Morgunblaðið - 18.04.2020, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2020
18. apríl 1960
Kristín Þorgeirsdóttir verður
fjórfaldur Íslandsmeistari og
er sigursælasti keppandinn á
Skíðalandsmóti Íslands sem
lýkur í blíðskaparveðri á
Siglufirði annan í páskum.
Ofsaveður var hins vegar þeg-
ar mótið átti að hefjast fyrir
helgina, segir
Morgunblaðið.
18. apríl 1964
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
setur Íslandsmet í 100 metra
bringusundi á alþjóðlegu móti
í Reykjavík. Syndir hún á
1:21,01 mínútu
og er það besta
afrek Íslendings
á mótinu sam-
kvæmt al-
þjóðlegri stiga-
töflu. Fær hún
Afreksbikar SSÍ
fyrir vikið en Hrafnhildur
setti einnig met í 50 metra
flugsundi á 32,3 sekúndum.
18. apríl 1970
Bjarni Stefánsson fer undir 6
sekúndur í 50 metra hlaupi
innanhúss á móti sem FRÍ
heldur í Laug-
ardalnum.
Bjarni hleypur
tvívegis á 5,9
sekúndum og
bætir eigið Ís-
landsmet.
18. apríl 1986
Pétur Guðmundsson kemur
mikið við sögu þegar LA La-
kers sigrar San Antonio Spurs
í fyrsta leik sínum í úrslita-
keppni NBA-körfuboltans,
135:88. Pétur skorar 10 stig
fyrir Lakers en fer af velli
með sex villur.
19. apríl 1986
Ævintýraleg karfa Pálmars
Sigurðssonar einni sekúndu
fyrir leikslok, langt utan af
velli, tryggir Íslandi sigur á
Noregi, 75:72, í
úrslitaleik C-
riðils Evrópu-
keppni karla í
körfuknattleik
í Laugardals-
höllinni. Ísland
vinnur sér þar
með sæti í B-riðli EM í fyrsta
skipti í sögunni.
18. apríl 1990
Arnór Guðjohnsen og sam-
herjar í belgíska liðinu And-
erlecht tryggja sér sæti í úr-
slitaleik Evrópukeppni
bikarhafa með sigri á Dinamo
Búkarest 1:0 í undanúrslitum
og samtals 2:0. Anderlecht
mætir ítalska liðinu Samp-
doria í úrslitaleik.
18. apríl 1996
Elín Sigurðardóttir bætir eig-
ið Íslandsmet í 50 metra skrið-
sundi á HM í 50 metra laug í
Gautaborg þegar hún syndir á
26,17 sekúndum. Elín hafnar í
23. sæti í greininni og setti
metið þrátt fyrir hálsbólgu. Á
ýmsu gengur hjá Elínu á HM
því hún varð að hætta sem
fánaberi á setningarathöfn-
inni samkvæmt frétt Morg-
unblaðsins eftir að hafa fengið
aðsvif.
18. apríl 1998
Jón Kristjánsson verður Ís-
landsmeistari í handknattleik
með Val í áttunda skipti á að-
eins tíu árum þegar liðið sigr-
ar Fram í úrslitarimmunni.
Jón verður auk þess meistari í
annað sinn á þremur árum
sem spilandi þjálfari.
Á ÞESSUM DEGI
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Körfuknattleikskappinn Sigurður
Gunnar Þorsteinsson er án samn-
ings eftir að leiðir hans og ÍR skildu
nokkuð óvænt á dögunum. Sigurður
gekk til liðs við ÍR á nýjan leik í
október á síðasta ári eftir að hafa
rift samningi sínum við franska C-
deildarliðið BC Orchies.
Sigurður, sem er 31 árs gamall,
sleit krossband í hné eftir níu mín-
útna leik gegn Þór frá Akureyri á
Akureyri í fjórðu umferð úrvals-
deildar karla, Dominos-deildinni,
þann 25. október í fyrsta leik sínum
á tímabilinu. Hann lék því ekkert
með liðinu á tímabilinu, að undan-
skildum þessum níu mínútum á Ak-
ureyri.
Framherjinn átti frábært tímabil
með ÍR á næstsíðustu leiktíð, 2018-
19, en þá skoraði hann 13 stig, tók
átta fráköst og var með tvö skot
varin að meðaltali í leik þegar ÍR
fór alla leið í úrslit Íslandsmótsins
en tapaði fyrir KR í oddaleik í
Frostaskjóli. Sigurður var valinn í
úrvalslið deildarinnar að tímabili
loknu.
Ágreiningur um laun meðan
ég var meiddur
„Það var uppi ákveðinn ágrein-
ingur á milli okkar um atriði sem
kom upp fyrr í vetur þannig að það
kom mér ekki beint á óvart að þeir
skyldu rifta samningnum við mig,“
sagði Sigurður í samtali við
Morgunblaðið. „Þetta snerist um
það hvort ætti að greiða mér laun á
meðan ég var meiddur og við vorum
einfaldlega ekki sammála þar. Þetta
var því leiðinlegur endir á tíma mín-
um í Breiðholtinu.“
Sigurður er að jafna sig eftir
krossbandsslit en endurhæfing hans
hefur gengið framar vonum og
stefnir ótrauður á að byrja að æfa
körfubolta af fullum krafti í ágúst á
þessu ári. Þrátt fyrir að hann sé bú-
inn að vera samningslaus í nokkra
daga hafa þó nokkur lið nú þegar
sett sig í samband við leikmanninn.
Tilbúinn í fyrsta leik
„Endurhæfingin hefur gengið
mjög vel og það er lítið yfir henni að
kvarta. Ég má byrja að hlaupa aftur
í júní og ég stefni á að byrja að æfa
körfubolta á fullu í ágúst. Ég sé því
ekkert því til fyrirstöðu að ég geti
komið mér í gott form áður en tíma-
bilið hefst í október. Ég hef því litl-
ar sem engar áhyggjur af næsta
tímabili og ætti að vera klár í slag-
inn þegar tímabilið hefst.
Ég er búinn að fá einhver símtöl
og það hafa einhverjar þreifingar
átt sér stað. Ég hef hins vegar ekki
fengið nein tilboð ennþá en það er
alveg möguleiki á því að ég fari út á
nýjan leik. Það er hins vegar erfitt
að segja með þessi erlendu lið í dag
og það er í raun bara spurning
hvaða lið verða til á næsta tímabili
en ég er opinn fyrir flestu.“
Vill vinna titla
Sigurður hefur þrívegis orðið Ís-
landsmeistari á ferlinum, einu sinni
með Keflavík árið 2008 og tvívegis
með Grindavík, 2012 og 2013. Þá
varð hann bikarmeistari með
Grindavík 2013 en ferilinn hóf hann
í heimabænum, Ísafirði, og lék þar
kornungur fyrstu meistaraflokks-
leiki sína. Hann lék með þremur er-
lendum liðum á árunum 2014 til
2017, Solna í Svíþjóð og grísku lið-
unum Doxas og AEL.
Sigurður telur að íslenskur körfu-
bolti sé á mikilli uppleið og að úr-
valsdeildin verði sterkari með
hverju árinu sem líður.
„Deildin hefur verið að styrkjast
ár frá ári. Það eru komnir fleiri út-
lendingar í deildina og gæðin eru
meiri í hverri stöðu fyrir sig. Á Ís-
landi hefur átt sér stað ákveðin
framför hjá ekki bara leikmönnum
heldur þjálfurum líka. Körfuboltinn
hefur því verið að breytast hér-
lendis og hann er ekki eins villtur
og í gamla daga.
Að sjálfsögðu er maður í þessu til
þess að vinna bikara en ég lít líka
þannig á þetta að öll lið sem eru
með mig innanborðs eigi möguleika
á því að vinna titla. Það er hægt að
gera ótrúlega hluti í körfubolta og
þú þarft ekki alltaf að vera með
besta liðið á pappír. Ef liðsheildin er
góð er hægt að gera ansi magnaða
hluti út frá því, eins og við sýndum í
Breiðholtinu á þarsíðustu leiktíð.“
Kostir og gallar
Nokkuð hávær umræða hefur
verið um það hér á landi að ungir ís-
lenskir leikmenn séu ekki að fá sinn
skammt af tækifærum í efstu deild
vegna fjölda útlendinga í deildinni.
Fyrir tímabilið 2018-19 var regl-
unum hér á landi breytt og mega ís-
lensk lið því tefla fram eins mörgum
erlendum leikmönnum og þau vilja,
svo framarlega sem þeir eru með
evrópskt vegabréf.
„Það eru kostir og gallar við
þetta fyrirkomulag eins og svo
margt annað. Eins og ég horfi á
þetta er ekki nauðsynlegt fyrir sex-
tán ára strák að spila í efstu deild.
Hann má alveg eyða næstu tveimur
til þremur árum á æfingum gegn
fullvaxta karlmönnum áður en hann
stígur inn á gólfið. Fjölmargir
strákar sem fara út í háskóla í
Bandaríkjunum sjá ekki gólfið á
fyrsta ári sínu sem dæmi. Ef þeir
eru hins vegar nægilega góðir fá
þeir sín tækifæri.“
Ungu leikmennirnir
eru ekki allir tilbúnir
„Eins og staðan er í dag er fullt
af góðum leikmönnum sem eru betri
í deildinni en þessir ungu leikmenn.
Þá eru ekkert allir ungir leikmenn
tilbúnir í þennan slag. Þeir þurfa í
fyrsta lagi að skilja leikinn og það
er kannski nokkuð sem hefur vant-
að upp á líka. Þegar allt kemur til
alls þá styrkir það menn líka að æfa
gegn sterkari leikmönnum og ef þú
hefur ekki styrkinn í að halda það
út að æfa í tvö til þrjú ár, áður en
þú verður fastamaður í efstu deild,
þá kannski hefurðu ekki styrkinn
sem þarf til þess að verða Íslands-
meistari,“ sagði Sigurður Gunnar
Þorsteinsson.
Þarf ekki
besta liðið
til að vinna
Sigurður Gunnar ætlar sér að vera
tilbúinn í upphafi næsta tímabils
Drjúgur Sigurður Gunnar Þorsteinsson var í lykilhlutverki hjá ÍR-ingum
þegar þeir léku til úrslita við KR um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2019.
Morgunblaðið/Eggert
Bikarmeistarar Fram í handbolta
munu fá góðan liðstyrk fyrir næstu
leiktíð því Guðrún Erla Bjarnadótt-
ir mun ganga í raðir félagsins frá
Haukum samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Guðrún Erla hef-
ur verið í aðalhlutverki hjá Hauk-
um og gerði hún 60 mörk í 18 leikj-
um í vetur. Þá hefur hún einnig
leikið með HK og Stjörnunni og
verið viðloðandi landsliðið. Haukar
voru í fimmta sæti Olísdeildarinnar
þegar tímabilinu var aflýst, með 14
stig eftir 18 leiki. Fram var í topp-
sætinu með 34 stig.
Bikarmeistararnir
fá liðstyrk
Morgunblaðið/Hari
Safamýri Heimavöllur Guðrúnar
verður í Safamýrinni næsta vetur.
Kvennalið HK í handknattleik hef-
ur fengið tvöfaldan liðsauka fyrir
næsta keppnistímabil en Ólöf Ásta
Arnþórsdóttir er komin til Kópa-
vogsliðsins frá Stjörnunni og Alex-
andra Líf Arnarsdóttir frá Hauk-
um. Eru þær báðar tvítugar. Ólöf
leikur sem miðjumaður eða skytta
vinstra megin og Alexandra á lín-
unni. HK hafnaði í fjórða sæti deild-
arinnar í vetur og hefði væntanlega
komist í fjögurra liða úrslitakeppn-
ina um Íslandsmeistaratitilinn en
keppni var hætt þegar þremur um-
ferðum var ólokið.
Tvöfaldur lið-
styrkur til HK
Ljósmynd/HK
Kópavogur Alexandra Líf Arnars-
dóttir er orðin HK-ingur.
Knattspyrnusamband Íslands stefnir að því að hefja Ís-
landsmótið föstudagskvöldið 13. júní, hálfum öðrum
mánuði eftir að það átti upphaflega að fara í gang, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bikarkeppni KSÍ,
Mjólkurbikarinn, á að fara af stað 5. júní samkvæmt
sömu áætlun en hann átti upphaflega að hefjast 8. apríl.
Aðrar deildir Íslandsmótsins fara síðan af stað næstu
daga á eftir úrvalsdeild karla, eða á bilinu 14. til 21. júní,
ef þetta gengur eftir, en þessar áætlanir eru háðar því
að óhætt sé talið að hefja leik þar sem kórónuveiruf-
araldurinn sé að mestu genginn yfir. Reiknað er með því
að samkomubanni verði létt af í áföngum í sumar og því
er viðbúið að einhverjar takmarkanir á áhorfendafjölda verði í gildi þegar
mótið fer af stað.
Þá samþykkti FIFA beiðni KSÍ um að félagaskiptatímabilið 22. febrúar
til 15. maí 2020 verði sett á bið og lokað verði tímabundið fyrir félagaskipti
á meðan ekki liggur fyrir hvenær mótahald hefst.
Íslandsmótið hefjist 13. júní
Guðni
Bergsson