Morgunblaðið - 18.04.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
BREKKA 34 - 9 fm
498.000 kr.
Tilboðsverð
STAPI - 14,98 fm
389.000 kr.
Tilboðsverð
NAUST - 14,44 fm
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga og at-
vinnuþróunar á Norðurlandi eystra
(SSNE) og fyrrverandi fulltrúar í
stjórn Eyþings neita því að stjórn
Eyþings hafi sakað Pétur Þór Jón-
asson, fv. framkvæmdastjóra Ey-
þings, um kynferðislega áreitni á
vinnustað heldur hafi stjórnin þurft
að taka til meðferðar kvörtun und-
irmanns vegna óviðeigandi og ófag-
legra samskipta. Orðin kynferðis-
leg áreitni séu frá honum sjálfum
komin.
Í viðtali við Morgunblaðið segir
Pétur Þór frá starfslokum sínum
hjá Eyþingi og eftirmálum sem orð-
ið hafa, m.a. dómsátt í máli hans
þar sem hann fékk bætur til við-
bótar launum á uppsagnartíma og í
veikindum. Segja stjórnarmenn-
irnir að Eyþing hafi lengi glímt við
stjórnunar- og rekstrarvanda og
um það hafi verið fjallað á mörgum
fundum og úttekt óháðra aðila hafi
staðfest það. „Ásakanir Péturs Þórs
um upplognar sakir sem átyllu til
brottrekstrar eiga sér enga stoð í
veruleikanum,“ segir þar.
Fram kemur í yfirlýsingunni að
staðhæfingar Péturs Þórs um að
sátt hafi tekist milli hans og undir-
manns séu ekki á rökum reistar og
því hafnað að Eyþing hafi óskað
eftir trúnaði um dómsáttina.
„Af okkar hálfu lauk málinu með
sáttinni 27. janúar 2020 og í fram-
haldinu var það afgreitt af öllum 13
aðildarsveitarfélögunum og teljum
við því ekki ástæðu til frekari um-
ræðu um það,“ segja stjórnarmenn-
irnir. Hilda Jana Gísladóttir, for-
maður Eyþings og SSNE, vísar í
yfirlýsinguna og kýs að tjá sig ekki
frekar um málið.
Hafna ásökunum
framkvæmdastjóra
Eyþing telur málinu lokið með sátt
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fyrirsjáanlegt atvinnuleysi upp á að
minnsta kosti 17% kallar á aðgerðir
stjórnvalda sem aldrei yrði gripið til
við aðrar aðstæður. Þetta segir Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Miðflokksins og fyrrverandi
forsætisráðherra, í samtali við Við-
skiptapúlsinn, hlaðvarp Viðskipta-
Moggans, sem nú
er aðgengilegt á
mbl.is og helstu
hlaðvarpsveitum.
Segir hann að
höggið sem ís-
lenskur vinnu-
markaður hafi nú
orðið fyrir geri
það að verkum að
fella verði niður
opinber gjöld á
fyrirtæki um
ákveðinn tíma. Þar segist hann horfa
sérstaklega til tryggingagjaldsins
sem letji mjög fyrirtæki til að við-
halda ráðningarsambandi eða ráða
fólk til vinnu.
„Ef markmiðið er að halda sem
flestum í vinnu þá er þetta mjög nei-
kvæður hvati þetta tryggingagjald.“
Hann segir sömuleiðis að leita
þurfi leiða til að koma í meira mæli
til móts við einyrkja og minni fyrir-
tæki sem hafi orðið út undan í fyrri
tillögum ríkisstjórnarinnar. Næsti
aðgerðapakki hennar verður að öll-
um líkindum kynntur strax upp úr
helginni.
Þá segir Sigmundur Davíð áður
kynntar aðgerðir hafa verið of litlar
að umfangi, of flóknar og sértækar.
„Það er ekki verið að teikna upp
sviðsmyndir sem eru þó ágætar vís-
bendingar um hvernig hlutirnir geti
orðið og ráðstafanir gerðar til að
bregðast við þeim eftir því hvernig
þær þróast heldur að sjá hvað hefur
gerst og bregðast við því.“
Hann bendir sömuleiðis á að það
sé of þröng skilgreining á stöðu fyr-
irtækja í vanda að þau hafi glatað
40% af tekjum sínum vegna út-
breiðslu kórónuveirunnar.
„… hver er hvatinn í því? Hann er
ekki sá að reyna að hámarka tekj-
urnar og lifa af heldur að komast yfir
viðmiðið til að fá þessa fyrir-
greiðslu.“
Segir hann að fyrirgreiðsla stjórn-
valda þurfi að byggjast á grundvall-
arviðmiðum, fáum og einföldum, en
segir þó að afnám tryggingagjalds
eigi ekki að ná til allra fyrirtækja.
Það þurfi ekki að rétta netverslunum
eða matvöruverslunum hjálparhönd
enda hafi þessi fyrirtæki ekki orðið
fyrir alvarlegu höggi eins og mörg
önnur.
Of flókin viðmið
Sigmundur Davíð segir hins vegar
að viðmiðin sem sett hafi verið fram í
síðasta aðgerðapakka um það hvaða
fyrirtæki uppfylltu skilyrðin séu svo
flókin að skattayfirvöld, sem hafi það
verkefni að fara yfir stöðu fyrirtækj-
anna, muni ekki ná að greiða úr stöð-
unni fyrr en að vikum eða mánuðum
liðnum. Þegar því verði lokið verði
mörg fyrirtækjanna ekki lengur
starfandi.
Sigmundur Davíð segir að yfirlýs-
ingar fjármálaráðherra um mögu-
legan halla ríkissjóðs upp á ríflega
100 milljarða standist ekki skoðun.
Mun líklegra sé að hallinn muni
nema að minnsta kosti 300 milljörð-
um króna á árinu. Tekjur muni drag-
ast verulega saman á sama tíma og
útgjöld muni aukast gríðarlega.
Hann segir að það sé ákveðið ljós í
myrkrinu að ríkissjóður sé það
skuldléttur um þessar mundir að
mögulegt sé að grípa til þessara að-
gerða án þess að kafsigla stöðu hins
opinbera. Mörg lönd sem hafi orðið
illa fyrir barðinu á kórónuveirunni
séu ekki í þeirri stöðu. Verða að átta
sig á raunverulegri stöðu hagkerf-
isins.
Sigmundur Davíð segir að nú sé
það verkefni forsvarsmanna ríkis-
stjórnarinnar að leiða alla hags-
munaaðila að borðinu. Oft sé litið til
þjóðarsáttarsamninganna sem und-
irritaðir voru í upphafi 10. áratugar
síðustu aldar. Nú sé þörf á að ná
breiðri samstöðu af því tagi. Það
valdi hins vegar ákveðnum áhyggj-
um að ákveðnir aðilar á vettvangi ís-
lensks vinnumarkaðar tali eins og
það ástand sem nú er uppi komi
þeirra umbjóðendum ekki við. Um-
fang þessara efnahagsþrenginga sé
slíkt að enginn verði ósnertur af
þeim og allir þurfi að leggjast á ár-
arnar til þess að koma samfélaginu
upp úr erfiðleikunum.
Felli tryggingagjald niður út árið
Formaður Miðflokksins segir aðgerðir stjórnvalda of sértækar og flóknar til að nýtast fyrirtækjum
Segir stefna í að ríkissjóður verði rekinn með 300 milljarða halla á árinu Þörf á breiðri samstöðu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umskipti Fyrir fáeinum mánuðum var lítið sem ekkert atvinnuleysi á Ís-
landi. Nú stefnir í að það mælist 17% og hefur aldrei mælst meira.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Skiptar skoðanir eru á meðal hjúkr-
unarfræðinga um nýjan kjarasamn-
ing Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga (Fíh) við samninganefnd
ríkisins. Samkvæmt heimildum
kemur óánægjan
m.a. fram á lok-
uðu spjallsvæði
hjúkrunarfræð-
inga.
Guðbjörg Páls-
dóttir, formaður
Fíh, segir að tæp-
lega 700 félags-
menn hafi fylgst
með fyrsta kynn-
ingarfundinum
um samninginn á
fimmtudag. Það var fjarfundur á
lokuðu vefsvæði Fíh. Þrír kynning-
arfundir eru auglýstir í næstu viku.
Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á
miðvikudag og stendur í viku. Samn-
ingurinn nær til um 2.800 hjúkr-
unarfræðinga.
Guðbjörg segir að málið sé tví-
þætt og geti virst flókið við fyrstu
sýn. Annars vegar er kjarasamning-
urinn sem snýr að hjúkrunarfræð-
ingum og hins vegar stytting vinnu-
tíma fyrir dagvinnu og vaktavinnu.
Að henni koma einnig ASÍ, BHM og
BSRB auk Fíh. „Þetta er mjög flók-
ið og heilmikið að fara í gegnum það
með fólkinu,“ segir Guðbjörg.
Hún segir að óánægja með samn-
inginn hafi einkum heyrst fyrst eftir
að gögn um hann voru birt á lok-
uðum vef félagsins sl. miðvikudag.
„Það var greinilegt að fólkið þurfti
að fá kynningu á þessum gögnum.
Þarna gætti mikils misskilnings,“
segir Guðbjörg. Hún segir að á
fyrsta kynningarfundinum hafi fólk
fengið útskýringar og svör og marg-
ir skipt um skoðun eftir það.
Guðbjörg segir að breytingar á
launatöflunni séu í samræmi við lífs-
kjarasamninginn og það sem aðrir
hafa fengið. Náðst hafi að lyfta byrj-
unarlaunum hjúkrunarfræðinga
verulega. „Vonandi er þetta á pari
við aðrar stéttir með sambærilega
menntun og ábyrgð en við höfum
verið þar undir,“ segir Guðbjörg.
Það lækkar enginn í launum
Heyrst hefur að hjúkrunarfræð-
ingar sem vinna aðeins dagvinnu
kvarti yfir því að laun þeirra muni
jafnvel lækka. Guðbjörg segir að
ákvæði um styttingu vinnuviku inn-
an vaktavinnufyrirkomulagsins séu
þannig að þau hvetji til hærra starfs-
hlutfalls og vinnu vaktavinnu. „Ég
get fullyrt að það lækkar enginn í
launum en þetta er eitt af þeim at-
riðum sem fólk hefur misskilið,“ seg-
ir Guðbjörg. Hún segir ljóst að þetta
þurfi að útskýra betur fyrir dag-
vinnufólkinu.
Kjarninn í kröfugerð Fíh var
stytting vinnuvikunnar, betra starfs-
umhverfi og hækkun grunnlauna.
Guðbjörg telur þessi markmið hafa
náðst að verulegu leyti þótt þau
hefðu viljað sjá meiri hækkun
grunnlauna, en þar hafi lífskjara-
samningurinn lagt línuna.
Hún segir að sumir félagsmenn
hafi verið uppteknir af því að stytt-
ing vinnuvikunnar verði m.a. á
kostnað neysluhléa. „Fólk þarf að
átta sig á því að vinnutímastyttingin
byggist á ákveðinni hugmyndafræði.
Við metum verðmætin okkar megin
og ríkið verðmætin sín megin. Þar á
meðal er yfirvinna sem hefur verið
greidd fyrir ótrúlegustu hluti en er
ekki alltaf yfirvinna í raun,“ segir
Guðbjörg. Hún nefnir t.d. að fólk
hafi fengið greidda yfirvinnu fyrir
matar- og kaffitíma þegar það hefur
ekki komist í mat eða kaffi. Eins
hefur verið ákveðin yfirvinnu-
greiðsla þegar fólk hefur verið beðið
að breyta vöktum. Fólk fái greitt
fyrir að breyta vöktum eftir sem
áður, þótt það heiti ekki lengur yfir-
vinna.
„Við erum að gera mestu breyt-
ingu sem orðið hefur í 40 ár á vinnu-
markaði með því að stytta vinnuvik-
una. Því fylgja ný vinnubrögð. Það
eru breyttir tímar,“ sagði Guðbjörg.
Skiptar skoðanir um
nýjan kjarasamning
Kynna kjarasamning hjúkrunarfræðinga á fjarfundum
Ljósmyndir/Þorkell Þorkelsson
Hjúkrunarfræðingar Nýr kjarasamningur er í umræðu og kynningu.Guðbjörg
Pálsdóttir