Morgunblaðið - 18.04.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.04.2020, Qupperneq 10
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ER08 hægindastóll Leður – verð 285.000,- Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Allt í allt voru nálægt 38.600 einstak- lingar á atvinnuleysisskrá í lok mars. Þar af voru um 24.400 í minnkuðu starfshlutfalli og ríflega 14.200 manns að auki á almennum atvinnu- leysisbótum. Þetta kemur fram í svartri mánaðarskýrslu Vinnumála- stofnunar (VMST) um atvinnu- ástandið og fordæmalausar aðstæður sem uppi eru á vinnumarkaðinum. Atvinnuleysi í mars mældist 9,2%. Þar af voru 5,7% almennt atvinnu- leysi, umsóknum um fullar atvinnu- leysisbætur fjölgaði um ríflega 6.000, og 3,5% var vegna minnkaðs starfs- hlutfalls og hlutabóta. Skráð atvinnuleysi vex mikið í yfir- standandi mánuði þegar umsóknir um minnkað starfshlutfall koma fram af fullum þunga til viðbótar við allmikla aukningu almennra um- sókna. Sérfræðingar VMST gera núna ráð fyrir því að atvinnuleysi muni vaxa í um 16,9% í aprílmánuði en fara svo lækkandi í maí með auknum um- svifum á ákveðnum sviðum efnahags- lífsins. Þar af verði 10,1% atvinnu- leysi vegna minnkaðs starfshlutfalls sem vegur mjög þungt á atvinnuleys- isskránni. Atvinnuleysið í apríl bendir til þess að um eða yfir 50.000 einstaklingar verði á atvinnuleyssisskrá í lok apr- ílmánaðar. Ef þessi fjöldi er settur í samhengi við íbúa á landinu þá sam- svarar fjöldinn á atvinnuleysisskrá í apríl nokkurn veginn samanlögðum íbúafjölda þriggja landshluta; Suður- nesja, Vesturlands og Vestfjarða. Yfir 20 þúsund starfsmenn fara niður í 25% starfshlutfall Ljósi punkturinn í þessu ástandi er þó sá að verulega hefur dregið úr umsóknum seinustu daga. Nálega engar nýjar umsóknir berast um þessar mundir um bætur á móti skertu starfshlutfalli, skv. upplýsing- um Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá VMST. „Það er líka að hægja mikið á skráningum vegna almenns atvinnu- leysis í apríl. Það verður miklu minni aukning í apríl en var í mars,“ segir hann. Eftir að lögin tóku gildi um minnk- að starfshlutfall, sem getur verið nið- ur í allt að 25% starf á móti greiðslum bóta, nýttu 5.200 fyrirtæki sér þenn- an möguleika í marsmánuði fyrir samtals um 24.400 einstaklinga. VMST gerir ráð fyrir að allt að 6.500 fyrirtæki muni nýta sér þetta þegar allt er talið yfir það tímabil sem þetta verður heimilt, fyrir nálægt 35.000 launþega. Flestir starfsmennirnir fara niður í 25% starf eða um 20.700 og um 7.600 í 50% starf. Samdrátturinn á vinnumarkaði hefur haft mjög alvarlegar afleiðing- ar fyrir greinar sem tengjast flug- rekstri og ferðaþjónustu. „Yfir 40% af öllum umsóknum um minnkað starfshlutfall eru í þeim greinum og stór hluti annarra umsókna er úr þeim hluta verslunargeirans sem tengist ferðaþjónustu að einhverju marki. Samtals voru ríflega 17.000 manns úr ferðaþjónustutengdum greinum á skrá í lok marsmánaðar af þeim tæp- lega 39.000 sem voru á skrá alls og er þá horft bæði til almenna atvinnu- leysisins og minnkaðs starfshlutfalls. Það er um 43% af öllum atvinnulaus- um en til samanburðar er ferðaþjón- usta og tengdar greinar aðeins um 12% af vinnumarkaðnum,“ segir í skýrslu VMST. Spáð er 23,7% atvinnuleysi á Suðurnesjum í apríl Atvinnuleysið kemur sérstaklega þungt niður á Suðurnesjum þar sem það fór upp í 14,1% í mars og spáð er að það fari í 23,7%% í apríl. Þar af verði 13,4% vegna umsókna um minnkað starfshlutfall. Í úttektinni kemur fram að af sveitarfélögum á Suðurnesjum er atvinnuleysi mest í Reykjanesbæ í marsmánuði, eða 15,6% og fer úr 9,5% í febrúar. „Þá er atvinnuleysið ríflega 12% í Vogum og Suðurnesjabæ og er aukningin mikil í Vogum þar sem atvinnuleysið var um 5% í febrúar.“ Raunar hefur atvinnuleysið aukist mikið víðast hvar á landinu. Það fór í 9,6% á höfuðborgarsvæðinu í mars og athygli vekur að atvinnuleysið tvöfaldaðist á Suðurlandi í seinasta mánuði frá mánuðinum á undan og fór í 8,3%, en ferðaþjónustan vegur mjög þungt á vinnumarkaðinum á því svæði. Er staðan sérstaklega slæm í Mýrdalshreppi þar sem það jókst úr 4,3% í nærri 21% á einum mánuði. Einnig má sjá að af einstökum sveitarfélögum versnar ástandið einna mest í Skútustaðahreppi þar sem atvinnuleysið er komið hátt í 15%. Þar var það 6% í febrúar og er að stærstum hluta tengt ferðaþjón- ustu, bæði almenna atvinnuleysið og atvinnuleysi sem tengist minnkuðu starfshlutfalli. VMST hefur farið í saumana á um- sóknunum um bætur á móti minnk- uðu starfshlutfalli en eins og fyrr segir er nú gert ráð fyrir að atvinnu- leysi vegna minnkaðs starfshlutfalls fari í um 10% í apríl og komi þá til viðbótar almennu atvinnuleysi ná- lægt 7%. Fram kemur að um 40% þeirra sem eru í þessu úrræði um minnkað starfshlutfall starfa í flug- starfsemi, gisti- og veitingarekstri og öðrum ferðaþjónustutengdum grein- um. Um 21% hópsins starfar í versl- un og flutningastarfsemi þar sem smásöluverslun vegur þyngst og um 16% starfa í iðnaði, byggingariðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Ef litið er á aldur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls má sjá að um 27% þeirra eru á aldrinum 18 til 29 ára en aðeins 21% á aldrinum 40-49 ára. „Nefna má að um 50 manns, sem eru orðnir 70 ára eða eldri, eru í hópi um- sækjenda á grundvelli útvíkkunar á gildissviði laganna, þar af eru tveir komnir yfir áttrætt og báðir að færa sig úr fullu starfi,“ segir í skýrslunni. Af þeim fyrirtækjum sem nýta sér minnkað starfshlutfall koma 21% úr ferðaþjónustutengdri starfsemi, um 20% úr iðnaði og sjávarútvegi og 19% úr verslun. Atvinnuleysi upp úr öllu valdi  Áætlaður fjöldi á atvinnuleysisskrá í apríl samsvarar heildarfjölda íbúa á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum  Um 35 þúsund á hlutabótum  Hægt hefur mikið á nýskráningum atvinnulausra 5,0%4,8% 16,9% 10,1% 9,2% 3,5% Atvinnuleysi eftir landsvæðum í febrúar og mars 2020 Skipting minnkaðs starfshlutfalls í mars 2020 Atvinnuleysi alls Þar af vegna minnkaðs starfshlutfalls *Áætlun fyrir aprílmánuð. Heimild: Vinnu- málastofnun. Febrúar Mars janúar febrúar mars apríl* 18-29 30-39 40-49 50-59 60-69 Atvinnuleysi í janúar til apríl* 2020 Eftir bakgrunni Eftir atvinnugreinum Iðnaður, sjávarútvegur o.fl . Verslun Flug og ferðaþjónusta - þar af fl ugstarfsemi - þar af gistiþjónusta - þar af veitingarekstur - þar af önnur ferðatengd starfsemi Sérfræðiþjónusta, upplýsingatækni o.fl . Félög, menning, opinber þjónusta o.fl . 16% 21% 40% 8% 9% 10% 11% 12% 11% Höfuð- borgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfi rðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austur- land Suðurland 27% 9,6% 6,2% 4,3% 6,4% 14,1% 4,9% 7,6% 8,3% 26% 21% 16% 9% Aldur í árum: Karlar Konur Íslendingar Pólverjar Aðrir Meðaltal í mars, 9,2% 56% 76% 10% 14%44% Morgunblaðið/Eggert Við störf 9,2% atvinnuleysi í mars. Mikill áhugi reyndist vera fyrir sum- arstörfum hjá Reykjavíkurborg, en opnað var fyrir umsóknir í febrúar sl. Fjöldi umsækjenda var 1.749 og sóttu margir þeirra um mörg störf. Alls voru 88 skilgreind störf í boði, samkvæmt upplýsingum Jóns Hall- dórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Áform voru um að ráða 822 ein- staklinga í sumarstörf hjá Reykja- víkurborg, en þessa dagana er verið að skoða mögulega fjölgun sumar- starfa. Það er í samræmi við sam- þykkt borgarráðs frá 26. mars sl. um markvissar aðgerðir til viðspyrnu vegna áhrifa COVID-19 og viðbrögð gegn atvinnuleysi. Tillögur munu liggja fyrir í lok mánaðar,“ segir Jón Halldór. Sumarstörfin eru fyrir 17 ára og eldri en misjafnt getur verið eftir störfum hvaða aldurstakmark á við. Almennt þurfa umsækjendur að hafa náð 20 ára aldri til þess að vera ráðnir leiðbeinendur á sumarnám- skeiðum eða við öryggisstörf. Hjá Vinnuskóla Reykjavíkur er lág- marksaldur leiðbeinenda 22 ár en að- stoðarleiðbeinenda 20 ár. sisi@mbl.is Mikill áhugi á sumarstörfum  Borgin skoðar að fjölga störfum Morgunblaðið/Eggert Vinnuskólinn Margir umsækjenda sóttu um mörg störf hjá borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.