Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.03.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARS 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Páll Vilhjálmsson minnir á að„Þjóðverjar lokuðu landamær- um sínum áður en landamærum Evrópu var lokað gagnvart um- heiminum. Þjóðverjar vildu ekki COVID-19 smit frá Austurríki og Ítal- íu.    Veiran kom úraustri, frá Kína, það var vitað um áramótin. Hvers vegna var landamærum Evrópu ekki lokað strax í janúar? Vegna þess að það var ekkert traust.    Íslendingar eru eyþjóð og háðirsamgöngum í austur og vestur. Það kom ekki til greina að loka landamærum Íslands vegna þess að fyrirsjáanlega myndi kórónuveiran koma hingað fyrr en síðar.    Sá kostur var tekinn, í samræmivið íslenska hagsmuni að hafa landið opið og setja þá landa okkar í sóttkví sem komu sýktir frá út- löndum.    Evrópa í heild gæti aldrei fariðsömu leið og Ísland, álfan er of stór og talar of mörg tungumál. Farsóttin mun drepa þá hug- myndafræði alþjóðahyggjunnar að yfirþjóðlegt vald sé betra en stað- bundið.    Þess sjást þegar merki í íslensk-um stjórnmálum. Flokkar al- þjóðahyggju, Samfylking, Viðreisn og Píratar, eru eins og úldnir kart- öflusekkir.    Þeir hafa ekkert til málanna aðleggja og híma úti í horni, illa þefjandi og skömmustulegir. ESB- guðinn var afhjúpaður sem forn- eskja og hindurvitni.“ Páll Vilhjálmsson Veiran afhjúpar getuleysið STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Brugðist er við athugasemdum og gagnrýni ríkjahóps Evrópuráðsins (GRECO) gegn spillingu hvað varð- ar þingmenn, dómara og saksóknara í nýjum frumvarpsdrögum félags- málaráðherra um breytingar á lög- um um Félagsdóm. Drögin hafa ver- ið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Í skýrslu GRECO voru m.a. gerð- ar athugasemdir við hæfisskilyrði dómara við Félagsdóm og að endur- skoða þyrfti fyrirkomulag við skipun dómaranna. Til að koma til móts við þessar athugasemdir er í frumvarp- inu gert ráð fyrir auknum hæfisskil- yrðum dómara sem skipaðir eru í Félagsdóm, og kveðið er á um aukin hæfisskilyrði málflytjenda fyrir dómnum. „Þannig er lagt til að meirihluti Félagsdóms verði skipað- ur sitjandi embættisdómurum við Hæstarétt, Landsrétt eða héraðs- dómstóla,“ segir í greinargerð. Lagt er til að ráðherra skipi fimm dómara í Félagsdóm og þrír dóm- arar verði skipaðir ótímabundið skv. tilnefningu Hæstaréttar. Þá er lagt til að ráðherra skipi tvo dómara og jafn marga til vara til þriggja ára í senn samkvæmt tilnefningum Sam- taka atvinnulífsins og Alþýðusam- bands Íslands hins vegar. Sett eru einnig ákvæði sem eiga að tryggja að dómarar við Fé- lagsdóm séu sjálfstæðir í dómstörf- um. Hægt verði að flýta málarekstri Í frumvarpinu er líka að finna ákvæði sem eiga að stuðla að fljót- virkari úrlausn mála sem borin eru undir Félagsdóms. Þannig geti for- seti dómsins t.d. ákveðið stefnufrest svo sem ef flýta þarf rekstri máls og um þann tíma sem líða má milli dóm- töku máls til uppkvaðningar dóms. „Mál sem höfðuð eru fyrir Fé- lagsdómi geta oft og tíðum verið þess eðlis að brýn þörf þykir á skjótri úrlausn þeirra, svo sem þeg- ar verkfall eða verkbann er yfirvof- andi, og þykir mikilvægt að í slíkum málum geti verið um knappan stefnufrest að ræða,“ segir í skýr- ingum. omfr@mbl.is Brugðist við gagnrýni GRECO  Breyta á lögunum um Félagsdóm Morgunblaðið/Hari Félagsdómur Breyta á lagareglum. Fyrirtækið Mannvit var með lægsta tilboðið í örútboði á óháðri úttekt sem fram á að fara á fyrirliggjandi gögnum og rannsóknum Vega- gerðarinnar á Landeyjahöfn. Fékk Mannvit einnig flest stig eða 100 samkvæmt matslíkani í útboðinu samkvæmt upplýsingum sem feng- ust í samgönguráðuneytinu. Verið er að fara yfir og meta innsend tilboð. Fram kemur í opnunarskýrslu vegna örútboðsins að heildartilboð Mannvits hljóðaði upp á 8.060.000 kr. VSÓ Ráðgjöf var með næst- lægsta tilboðið eða 9.390.000 kr. og fékk 92,92 stig. Verkís bauð 9.919.876 kr. og fékk 90,63 stig í út- boðinu. Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrr í þessari viku að samgönguráðu- neytið hefði skýrt betur örútboð sitt á vinnu við úttektina á Landeyja- höfn. Nú hafi verið tekið fram að vinnan felist í því að fara yfir gögn og rannsóknir Vegagerðarinnar á höfn- inni. Gefi niðurstöður rýninnar til- efni til umfangsmeiri rannsókna á Landeyjahöfn og umhverfi hennar, svo að markmiðum þingsályktunar- innar verði náð, geti svo þurft að fara í þær sem annað og sjálfstætt verk- efni. Jafnframt var hámarkskostnaði breytt og er hann er nú 8 milljónir án virðisaukaskatts. omfr@mbl.is Mannvit átti lægsta boð í örútboði  Tilboð opnuð í samgönguráðuneyti eftir örútboð á úttekt á Landeyjahöfn Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Örútboð fór fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.