Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 8

Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 8
Það er alveg ljóst að þetta mál er eins og við getum kallað munaðar- laust í kerfinu. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanes- byggðar Það hefur lekið lengi og alltaf hætta á að það sökkvi. Jóna Símónía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða ÞÓRSHÖFN Langanesbyggð mun taka að sér rekstur líkgeymslu á Þórshöfn í kjölfar þess að sóknar­ nefndin sagði sig frá verkefninu sem nefndarmenn hafa sinnt sem sjálf boðaliðar. Á fundi sveitarstjórnar Langanes­ byggðar á fimmtudag var samþykkt að taka upp samstarf við sóknar­ nefndina og Svalbarðshrepp um að leita lausna varðandi líkhúsið. Sóknarnefndin og stjórn kirkju­ garðsins höfðu tilkynnt í lok janúar að þær myndu hætta rekstri þess í júlí. „Það er alveg ljóst að þetta mál er eins og við getum kallað mun­ aðarlaust í kerfinu. Það eru engin ákvæði í neinum lögum neins staðar um það eða sagt hver eigi að reka þetta,“ rakti Jónas Egilsson sveitarstjóri er hann kynnti málið á sveitarstjórnarfundinum. Sagði hann rekstur líkhúsa ekki í verka­ hring sveitarfélaga en að Langanes­ byggð bæri samfélagslega ábyrgð. Finna þyrfti lausn til bráðabirgða „og gera þetta svona betur úr garði heldur en það er núna þannig að einhver svona smá virðing sé sýnd mönnum á lokakafla hérna megin.“ Var þannig samþykkt að ganga frá leigu á herbergi í kirkjunni á Þórshöfn sem líkgeymslu til bráða­ birgða og að skipa vinnuhóp til að gera tillögu um framtíðarlausn á líkgeymslu fyrir sveitarfélagið. „Venjulega er það þannig að þetta er rekið af útfararþjónustum í stærri þéttbýliskjörnum, í fjölmennari sveitarfélögum – sem er ekki í boði hérna,“ undirstrikaði sveitarstjór­ inn sem sagði vísast að leitað yrði til heilsugæslunnar og jafnvel til dómsmálaráðherra og þingmanna vegna málsins. Mjög mikilvægt væri að starfsemin gæti verið á svæðinu og hægt væri að sinna aðstand­ endum á „ögurstundu“ eins og Jónas orðaði það. – gar Sóknarnefndin hættir í sjálfboðavinnu í líkhúsinu VESTFIRÐIR Hreyfing er komin á mál björgunarskipsins Maríu Júlíu BA 36 sem legið hefur grotnandi við Ísafjarðarhöfn í sextán ár. Lengi hefur verið barist fyrir að fá fjármagn til að gera skipið upp en ekkert gengið. Nú stefna sveitarfélög á Vestfjörð­ um og Norðurþing að því að koma skipinu til Húsavíkur í slipp þar sem það yrði í einhver ár á meðan á enduruppbyggingu stendur. Skip­ inu yrði síðan siglt vestur þegar það væri tilbúið en það er í eigu Byggða­ safns Vestfjarða á Ísafirði og safns­ ins að Hnjóti á Patreksfirði. Af la þarf fjárstuðnings ríkisins til þess að verkefnið gangi eftir en einnig mun sjálfsaflafé koma til. Málefni Maríu Júlíu eru að verða aðkallandi því skipið er orðið mjög illa farið og lekt. „Hafnarstjórn hefur sagt að skipið verði að fara úr höfninni vegna ástands þess,“ segir Jóna Símónía Bjarnadóttir, for­ stöðumaður Byggðasafnsins. „Það hefur lekið lengi og alltaf hætta á að það sökkvi.“ María Júlía var smíðuð í Freder­ iks sund í Danmörku árið 1950 og var björgunarskip á Vestfjörðum í nærri 20 ár. Hún er 137 brúttó­ smálestir að stærð og 27,5 metrar að lengd. Skipið var í þjónustu Land­ helgisgæslunnar og var notað við björgun 2.000 mannslífa. Meðal þeirra björgunaraðgerða sem María Júlía var nýtt til var þegar vélbáturinn Már frá Vest­ mannaeyjum sökk við Selvog skömmu fyrir jólin 1955. Skotið var línu yfir til bátsins og bjargaðist öll sjö manna áhöfnin naumlega, rétt áður en bátnum hvolfdi. Ekki enduðu allar aðgerðirnar jafn vel. Til að mynda þegar áhöfn Maríu Júlíu kom að bátnum Bangsa í janúar árið 1952 í svartabyl. Skrúf­ an var ónýt og báturinn að tætast í sundur í brotsjónum. Náðist að bjarga þremur skipverjum rétt áður en hafið gleypti Bangsa en tveir menn voru þá þegar horfnir. María Júlía gegndi einnig mikil­ vægu hlutverki í fyrsta þorska­ stríðinu árin 1958 til 1961 sem varðbátur í baráttunni við Breta. Í september 1958 mátti litlu muna að illa færi þegar breski tundur­ spillirinn Hogue stímdi að Maríu Júlíu en áhöfn hennar var þá að stöðva veiðar breska togarans Nort­ hern Foam. Var Maríu Júlíu komið fimlega undan en tundurspillinum keyrt inn í togarann með miklu offorsi svo að bakborðshliðin, þil­ farið og björgunarbátur hans fór allur í skrall og minnstu munaði að hann færi á hliðina. Þetta var ekki eini hasarinn sem María Júlía lenti í í stríðinu. Milli björgunaraðgerða og stríðs­ brölts var María Júlía notuð við hafrannsóknir, meðal annars við Færeyjar. Árið 1968 var skipið selt útgerðar­ mönnum og nýtt til fiskveiða á Pat­ reksfirði og Tálknafirði til ársins 2003 þegar skipinu var loks lagt. Jóna segir að söfnin tvö hafi keypt skipið með það fyrir augum að gera það upp, en fé hafi ekki fengist til þess. Talið hefur verið að kostnað­ urinn sé á bilinu 300 til 500 millj­ ónir króna. „Þetta er mjög merkilegt skip, bæði fyrir sögu Vestfjarða og landsins alls. Við höfum ekki setið auðum höndum í þessi sextán ár heldur mikið barist fyrir því að skipið verði gert upp,“ segir Jóna. kristinnhaukur@frettabladid.is Reyna að koma Maríu Júlíu í slipp á Húsavík Björgunarskipið María Júlía á sér merka sögu björgunarafreka og þjónaði Landhelgisgæslunni vel í fyrsta þorskastríðinu. Nú liggur það grotnandi við Ísafjarðarhöfn með leka. Stefnt er á að koma því til Húsavíkur í yfirhalningu. María Júlía er í mjög slæmu ásigkomulagi og hætta á að hún sökkvi á næstunni verði ekkert að gert. MYND/AÐSEND Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2021 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2020. Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um feril umsækjenda, listrænt gildi verkefnis og rökstudda tímaáætlun. Einnig skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil svo og verðlaun og viðurkenningar. Þessir þættir liggja að jafnaði til grundvallar ákvörðun um úthlutun starfslauna. Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar. Umsóknir eru einstaklingsumsóknir. Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Eingöngu er tekið við rafrænum fylgigögnum. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Vakin er athygli á því að áfram verður hægt að fella starfslaun sviðslistamanna inn í atvinnuleikhópaumsóknir. Aðgangur að umsókn, eyðublöð fyrir framvinduskýrslu ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoëga og Óskar Eggert Óskarsson á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is. Stjórn listamannalauna, ágúst 2020. Umsóknarfrestur 1. október Listamannalaun 2021 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.