Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 05.09.2020, Blaðsíða 96
VIÐ ERUM HERBERGIS- FÉLAGAR, BÚUM Í MIÐ- BÆNUM OG VORUM ALLTAF AÐ LENDA Í VANDRÆÐUM MEÐ HVAÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FÁ OKKUR AÐ BORÐA. Garndagar 20% afsláttur af öllu garni & hannyrða- vörum Við g e r ð u m s m á rannsókn og gátum ekki betur séð en að Íslendingar fari helmingi sjaldnar út að borða en Banda- ríkjamenn. Við höfum báðir búið í Bandaríkjunum og þegar við f luttum hingað fundum við fyrir því að það eru í rauninni bara færri tækifæri til þess að versla við veit- ingastaði. Það vantar kannski f leiri möguleika á einhverju sem þér líður vel með að borða reglulega en tæmir ekki alveg budduna þótt þú farir nokkrum sinnum í viku,“ segir Sig- mundur Helgason um matarmenn- ingarbilið sem hann og félagar hans vonast til að brúa með smáforritinu EatUP. Persónulegur samfélagsvandi „Við vorum færðir niður í 25% starfshlutfall í upphafi COVID og fór aðeins að leiðast og ætli það megi ekki segja að við séum kannski báðir með svolítið frum- kvöðlaeðli í okkur og langaði til þess að nýta aukatímann til þess að leysa eitthvert vandamál í íslensku samfélagi. Þannig að við fórum að hugsa. Við erum herbergisfélagar, búum í miðbænum og vorum alltaf að lenda í vandræðum með hvað við ættum að fá okkur að borða.“ Lendingin varð svo að leysa einn- ig persónulegt vandamál í leiðinni með appi sem er ætlað að auðvelda fólki að velja sér og panta „take away“ mat hratt og örugglega á við- ráðanlegu verði. Góðu vanir „Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum fannst okkur Ísland vera of langt á eftir þegar kemur að raunhæfum kosti á því að fara út að borða reglu- lega, án þess að fara ítrekað á sömu fimm skyndibitastaðina. Við sáum okkur þarna leik á borði, að reyna að hagræða í viðskiptum Íslendinga við veitingastaði með EatUP og leysa þannig samtímis tvö vanda- mál,“ segir Sigmundur og segir fólki annars vegar finnast of dýrt að fara út að borða á Íslandi og hins vegar fari Íslendingar ekki nógu oft út að borða til þess að halda veitinga- Skyndibitabylting boðuð með appi Skert starfshlutfall vegna COVID varð til þess að herbergisfélagarnir Sigmundur Helgason og Daniel Pantuso fengu tíma til þess að hugsa upp smáforritið EatUP sem þeir vona að muni bæta íslenska skyndibitamenningu. EatUP-hópurinn boðar matar- menningar- byltingu, en hér standa þeir Steinar Þór Smári, Njáll Skarphéðins- son og Daniel Pantuso að baki Sigmundi Ragn- ari Helgasyni og Örnu Rut Arnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI bransanum uppi, eftir að erlendum ferðamönnum snarfækkaði. „Markmið EatUP er að skapa ný tækifæri fyrir Íslendinga til að fara út að borða, með því að gera það bæði hagstætt og hentugt. Það mætti segja að þær aðstæður sem COVID skapaði hafi haft mikil áhrif á mótun þessarar hugmynd- ar, enda sérstaklega tímabært að skapa meiri „take out“- menningu á Íslandi núna.“ 100% vinna EatUP virkar í stuttu máli þann- ig að notandinn kaupir inneign fyrir þrjár eða fleiri máltíðir í einu í gegnum aðgang sinn í appinu. Hver inneign kostar 1.290 krónur og hægt er að skipta á henni og máltíð þegar hentar. „Við erum ný á markaðnum og höfum það háleita markmið að bjóða úrval gæðamáltíða á ein- staklega lágu verði og einfalda líf notenda okkar,“ segir í stefnuyfir- lýsingu EatUP og Sigmundur segir viðtökurnar fyrsta mánuðinn gefa góðar vonir um framhaldið. „Planið var að ná þessu fyrir 1. september en við komum þessu út 10. ágúst þannig að það gekk bara mjög vel og við erum bara að einbeita okkur að þessu 100% og þetta er talsvert meira en maður myndi höndla ef maður væri enn þá að vinna einhvers staðar annars staðar líka,“ segir Sigmundur en þeir félagar hættu báðir í sínum skertu störfum í maí þegar þeir ákváðu að veðja á EatUP. „Þetta er orðinn tæplega mán- uður og hefur bara gengið vel. Við erum búin að vera að fókusera á miðbæinn með veitingastaðina og erum alltaf að bæta við okkur. Ég held við séum komin upp í ein- hvers staðar á milli 40-50 máltíðir í heildina, og á hverjum degi, og það er hægt að velja úr um það bil 30 máltíðum á dag sem þú getur valið úr. Og við stefnum á að stórauka það líka og fara yfir í stærra svæði en bara miðbæinn.“ Tímasparnaður „Okkar pantanir eru gerðar fyrir- fram þannig að til dæmis klukkan 11 þá eru allar pantanir komnar fyrir veitingastaðina í hádeginu og klukkan 16 í kvöldmat. Þannig að okkar viðskiptavinir eru alla veg- ana að panta með smá fyrirvara og veitingastaðurinn hefur smá tíma til að undirbúa sig og skipuleggja, þannig að maturinn er tilbúinn þegar þú mætir á staðinn, sýnir pöntunarnúmer og færð matinn,“ segir Sigmundur um einn kost appsins. „Bara inn og út á 20 eða 30 sek- úndum þannig að fyrir fólk snýst þetta náttúrlega bara um að ein- falda lífið og auka í rauninni lífs- gæðin. Við ætlum bara að koma fullt af góðum máltíðum til þín. Alltaf á sama verði þannig að það þarf aldr- ei að hugsa um verðið. Þú velur bara það sem þér líst vel á þann daginn og appið sýnir nákvæmlega á korti hvar og hvenær þú átt að koma og sækja. Þetta er bara tilbúið þegar þú mætir þannig að það er hægt að skipuleggja sig í kringum þetta.“ toti@frettabladid.is 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R56 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.