Morgunblaðið - 18.04.2020, Page 31

Morgunblaðið - 18.04.2020, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Faðir minn, Kjartan L. Pálsson, hefur kvatt þessa jarðvist eftir 80 ára dvöl. Hún var hon- um ekki alltaf auðveld. Föður- missir 6 ára gamall og veikindi móður hans lituðu æskuárin. Hann var óstýrilátur og óþekkur í skóla. Hann minntist oft á það við mig, eftir að ég hóf að stunda myndlist, að hans helsta mynd- listarafrek hefði verið þegar hann átti að teikna mynd í barna- skóla og teiknaði grafreit með nafn kennarans ritað á krossin- um sem stóð teinréttur upp úr moldinni. Þá fékk hann reisu- passann frá þeirri námsstofnun. Ég get illa ímyndað mér hvernig það hefur verið fyrir 14 ára barn að ráða sig í vinnu á tog- ara. En það gerði hann og sigldi svo á milli heimsálfa á norsku farskipi í 4 ár. Þegar hann kom svo til Reykjavíkur gekk hann niður Laugaveginn í gallabuxum og ermalausum bol, tattúveraður upp eftir báðum handleggjum og með lokk í eyranu. Við erum að tala um sjötta áratuginn og hann aðaltöffarinn í bænum. Þá hitti hann mömmu. Henni leist vel á Kjartan Lárus Pálsson ✝ Kjartan LárusPálsson fædd- ist 6. október 1939. Hann lést 3. apríl 2020. Útför hefur farið fram. kauða og hann hætti siglingum til að eignast með henni fjölskyldu. Fjölskyldan var honum ætíð mikil- væg. Ég kynntist honum samt ekki bara sem föður heldur líka sem samstarfsfélaga í fararstjórn í sumar- húsum í Hollandi á tíunda áratugnum. Það sparaði fyrirtækinu nefnilega talsvert að hafa okkur feðgana saman því við gátum búið í sama kofa. Pabbi var einstakur fararstjóri og fann skemmtilega lausn á öllu. Eitt sinn eftir að bóndi hafði borið skít á túnin í nágrenni við sumarhúsin kom farþegi til hans og kvartaði. „Þú verður að gera eitthvað í þessari lykt, Kjartan!“ æpti reiður farþeginn. Pabbi fór þá á bak við, sótti þvottaklemmu og rétti honum og sagði: „Settu þessa hið snarasta á nef þitt.“ Auðvitað rann farþeganum strax reiðin og hló. Í raun er ótal sögur hægt að segja af föður mínum og eflaust munum við mörg gera það næstu daga. Hann afrekaði merkilega margt á einni ævi. Hann fór sínar eigin leiðir og gat urrað jafnt og hann gat hlegið. Hann var samt alla tíð óþekktarpési. Óstýriláta barnið yfirgaf hann aldrei. Undir lokin glímdi hann við veikindi sem háðu honum síðustu ár ævinnar. Hann vildi helst ekki að fólk myndi sjá sig svo veikan þannig að hann fann sér kósí stól heima við þar sem hann gat horft á íþróttastöðvar. Ég og synir mínir nutum góðs af því og sát- um með honum yfir allmörgum Evrópuleikjum í fótbolta og leikjum í ensku, þýsku og spænsku deildunum. Fjölskyld- an var því alltaf nálæg honum. Þess vegna var sérlega leitt að þegar hann var lagður á spítala væri bann við heimsóknum. Við fjölskyldan töluðum hins vegar við hann daglega í síma og stund- um hugsaði ég að hann fengi kannski fulllítinn frið frá sím- hringingum. Eftir 17 daga inn- lögn kvaddi hann. Móðir mín fékk þá að fara á spítalann og kveðja. Hún hélt í hönd hans síð- ustu 15 mínúturnar sem hjartað sló og í 5 mínútur eftir að það hætti að bærast. Mér finnst það huggun að hugsa til þess að hann hafi ekki verið einn síðustu and- artökin. Ég kveð hann hins veg- ar í huga mér og hjarta og saman blandast tár og bros. Hvíl í friði. Jón B.K. Ransu. Kjartan L. Pálsson var kvadd- ur 15. apríl, kær samstarfsmaður í fararstjórn og leiðsögn í ótelj- andi mörgum Írlandsferðum. Við hittumst fyrst líklega í byrjun ní- unda áratugar síðustu aldar en þá var Kjartan fararstjóri hjá Samvinnuferðum og kom með hóp til Dublin þar sem ég var við nám. Á þessum tíma voru að jafnaði aðeins tvær svona ferðir frá Íslandi, haustferð í október og svo páskaferð. Námsmaður- inn hitti Íslendingana og ævar- andi vinskapur myndaðist við fararstjórann. Hann hafði svo samband fyrir páska 1984 og spurði hvort ég gæti ekki komið með sér sem fararstjóri til Du- blin þá. Ég sló til og þar með var ævintýrið hafið. Fljótlega fjölg- aði Dyflinnarferðum og úr varð mikið ævintýri þegar við skrif- uðum merkan kafla í ferðaþjón- ustusögu Írlands með því að fara þangað með hverja breiðþotuna af annarri fulla af fólki svo vikum skipti þegar varla voru þar nokkrir ferðamenn utan venju- legs ferðamannatíma í október og framundir jól. Það var sem sagt minn kæri KLP sem kom mér í fararstjórn og réð þannig miklu um lífshlaup mitt. Fyrir það verð ég eilíflega þakklátur og þakklátur er ég líka fyrir það hafa hitt þennan mann sem var ekki aðeins góður fararstjóri heldur einhver glaðlyndasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst. Maður sem var gott að vera með og vinna með. Í gleði okkar og gáska flaug ýmislegt í óhefluðum orðum, það var liður í vinskapnum. Þessi samvera á Ír- landi leiddi svo til fleiri góðra vinatengsla. Við sem höfum tekið þátt í Írlandsævintýrinu með Samvinnuferðum-Landsýn, Úr- vali-Útsýn og VITA höfum verið samheldinn og sterkur hópur; Helga Einars, Svana, Helgi Dan, Sigrún, Stebbi og fleiri. Ein- hvern veginn sameinuðumst við öll í gegnum Kjartan. Og nú er hann horfinn á braut, dillandi hláturinn slokknaður og glettnin horfin okkur. Allt minningin ein, fögur minning um merkan og skemmtilegan samferðamann og vin. Jón Baldvin Halldórsson. Kær vinur minn, Magnús Ax- elsson, er fallinn í valinn. Við kynntumst fyrst er ég var 10 og hann 11 ára í flokki innan Víkinga- deildar í Skátafélagi Reykjavíkur. Þegar við vorum fullorðnir gátum við karpað um það fram og aftur hvor okkar hefði verið flokksfor- inginn. Ég var reyndar flokksfor- inginn, en í það mál fékkst aldrei nein niðurstaða þar sem báðir gát- um við verið sauðþráir. Árið 1958 var Hjálparsveit skáta í Reykjavík lögð niður vegna deilna við Skátafélag Reykja- víkur, en árið 1962 endurstofnuðu skátafélögin í Reykjavík HSSR og skipulögðu leitarflokka. Ég var einn af stofnfélögunum, og þegar ég var orðinn flokksforingi í HSSR fékk ég Magnús til að koma inn í hjálparsveitina. Árið 1969 hélt HSSR æfingu og keppni við Selvallavatn. Svo fór, að Delta-flokkurinn minn vann flokksverðlaunin og við Magnús unnum tvímenningskeppnina. Á mynd frá þessari æfingu erum við Magnús því hvor með sinn bikar- inn. Það er ekki að spyrja að því, einn „táningurinn“ heldur sig fast við það, að við Magnús hefðum „svindlað“, og enn í dag kemur það stundum upp á yfirborðið og þá er karpað um það. Árið 1969 keypti HSSR Skáta- búðina og einn góður félagi okkar stakk upp á því að við myndum selja flugelda um áramótin. Þetta varð eitt allsherjar ævintýri og flugeldasalan hefur síðan þá staðið fjárhagslega undir þeim glæsilegu björgunarsveitum sem eru ein- stæðar á heimsvísu og eru einn mikilvægasti hlekkurinn í öryggis- Magnús Axelsson ✝ Magnús Axels-son fæddist 15. september 1945. Hann lést 1. apríl 2020. Magnús var jarðsunginn 8. apr- íl 2020. Minningar- athöfn verður 15. september 2020 og verður auglýst síðar. málum Íslands. Magnús var lærður leikari og með mjög fína „auglýsinga- rödd“ og lengi vel talaði hann inn á all- ar auglýsingar sem vörðuðu flugeldasöl- una. Á þessum árum vorum við Magnús mikið saman í skemmtanalífinu og þriðji maðurinn bættist í hópinn, en það var Jón Þórisson (1948- 2016), einstaklega ljúfur og skemmtilegur félagi. Jón var sen- umaður í Iðnó og dró þar frá og fyrir leiktjöldin og fékk þannig viðurnefnið Jón „mínus“. Við þrír brölluðum margt og þær voru ófá- ar ferðirnar í Glaumbæ. Haustið 1970 hélt ég til Vínar í framhaldsnám, en var þó áfram virkur í starfi HSSR um jólin og á sumrin. Eitt af síðustu verkum sem ég vann fyrir HSSR var að ég tók að mér ritstjórn 40 ára afmæl- isrits sveitarinnar. Jón Oddgeir Jónsson (1905-1993) stofnaði formlega árið 1932 Blóðgjafa- og hjálparsveit skáta í kjölfarið á al- þingishátíðinni 1930. Í þessu af- mælisriti er viðtal sem Magnús tók upp við Jón Oddgeir, en það er mjög þýðingamikið fyrir sögu hjálparsveitarinnar. Eftir að ég kom heim frá námi hittumst við Magnús ekki eins oft og áður, en það voru alltaf mjög ánægjulegar stundir. Um tíma bjuggu Bárður sonur minn og Magnús ásamt Auði eiginkonu hans í sama húsi. Milli þeirra skapaðist góð vinátta og þegar Bárður ásamt heitkonu sinni var að kaupa hús hjálpaði Magnús þeim mjög faglega við að kljást við óbilgjarnan seljanda. Það kemur alltaf upp þessi til- finning þegar vinir falla frá, að það sé svo margt sem maður eigi vantalað við þá, og það á svo sann- arlega við um vin minn Magnús Axelsson. Ég votta eiginkonu hans, þremur sonum og barna- börnum innilega samúð mína. Smári Ólason. ✝ Sveinn Ár-mann Eyfell Eggertsson var fæddur 13. ágúst 1935 að Önundar- horni, Austur- Eyjafjöllum. Hann lést á Landspít- alanum 17. mars 2020. Foreldrar hans voru Elísabet Brynjúlfsdóttir, f. 21. ágúst 1911, d. 6. nóvember 1983 og Eggert Brandsson, f. 19. febrúar 1906, d. 16. janúar 1988. Sveinn átti eina systur sem er látin og þrjá bræður sem lifa hann. Systkini Sveins eru, Stefanía, f. 24. maí 1932, d. 27. fe.b 2019, Baldvin, f. 18. maí 1941, Birgir, f. 22. júní 1945, og Brandur, f. 25. sept. 1947. Fyrrverandi eiginkona hans var Lilja Bögeskov, f. 15. desember 1937. Sonur þeirra er Smári Sveinsson, f. 26. ágúst 1959. Kona hans er Ragnhildur Sig- urðardóttir, f. 3. september 1967. Smári á fjögur börn og tvö barnabörn. Seinni eigin- kona Sveins er Rósa Kristjáns- dóttir, f. 23. febrúar 1949. Út- förin fór fram í kyrrþey frá Seltjarnarneskirkju 20. mars 2020. Nú hefur hann Sveinn mágur minn kvatt þetta líf í hárri elli (eins og sagt er um fólk sem komið er yfir áttrætt). Hann hefði svo sannarlega ekki tekið undir þau orð. Síðustu tvö ár voru honum afar þung, þar sem hann dvaldi á spítala um nokkurt skeið en komst þó aftur heim til Rósu sinnar. Það var gaman að koma til þeirra Rósu í litlu íbúðina þeirra sem var undir súð. Þar var öllu haganlega komið fyrir. Þvotta- vélin var komin inn í vegg sem og saumavélin. Sveinn dró saumavélina út og munaði ekki um að gera eitt stykki pils á Rósu sína. Tölvan var einnig dregin út, á sleða sem Sveinn bjó til. Fallegt loftljós var gert úr skyrdósum og svona mætti lengi telja. Ef komið var nálægt stað utandyra hringdi bjalla inni í litlu húsi sem hann útbjó. Það kennir líklega margra grasa á háaloftinu, því það mátti fáu henda. Sveinn fann oftast not fyrir hlutina. Já, Sveini var margt til lista lagt, eins og þeim bræðrum öllum. Á veggjum íbúðarinnar hanga málverk af ýmsum toga eftir hann sjálfan. Í afmælisboð- um var á boðstólum heimabakað, bragðbætt og listilega skreytt af honum sjálfum. Hann tók oft lagið á hljóm- borðið og þá oftar en ekki lög samin af honum sjálfum. Sveinn gerði við saumavélar og hvað eina. Ég heyrði sögu um hlut sem hafði bilað og sendur var til höfuðstöðva til viðgerða. Hluturinn var sendur til baka því ekki var hægt að gera við hann. Þá fór Sveinn í málið og enn 10 árum síðar virkar þessi hlutur fínt. Þegar við Sveinn vorum ung var nú ekki verið að hampa hug- vitsfólki, ekkert slugs við hugs, bara vinna og vera duglegur helst í drep. Já, það lék svo sannarlega allt í höndunum á Sveini og væri ég ekki hissa þótt hann væri farinn að lagfæra eitthvað hinum megin. Ég þakka þér samfylgdina og megi elskulegri eiginkonu, syni, barnabörnum og barnabarna- börnum líða sem allra best. Farðu í guðs friði. Gyða Ásbjarnardóttir. Sveinn Ármann Eyfell Eggertsson Við andlát góðvin-ar rifjast upp liðnar samverustundir með þeim hjónum, Einari og Sigrúnu. Einar var drengur góður, ræðinn, skemmtilegur og hláturmildur. Hann var mikill bókamaður og hafsjór af fróðleik. Ef leita þurfti að góðum bókum í nútíð eða fortíð var auðveldast að nefna það við Einar. Honum var ýmislegt til lista lagt, svo sem lagni við að teikna og mála með vatnslitum. Hélt hann sýningu á myndum sín- um, verðlagði þær hóflega og gaf svo andvirðið til góðs málefnis. Tónlistin var Einari hugleikin, hann lék á orgel, píanó og harm- onikku. Söngrödd hafði hann prýðilega og dreif sig í kórstarf þar sem því varð við komið. Við vorum öll fjögur skóla- systkin í menntaskóla forðum, þó kynni okkar af Einari yrðu fyrst þegar hann og Sigrún hófu sam- búð. Hún hafði með sér ungan son, Kristján Björn, sem Einar gekk í föðurstað. Varð þeim vel til vina. Á þeim tíma var hann prestur í Ár- nesi á Ströndum. Gaman var að heimsækja þau þangað, ásamt því að kynnast undurfallegu landslagi á Ströndum. Æðarvarp var í eyju í Trékyllisvíkinni, þangað sótti Einar ánægju og tekjuauka. Árnessókn var fámenn í tíð Einar Guðni Jónsson ✝ Einar GuðniJónsson fædd- ist 13. apríl 1941. Hann lést 4. apríl 2020. Útför Einars var gerð 16. apríl 2020. Einars. Það var því dapurt þegar söfnuð- urinn varð að tveim hópum, með og móti þeirri hugmynd að byggja nýja kirkju í sókninni. Einari þótti vænt um gömlu kirkjuna og vildi veg hennar sem mestan. Hún var viðhalds- þurfi, t.d. var þakið lekt, þannig að for- láta Guðbrandsbiblía, sem færð var kirkjunni að gjöf, varð að fara í skjól milli athafna svo hún yrði ekki fyrir vatnstjóni. Þannig fór, að meirihluti safnaðarins vildi byggja nýja kirkju og allt við- haldsféð til gömlu kirkjunnar rann til nýbyggingar. Það hryggði okk- ar mann. Þar að kom, að embætti sóknar- prests á Kálfafellsstað í Suður- sveit varð laust til umsóknar. Þangað var ljúft að flytja. Þar var æskuheimili Einars, höfðu bæði faðir hans og afi þjónað þar. Hjón- in undu sér vel og sem fyrr voru þau höfðingjar heim að sækja. Einar var ólatur við að keyra milli Suðursveitar og Reykjavíkur, þótti honum það ekki mikið mál. Vorum við iðulega minnt á, að það væri ekki lengra fyrir okkur að skreppa frá Reykjavík og austur. Eftir að Einar komst á eftirlaun fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu á Laufásvegi, þar til þau keyptu íbúð í Hvassaleiti. Dvölin þar varð styttri en áætlað var. Við sendum Sigrúnu og fjöl- skyldum þeirra beggja innilegar samúðarkveðjur. Erla og Ingvar. Kveðja frá Raunvísindastofn- un Háskólans Steingrímur Baldursson pró- fessor sat í fyrstu stjórn Raun- vísindastofnunar Háskólans fyr- ir rúmum fimmtíu árum. Auk hans sátu í stjórninni þeir Þor- björn Sigurgeirsson, Leifur Ás- geirsson, Þorsteinn Sæmunds- son og Magnús Magnússon, sem var formaður. Steingrímur var ráðinn prófessor í efnafræði við læknadeild Háskóla Íslands árið 1960 en færðist til verkfræði- og raunvísindadeildar árið 1974 þegar áherslum á raungreinar óx ásmegin. Rannsóknir hans voru á sviði tölfræðilegrar Steingrímur Baldursson ✝ SteingrímurBaldursson, prófessor emeritus, fæddist 9. febrúar 1930. Hann lést 2. apríl 2020. Útför Steingríms fór fram í kyrrþey 14. apríl 2020. varmafræði og skammtafræði. Steingrímur kenndi löngum eðlisefnafræði við efnafræðiskor Raunvísinda- deildar. Allir nem- endur hans minn- ast kennslustunda hans og langflestir með mikilli hlýju og aðdáun. Hann gekk stundum býsna langt í fræðilegum skýringum sínum á eðli frumeindarinnar, en skirrð- ist þó ekki við að leika frum- eindir, kjarna og rafeindir í tím- unum. Kennarar á borð við Steingrím Baldursson eru sjald- séðir, en leynast samt víða. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Raunvísindastofn- unar Háskólans þakka ég Stein- grími Baldurssyni farsæla starfsævi. Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar Raunvísindastofnunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.