjálmsson Veiran afhjúpar getuleysið STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Brugðist er við athugasemdum og gagnrýni ríkjahóps Evrópuráðsins (GRECO) gegn spillingu hvað varð- ar þingmenn, dómara og saksóknara í nýjum frumvarpsdrögum félags- málaráðherra um breytingar á lög- um um Félagsdóm. Drögin hafa ver- ið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Í skýrslu GRECO voru m.a. gerð- ar athugasemdir við hæfisskilyrði dómara við Félagsdóm og að endur- skoða þyrfti fyrirkomulag við skipun dómaranna. Til að koma til móts við þessar athugasemdir er í frumvarp- inu gert ráð fyrir auknum hæfisskil- yrðum dómara sem skipaðir eru í Félagsdóm, og kveðið er á um aukin hæfisskilyrði málflytjenda fyrir dómnum. „Þannig er lagt til að meirihluti Félagsdóms verði skipað- ur sitjandi embættisdómurum við Hæstarétt, Landsrétt eða héraðs- dómstóla,“ segir í greinargerð. Lagt er til að ráðherra skipi fimm dómara í Félagsdóm og þrír dóm- arar verði skipaðir ótímabundið skv. tilnefningu Hæstaréttar. Þá er lagt til að ráðherra skipi tvo dómara og jafn marga til vara til þriggja ára í senn samkvæmt tilnefningum Sam- taka atvinnulífsins og Alþýðusam- bands Íslands hins vegar. Sett eru einnig ákvæði sem eiga að tryggja að dómarar við Fé- lagsdóm séu sjálfstæðir í dómstörf- um. Hægt verði að flýta málarekstri Í frumvarpinu er líka að finna ákvæði sem eiga að stuðla að fljót- virkari úrlausn mála sem borin eru undir Félagsdóms. Þannig geti for- seti dómsins t.d. ákveðið stefnufrest svo sem ef flýta þarf rekstri máls og um þann tíma sem líða má milli dóm- töku máls til uppkvaðningar dóms. „Mál sem höfðuð eru fyrir Fé- lagsdómi geta oft og tíðum verið þess eðlis að brýn þörf þykir á skjótri úrlausn þeirra, svo sem þeg- ar verkfall eða verkbann er yfirvof- andi, og þykir mikilvægt að í slíkum málum geti verið um knappan stefnufrest að ræða,“ segir í skýr- ingum. omfr@mbl.is Brugðist við gagnrýni GRECO  Breyta á lögunum um Félagsdóm Morgunblaðið/Hari Félagsdómur Breyta á lagareglum. Fyrirtækið Mannvit var með lægsta tilboðið í örútboði á óháðri úttekt sem fram á að fara á fyrirliggjandi gögnum og rannsóknum Vega- gerðarinnar á Landeyjahöfn. Fékk Mannvit einnig flest stig eða 100 samkvæmt matslíkani í útboðinu samkvæmt upplýsingum sem feng- ust í samgönguráðuneytinu. Verið er að fara yfir og meta innsend tilboð. Fram kemur í opnunarskýrslu vegna örútboðsins að heildartilboð Mannvits hljóðaði upp á 8.060.000 kr. VSÓ Ráðgjöf var með næst- lægsta tilboðið eða 9.390.000 kr. og fékk 92,92 stig. Verkís bauð 9.919.876 kr. og fékk 90,63 stig í út- boðinu. Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrr í þessari viku að samgönguráðu- neytið hefði skýrt betur örútboð sitt á vinnu við úttektina á Landeyja- höfn. Nú hafi verið tekið fram að vinnan felist í því að fara yfir gögn og rannsóknir Vegagerðarinnar á höfn- inni. Gefi niðurstöður rýninnar til- efni til umfangsmeiri rannsókna á Landeyjahöfn og umhverfi hennar, svo að markmiðum þingsályktunar- innar verði náð, geti svo þurft að fara í þær sem annað og sjálfstætt verk- efni. Jafnframt var hámarkskostnaði breytt og er hann er nú 8 milljónir án virðisaukaskatts. omfr@mbl.is Mannvit átti lægsta boð í örútboði  Tilboð opnuð í samgönguráðuneyti eftir örútboð á úttekt á Landeyjahöfn Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Örútboð fór fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.