Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Íslensk þýðing Sveinbjarnar Egilssonar á hinum forngrísku kviðumHómers, Ilíonskviðu og Odysseifskviðu, er stórvirki sem seint verðuroflofað. Helstu einkenni á stíl Hómers hafa verið talin hraði í frásögn,látleysi og virðuleiki í orðavali, einfaldur hugmyndaforði og tigin- mannlegt viðhorf. Skemmst er frá því að segja að Sveinbjörn hefur meist- araleg tök á öllum þessum meginatriðum, innblásinn jafnt af íslenskum forn- bókmenntum og alþýðumáli samtíma síns. Kviðurnar hefjast báðar á stuttum forleik en því næst er áheyrandinn leiddur „inn í miðja við- burðina“, án nokkurs að- draganda. Í fyrsta þætti Ilíonskviðu vill hofgoði Appollons, Krýses að nafni, heimta aftur dóttur sína sem Grikkir höfðu tekið hernámi og gefið hinum víðlenda kon- ungi Agamemnoni („víð- lendur“ er hér notað í fornri merkingu um þann sem ræð- ur fyrir víðlendu ríki). Aga- memnon þverneitar að skila stúlkunni en hofgoðinn ákallar þá Appollon silfrin- boga sér til hjálpar. Guðinn brást snarlega við, sté niður af Ólymps tindum, reiður í hug, og lét örvunum rigna yfir fylkingar Grikkja: „Fyrst réðst hann að múlum og fráum hundum, en síðan skaut hann hinu bitra skeyti á sjálfa mennina og felldi þá.“ Örvahríðin er mögnuð myndhverfing um drepsótt sem gýs upp í herbúðunum, fyrst í dýrum en smitast eft- ir það í menn. Í meðförum Sveinbjarnar er ramm- íslenskur blær á loka- hnykknum á lýsingunni: „…og gekk þá sem tíðast á líkabrennum.“ Fuglaspámaðurinn Kalkas – „hann vissi bæði það sem var, og það sem verða mundi, og það sem áður hafði verið“ – upplýsir að Grikkir muni komast úr nauðunum ef stúlkunni verði skilað aftur til föður hennar. Herkonungur- inn Agamemnon reiðist ákaflega; „…hans koldimma hjartafylgsni fylltist miklum móði, og augu hans voru lík eldi blossanda.“ Eins og litlum körlum með of mikil völd er títt kennir hann auðvitað upplýsingafulltrúanum um: „Þú óheillaspámaður, kvað hann, ekki hefir þú enn nokkuru sinni mælt það, er mér væri gagn í; er þér jafnan hugljúft, að fara með hrakspár.“ Hinn „snjallrómaði málsnillingur“ Nestor stillir til friðar og „flaut mál af tungu hans, hunangi sætara“. Að endingu skilar Agamemnon konunni – en hrifsar í staðinn kærustuna af Akkillesi. Örvita af reiði gengur hinn stórlyndi kappi Akkilles úr bardaganum, með afdrifaríkum afleiðingum fyrir Grikki og framvindu Trójustríðsins. Hin testósterón-sprúðlandi alfa-karldýr, Aga- memnon og Akkiles, eiga í spennuþrunginni pissukeppni. Stúlkurnar sem deilan snýst um eru hins vegar aldrei nefndar fullu nafni heldur jafnan kenndar við feður sína. Uppi á Ólympi lendir Seifur í heiftarlegu rifrildi við Heru, eiginkonu sína, og er nú mikil reiði með guðum og mönnum. Þættinum lýkur á því að Hefestus smíðaguð birtist, haltrandi og hoppandi, en við þá skringilegu sjón „kom upp óstöðvandi hlátur með hinum sælu guðum“. Drepsóttin og reiðin í Ilíonskviðu Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Sveinbjörn Egilsson (1791-1852) þýddi Hómerskviður af mikilli snillld. Íumræðum um efnahagslegar afleiðingar kórónu-veirunnar eru þær gjarnan bornar saman við fyrrikreppur eða efnahagslegar lægðir. Ein þeirra af-leiðinga, sem blasir við nú bæði hér og í öðrum löndum, er stóraukið atvinnuleysi. Atvinnuleysi fyrr á tíð fylgdu áhyggjur vegna afkomu hinna atvinnulausu og fjölskyldna þeirra. Nú orðið draga atvinnuleysisbætur úr þeim en eftir stendur auðvitað það samfélagslega uppnám sem mikið atvinnuleysi veldur. Það skapar ókyrrð í samfélaginu og auðveldar þeim sem vilja hagnast á því, annaðhvort pólitískt eða á annan veg, að magna upp óánægju, sem oftar en ekki fær útrás með einhverjum hætti. En það er fleira sem gerist á tímum mikils atvinnu- leysis, að ekki sé talað um ef það dregst verulega á lang- inn, eins og gæti gerzt nú. Í grein sem birtist á vef Guardian hinn 12. apríl sl. minnti bandarískur háskóla- prófessor, Barry Eichengreen (University of California), á rannsókn sem gerð var á tímum heimskreppunnar miklu fyrir um 90 árum og leiddi í ljós að á þeim árum fjölgaði sjálfsmorðum og upplausn varð í hjónaböndum. Ekki er ósennilegt að eitthvað svipað hafi gerzt hér og að m.a. þunglyndi hafi aukizt og kannski í einhverjum til- vikum orðið varanlegt, bæði þá og eftir hrun. Í fréttum RÚV fyrir nokkrum dögum kom fram að Pieta-samtökin hefðu að undanförnu haft símann opinn í fyrsta sinn allan sólarhringinn, en samtökin vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Reynslan af því er sú að töluvert var hringt um páskana og er greinilegt að vandinn er mikill. Eitt af því sem þarf að huga vel að á næstu vikum, mánuðum og misserum er að ganga má út frá því sem vísu að mikið og vaxandi atvinnuleysi hafi áhrif á andlega heilsu fólks svo og félagslega stöðu þess. Langvarandi at- vinnuleysi getur haft alvarleg sálræn áhrif á þá einstak- linga sem fyrir því verða, fyrir utan allt annað. Nú erum við reynslunni ríkari og vitum meira um þessi áhrif en áður. Þess vegna er ekki ástæða til að bíða eftir því að þetta gerist og bregðast við þegar það hefur gerzt, heldur beita aðgerðum til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þessa ástands á einstaklinga strax. Hér geta margir komið við sögu. Heilbrigðisstofnanir, sveitarfélög og aðilar á borð við Geðhjálp, Hugarafl, Hlutverkasetur, Klúbbinn Geysi og sambærileg samtök utan höfuðborgarsvæðisins. En það er líka ástæða til að einstök verkalýðsfélög láti þessar afleiðingar mikils og langvarandi atvinnuleysis til sín taka með samstarfi við framangreinda aðila. Þessar duldu afleiðingar atvinnuleysis geta verið mjög sársaukafullar og jafnvel reynt meira á hvern einstakling en að missa atvinnu og tekjur. Eitt af því sem hægt er að gera er að hvetja atvinnu- lausa til þess að nota tímann á uppbyggilegan hátt, m.a. með því að efna til fjölbreyttra námskeiða, sem hafi það annars vegar að markmiði að auðvelda einstaklingunum að takast á við þau innri vandamál sem þeir finna hjá sjálfum sér við þessar aðstæður og hins vegar að gefa þeim hinum sömu tækifæri til að endurnýja þekkingu sína á þeim sviðum sem þeir starfa á, svo og í lífsleikni al- mennt. Slík fræðslustarfsemi á vegum verkalýðsfélaga á sér sögu. Menningar- og fræðslusamband alþýðu á sér langa sögu og hóf starfsemi sína fyrir meira en áttatíu árum á metnaðarfullan hátt. Til liðs við það gengu ýmsir merkir andans menn þeirra tíma og er ljóst að ungir menn sem aflað höfðu sér menntunar í öðrum löndum höfðu á þeim tíma sterka þörf til að uppfræða íslenzka alþýðu og lögðu sitt af mörkum til þess. MFA var umsvifamikið í bókaútgáfu um skeið og hef- ur greinarhöfundur hvergi séð betra safn útgáfubóka þess á fyrstu árunum en í yfirgefnu húsi á Hesteyri í Jökulfjörðum við Djúp, þar sem bókasafn þeirra Hesteyringa var enn varðveitt, þótt íbúarnir væru löngu fluttir á brott. Nú er til Félagsmálaskóli alþýðu, sem ASÍ og BSRB standa að og Menningar- og fræðslu- samband alþýðu sér um rekstur á, sem fyrir áhorfanda úr fjarlægð sýnist tilvalinn vettvangur fyrir fræðslu- starfsemi af því tagi sem hér er vakin máls á fyrir at- vinnulaust fólk. Stundum er talað um að á erfiðum tímum geti opnast tækifæri til nýjunga, sem ella hefðu ekki orðið. Félags- málaskóli alþýðu gæti orðið vettvangur fyrir stórátak í þágu atvinnulauss fólks á erfiðum tímum, sem myndi í senn gera því kleift að auka starfsgetu sína á mörgum sviðum og um leið efla kynni sín af íslenzkri menningu samtímans. Og þar gæfist um leið tækifæri til að skapa sjálfstætt starfandi listamönnum, sem augljóslega verða illa úti í faraldrinum sem nú gengur yfir, ný og skemmtileg verk- efni. Með því væri horfið til baka til róta Menningar- og fræðslusambands alþýðu undir lok fjórða áratugar síð- ustu aldar. Á undanförnum áratugum hefur athyglin á tímum at- vinnuleysis beinzt að því að tryggja framfærslu þeirra sem misst hafa vinnuna. Á þeim tímum sem nú eru að ganga í garð væri ástæða til að ganga lengra og beina athyglinni ekki síður að öðr- um þörfum þeirra. Gera þeim kleift að endurmennta sig, ganga á vit menningar okkar tíma í ríkari mæli en áður og ganga út á vinnumarkaðinn á ný, þegar þar að kemur, með aukið sjálfstraust, aukna þekkingu á starfssviði sínu og nýja sýn á menningu þjóðar okkar. Til umhugsunar fyrir stjórnvöld og verkalýðshreyf- inguna. Um félagslegar og aðrar afleiðingar atvinnuleysis Verkefni fyrir Félags- málaskóla alþýðu? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is John Stuart Mill setti fram þáreglu, að ríkið mætti ekki skerða frelsi einstaklinga nema í sjálfsvarnarskyni. Samkvæmt þeirri reglu má ríkið vitanlega reyna að koma í veg fyrir smit, þegar drep- sótt geisar, með því til dæmis að skylda Íslendinga til að fara í sóttkví, leiki grunur á því, að þeir beri í sér drepsóttina, og banna út- lendingum að koma til landsins. Þessi frelsisskerðing er réttlætan- leg, alveg eins og bann við akstri undir áhrifum áfengis eða við ann- arri hættulegri hegðun. Víkur nú sögunni niður í troð- fullan Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur sunnudaginn 1. febrúar 2004. Fræðaþulurinn Pétur Pétursson hafði skorað á mig í kappræður um Drengsmálið. Árið 1921 hafði sósíal- istinn Ólafur Friðriksson, ritstjóri Alþýðublaðsins, tekið með sér frá Rússlandi ungan pilt, Nathan Fried- mann að nafni, sem hann hugðist gera að aðstoðarmanni sínum við byltingariðju, enda talaði Fried- mann þýsku og rússnesku. Í læknis- skoðun kom í ljós, að hinn erlendi gestur gekk með smitnæman augn- sjúkdóm, trachoma, egypsku augn- veikina svonefndu, en hún hafði valdið blindu milljóna manna. Læknar ráðlögðu því yfirvöldum að senda piltinn úr landi, en þegar það var ákveðið neitaði Ólafur að hlýða. Safnaði hann liði til að verjast lög- reglu, en þá var kallað út varalið til aðstoðar yfirvöldum og fyrirmæl- unum framfylgt. Pétur deildi í framsöguræðu sinni á íslensk yfirvöld fyrir framkomu þeirra í Drengsmálinu, en ég varði þau. Benti ég á, að jafnvel einbeitt- ustu frelsisunnendur vildu tak- marka frelsi manna til að bera smit. Árið 1921 hefðu aðstæður verið erf- iðar á Íslandi, fólk fátækt, aðeins tveir sérfræðingar í augnlækn- ingum, þröngbýlt í Reykjavík og hin mannskæða spánska veiki árið 1918 öllum í fersku minni. Egypska augn- veikin væri að vísu læknanleg, en eðlilegt hefði verið að senda piltinn til Danmerkur, þar sem aðstæður væru betri, en hann hlaut þar ein- mitt lækningu síns meins. Jafnframt benti ég á, að Ólafur Friðriksson hefði ekki mátt taka lögin í eigin hendur, ákveða upp á sitt eindæmi að óhlýðnast yfirvöldum. Ég sé ekki betur en í veirufaraldr- inum nú á útmánuðum 2020 hafi mál mitt verið staðfest eftirminnilega. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Farsóttir og frelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.