Morgunblaðið - 18.04.2020, Qupperneq 27
Skeggið lifi
Kampakátur Skylt
er skeggið hökunni.
Ljósmynd/Nathon Oski, Unsplash
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Ragna Garðarsdóttir kvartar í Velvakanda undan skeggi á
tímum kórónuveirunnar og óttast að í því geti alls kyns
óværur hreiðrað um sig og klínt sig á viðkvæma húð kvenna.
Ég vil benda henni á það að á bak við vel hirt skegg eru
margir klukkutímar af vinnu og umhirðu, að ekki sé minnst á
þvott. „Enginn veit hve vel og oft skeggjaður maður hefur
þvegið sér um kjálkana,“ segir Ragna, en jú, við vitum það
nú oftast bara sjálfir, og þeir eru vonandi fleiri en ég sem
þvo sér reglulega um kjálkana og gerðu áður en kór-
ónuveiran kom upp.
Um það hvort bjóða eigi viðkvæmri húð konunnar að
skegginu og öllu því sem þar leynist sé klínt á hana, þá er
það nú sem betur fer henni í sjálfsvald sett hverjir fá að
kyssa hana. Og líklega er best að öllu slíku sé haldið í lág-
marki á tímum samkomubanns og heimsfaraldurs, jafnvel þó
að skeggið geri okkur oftar en ekki ómótstæðilega.
Einn sem lætur sér ekki segjast.
UMRÆÐAN 27
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020
GRAFARVOGSKIRKJA | Helgistundir verða
sendar út á facebook-síðu Grafarvogskirkju á
þriðjudögum kl. 12, fimmtudögum kl. 12 og
sunnudögum kl. 11.
HÁTEIGSKIRKJA | Kirkjan er lokuð vegna
samkomubanns og allt helgihald og safnaðar-
starf liggur niðri á meðan. Upplýsingar um
prestsþjónustu, s.s. sálgæslu og útgáfu vott-
orða er að finna á hateigskirkja.is.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Svalbarðskirkja
Orð dagsins: Jesús kom
að luktum dyrum.
(Jóh. 20)
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Við Varmá í Hvera-
gerði stendur lista-
verkið „Þetta líður
hjá“ eftir Elísabetu
Jökulsdóttur. Verkið
er 12 tonna steinn
sem myndhöggvarinn
Matthías Rúnar Sig-
urðsson hjó út sæti í.
Hægt er að sitja í
sætinu, sem snýr í há-
suður, njóta nærveru
Varmár og láta sér
líða vel. Verkið minnir okkur á að
allt mun líða hjá, líka kór-
ónuveiran sem við höfum att kappi
við undanfarnar vikur. Og því mið-
ur þurft að grípa til erfiðra var-
úðarráðstafana, þar með talið um-
talað/umdeilt heimsóknarbann á
hjúkrunarheimilum landsins.
Nú hillir undir afléttingu heim-
sóknarbannsins. Með hvaða hætti
kemur væntanlega í ljós í næstu
viku en telja má víst að það verði
gert í einhverjum skynsamlegum
skrefum. Ólíklegt er að heimilin
verði opnuð öllum frá byrjun maí,
þess heldur að opnunarferlið nái
yfir nokkrar vikur. Við opnun
heimilanna aukast líkur á smiti
meðal heimilis- og starfsmanna,
sem við munum þá tækla á sem
skynsamastan hátt. Hvernig það
verður kemur í ljós þegar það
raungerist.
Með þessum línum þakka ég öll-
um þeim sem hafa lagt á sig
ómælt erfiði vegna heimsókn-
arbannsins. Þar ber fyrst að telja
heimilismenn og aðstandendur
þeirra. Ég þakka einnig af heilum
hug starfsmönnum Grundarheim-
ilanna sem hafa lagt mikið á sig til
að létta heimilisfólkinu lífið og
hafa í mörgum tilvikum „komið í
stað aðstandenda“ ef þannig má
að orði komast og eins langt og
það nær. Ég viðurkenni að þetta
var erfið ákvörðun en ég er enn
sannfærður um að þetta var rétt
skref. Umfangsmikið
smit á hjúkr-
unarheimili hefði ef-
laust haft mikil og
neikvæð áhrif á
heilsufar og vellíðan
heimilismanna auk
aðstandenda þeirra
og starfsmannanna.
Það er ómögulegt að
segja til um og sanna
eða afsanna hvort
þetta var rétt ákvörð-
un. Ég hef þó mikinn
áhuga á því að gera
heilsuhagfræðilega úttekt á áhrif-
um heimsóknarbannsins. Það er
að reyna að meta ávinning af
banninu og bera þann ávinning
saman við þann skaða sem bannið
kann að hafa valdið fram-
angreindum hópum. Þetta er hægt
að meta út frá heilsufari og líðan
heimilismanna, aðstandenda
þeirra og starfsmanna og sjá
hvort við komum út í plús eða
mínus. Einnig væri hægt að taka
inn í þessa rannsókn fjárhagsleg
áhrif bannsins. Vonandi verður
rannsókn sem þessi framkvæmd á
næstu misserum.
Að lokum, munum að þetta líður
allt saman hjá.
Þetta líður hjá
Eftir Gísla Pál
Pálsson
Gísli Páll
Pálsson
»Með þessum línum
þakka ég öllum þeim
sem hafa lagt á sig
ómælt erfiði vegna
heimsóknabannsins.
Þar ber fyrst að nefna
heimilismenn og að-
standendur.
Höfundur er forstjóri
Grundarheimilanna.
gisli@grund.is
Fimm þjóðabrot
söfnuðust saman hér-
lendis og án deilna
sammæltust um að
kalla eylandið Ísland.
Fræðimenn álíta að
fyrsta varanlega
byggðin hafi orðið til á
því herrans ári 874.
Sumir halda því fram
að hér hafi þá verið
byggð í það minnsta í
þrjár aldir.
Án deilna sameinuðust þjóðabrot-
in um að stofna þjóðríki með einni
tungu og lögum sem tryggðu ábyrg-
an sið í ríkinu eða ástand. Þannig var
smíðuð ný þjóð sem skyldi ráða sér
sjálf.
Sumarið 930 var stofnað Allsherj-
arþing sameinaðra héraðsþinga sem
annars væru sjálfstæð meðan það
ógnaði ekki frumspekilegu hug-
myndinni um allsherjarreglu. Þar
skyldu rædd lög og þar skyldu gerð-
ir dómar.
Skilji ég fræðimennina Jón Aðils
sagnfræðing og Lúðvík Ingvarsson
sýslumann rétt, þá gátu eignalausir
menn (þrælar) og konur, komið mál-
um á framfæri á héraðsþingum og
haft þar áhrif.
Á héraðsþingum var árlega kosið
til Alþingis og gátu þrælar og konur
fengið þingmenn til að flytja mál.
Þessi hópur skilgreindi og fram-
kvæmdi þjóðsköpun en umfram allt
mótuðu fyrstir það sem nefnt er lýð-
ræði.
Lýðræði var áður skilgreint í
Aþenu og Róm, en það var stjórn-
tæki stakra borga og aldrei mótað.
Norðurevrópskir þjóðflokkar höfðu
iðkað lýðræði öldum saman en aldrei
lýðveldi. Allt fram á miðja sautjándu
öldina voru konungar Skandinava
kosnir án erfðahyllingar.
Íslensk þjóð skilgreindi sig sam-
kvæmt frumspekilegri hugsun og
skóp sig og mótaði eftir henni. Allt
fram að bresku hugarfarsbylting-
unni upp úr 1680 (The Glorious Re-
volution) var íslensk þjóð sú eina
sem viðhélt slíkri reglu og hugsun
sem ófrávíkjanlegum veruleika.
Allar götur til Kópavogsfundarins
1662 þegar við lögðum hugsun okkar
að fótum erfðavalds evrópskra
valdaverkfræðinga, höfðum við sent
unga menn til mennta í
álfunni.
Þegar jarlar Breta
þvinguðu konung árið
1215 til að semja stjórn-
arskrána Magna Carta,
sést glitta í hugmyndir
sem þeir höfðu lært af
íslenskum samnem-
endum sínum í mennta-
setrum Evrópu.
Í aldir höfðu fræði-
menn okkar dreift fræi
hugvísinda til mennta-
fólks sem hafði áhrif á
þjóðir þeirra og höfðu
þannig mótandi áhrif á söguna. Þetta
er rýni sem rekja má huglægt,
kannski ekki hlutlægt, en hver veit?
Marteinn Lúter er álitinn hafa
velt páfanum úr þeim sessi að vera
ríkjunum andlegur áminnandi.
Óbeint gaf Lúter konungum og þjóð-
ríkjum vald yfir kirkjum og fræðum.
Getur verið að hann hafi misskilið af-
komanda Sæmundar fróða, sem
hafði lært með honum skólaspeki
(Scholasticism)?
Kannski er sögurýni mín á villi-
götum en árið 2030 verða sléttar ell-
efu aldir síðan forfeður mínir skil-
greindu nýja þjóð og tóku áður
skilgreinda lýðræðishugmynd og
mótuðu hana í farveg sem síðan hef-
ur sigrað heiminn.
Bandaríska ríkjasambandið við-
urkennir að hafa fengið grunn-
hugmyndir sínar frá Iroquois-
þjóðveldinu en Iroquois-þjóðirnar
fimm mótuðu ríki sitt með líkum
hætti og við, eftir að okkar fólk hafði
ferðast um heimalendur þeirra.
Ég áminni að hér er á ferð djarft
huglægt mat en ekki fræðileg grein-
ing. Þannig bið ég lesandann um
svigrúm og lofa að reyna ekki frekar
á mörkin.
Hugtakið Ástand (State) með upp-
hafsstaf er hér í merkingunni „hug-
lægur veruleiki hóps sem tekið hefur
sér formfestu í ytri veruleika.“
Ástand er yfirleitt uppnefnt ríki en
er hugmynd sem holdgerist þegar
henni er trúað.
Stofnanir ríkja eru atriði sem til-
heyra formföstum veruleika en eru
allt saman fyrirbæri byggð á mót-
uðum frumspekilegum skilgrein-
ingum ásamt undirliggjandi fullvissu
hópsins, um hluti sem ekki er auðið
að sjá en kalla má fram.
Skólaspekingar héldu þing sín í
Trent á sextándu öldinni og komust í
aðalatriðum að eftirfarandi nið-
urstöðum. Þeir hefðu gert skóla-
speki of fágaða og skipt sér of mikið
af veraldlegu Ástandi. Ég nota töl-
una 1551 í orðræðu minni til að
merkja (Branding) þetta, til einföld-
unar.
Ártalið 1551 merkir ákvörðun
kaþólskunnar að fjarlægja takmark-
anir á framförum hugvísinda og er
rekjanlegt að endurreisnin (Renaiss-
ance) og endurmótunin (Reform-
ation) varð afleiðingin þessara þinga
en ekki illa mótaðra uppreisna fá-
einna klerka.
Nú eru 3.332 ár (samkvæmt hebr-
esku tímatali) síðan heimspeking-
urinn Móse setti saman fyrstu
stjórnarskrá mannkyns, sem aftur
skilgreindi ástand sem þjóð fæddist
af og hafa flestar þjóðir reynt að
nálgast.
Atvikið var hugsanlega innblásið
af ofurvætti og hugsanlega afurð
djúpra hugleiðinga. Einfaldleiki þess
og afl dylst þó engum. Þetta var síð-
ar endurtekið á Þingvöllum. Við er-
um engin smáþjóð en fámenn.
Í ár á sáttmáli Móse stórafmæli
því í september komandi verða 3.333
ár liðin. Eftir tíu ár eigum við Íslend-
ingar stórafmæli. Kannski er þetta
merkingarsnautt í dag, kannski ekki.
Virtir ríkisráðsmenn* (Statesmen)
segja skjalavaldið eilíft. Aðrir ræða
hið varanlega ástand (Eternal
State). Ég skil og virði heimspeki
þeirra. Mig grunar þó að til sé dýpra
og varanlegra ástand, en að það feli
sig óverðugum og birtist í ljóma
þeim sem lauga sig agaðri frumspeki
og einlægri auðmýkt, þeim sem leit-
ar og knýr á.
* Ríkisráðsmaður er ekki til í orðabókum en
er sett saman eftir samráð við tvo fræði-
menn og einn leikmann.
Vægi jaðarsettrar sýnar
Eftir Guðjón E.
Hreinberg » Í dagsins amstri
gleymum við oft
hvað það er sem mótar
okkur og stundum
misskiljum við undir-
liggjandi vægi þess
og hvernig við getum
rýnt það sjálf.
Guðjón E.
Hreinberg
Höfundur er heimspekingur.
gudjonelias@gmail.com
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.