Fréttablaðið - 19.09.2020, Page 18
Loksins, segja nú örugg-lega einhverjir leikhús-þyrstir Íslendingar sem langþreyttir eru orðnir á að horfa á sjónvarpsskjá-inn mánuð eftir mánuð.
Í samtals um 100 ára langri sögu
þessara tveggja leikhúsa hafa húsin
aldrei staðið svo lengi án áhorfenda.
Nándartakmarkanir eru þó í
fullu gildi og aðeins selt í um helm-
ing sæta í hverjum sal. Þannig má
ætla að rýmra verði um hvern og
einn gest svo þeim sem líkar illa
við of mikla persónulega nánd geta
fagnað enn ákafar og breitt úr sér í
sæti sínu.
Bæði í Þjóðleikhúsi og Borgarleik-
húsi hverfast fyrstu frumsýningar
ársins um samskipti karls og konu, á
báðum sviðum standa tveir leikarar
á sviðinu og takast á við valdaójafn-
vægi, óttann við skuldbindingar,
þrána eftir nánd og margt f leira.
En auðvitað á gjörólíkan hátt í sitt
hvoru verkinu.
Upphaf
Þjóðleikhúsið – Kassinn
Frumsýning: 19. september
Fyrsta frumsýning Þjóðleikhúss-
ins á nýju leikári ber þann mjög
svo viðeigandi titil Upphaf. Ekki er
aðeins um að ræða fyrstu sýningu
eftir samkomutakmarkanir ársins,
Loksins komumst við í leikhús
Stóru leikhúsin opna dyr sínar nú um helgina með fyrstu frumsýningum vetrarins, hálfu ári eftir að samkomu
bann var sett á og allar leiksýningar voru settar á ís. Aðstandendur sýninganna eru eðlilega fullir eftirvæntingar.
L e i k a r a r n i r
K r ist í n Þór a
Haraldsdóttir
og Hilmar Guð-
jónsson í hlut-
verkum sínum
í verkinu Upp-
haf. MYND/HÖRÐ-
UR SVEINSSON
Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær í hlutverkum sínum í Oleanna.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
heldur einnig fyrstu uppsetninguna
í Þjóðleikhúsinu undir stjórn nýs
Þjóðleikhússtjóra, Magnúsar Geirs
Þórðarsonar.
Leikritið, sem var frumsýnt í
Breska þjóðleikhúsinu í London
fyrir þremur árum, hlaut einróma
lof gagnrýnenda og áhorfenda og
hefur síðan verið sýnt víða um
heim.
Fyndið og ljúfsárt
Um er að ræða fyndið og ljúfsárt
leikrit sem fjallar um um þrána eftir
nánd og löngun til að eignast fjöl-
skyldu. En jafnframt um óttann við
skuldbindingar og það að tengjast
öðrum of sterkum böndum.
Það eru leikararnir Kristín Þóra
Haraldsdóttir og Hilmar Guðjóns-
son sem fara með hlutverk sýn-
ingarinnar en þau leika nú saman
í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu en
bæði voru þau fastráðin við húsið
í sumar.
Getur ekki beðið
María Reyndal leikstýrir verkinu
og er hún eðli málsins samkvæmt
spennt. „Mér þykir einstaklega
vænt um að Upphaf sé fyrsta verkið
sem er frumsýnt eftir þetta langa
hlé. Þjóðleikhúsið hefur aldrei verið
án leikhúsgesta í svona langan tíma
í 70 ára sögu. Verkið er líka ákaflega
gott og Kristín Þóra og Hilmar eru
frábær í sínum hlutverkum. Ég get
ekki beðið, ég er svo spennt að fá að
frumsýna.“
Um verkið
Það er miðnætti. Síðustu gestirnir
úr innf lutningspartíinu hjá Guð-
rúnu eru nýfarnir með leigubíl. Allir
nema einn, Daníel, sem flæktist inn
í partíið af hálfgerðri tilviljun. Hann
hikar.
Á hann að láta sig hverfa líka, eða
þiggja eitt glas enn?
Við fylgjumst með tveimur
manneskjum reyna að nálgast hvor
aðra. Þau þreifa sig áfram, kanna
hvað þau gætu átt sameiginlegt.
Straumarnir á milli þeirra … gæti
þetta orðið upphafið að einhverju?
Einnar nætur ævintýri? Eða er eitt-
hvað miklu meira í vændum?
Oleanna
Borgarleikhúsið – Nýja sviðið
Frumsýning: 18. september
Fyrsta frumsýning Borgarleikhúss-
ins þetta leikárið er Oleanna, tæp-
lega 20 ára gamalt verk eftir banda-
ríska leikskáldið David Mamet.
Það eru þau Hilmir Snær Guðna-
son og Vala Kristín Eiríksdóttir sem
fara með hlutverk sýningarinnar,
hlutverk ungu námskonunnar og
háskólakennara hennar.
Beittar og áleitnar spurningar
Um er að ræða beitt verk sem spyr
áleitinna spurninga og slær áhorf-
endur jafnvel út af laginu. Í tilkynn-
ingu frá leikhúsinu segir að á tímum
þar sem umræður og deilur um skil-
greiningarvald og ólíka orðræðu
hafi magnast, sé þetta verk Mamets
um vald og sannleika ofureldfimt.
Gríðarleg tilhlökkun
Hilmir Snær fer eins og fyrr segir
með annað hlutverk sýningarinnar
en lætur ekki þar við sitja og leik-
stýrir því einnig, ásamt Gunnari
Gunnsteinssyni sem segir að beðið
hafi verið eftir frumsýningu gær-
kvöldsins með mikilli eftirvænt-
ingu.
„Byrjað var að æfa verkið í febrú-
ar og var það nánast tilbúið þegar
samkomubann skall á. Leikarar og
listrænir stjórnendur hafa beðið
með óþreyju eftir því að geta loks
sýnt verkið fyrir áhorfendum en
það er ekki langt síðan að snerting
var leyfð á æfingum og því hægt að
fullklára verkið. Tilhlökkunin er
því gríðarleg en líka fylgir þessu
ákveðinn léttir, að geta klárað ætl-
unarverkið – að eiga samtal við
áhorfendur,“ segir Gunnar.
Um verkið
Ung námskona kemur í viðtalstíma
til háskólakennara síns. Kennarinn
nýtur mikillar velgengni í starfi og
einkalífi, er að kaupa sér hús og á
von á fastráðningu.
Það sem byrjar sem sjálfsögð
hjálp við námið breytist í miskunn-
arlausa baráttu og óvænta atburða-
rás, sem kollvarpar valdajafnvæg-
inu á milli kennara og nemanda,
karls og konu og lífi þeirra beggja í
leiðinni.
1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN