Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2020, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.09.2020, Qupperneq 24
Misskildir skúrkar Helgi lætur ekki eina þáttaröð á helgi nægja, heldur leikur hann einnig í þáttunum Ráðherrann sem hefja göngu sína á sunnudaginn. „Ef veðrið verður áfram grátt held ég það verði fátt betra en að sitja heima með heitt kókó eða rauð- vínsglas og njóta þess að glápa.“ Það er erfitt að draga upplýs- ingar um þættina upp úr Helga sem reynist afar varkár til að spilla ekki neinu. „Þetta myndi líklega f lokkast undir pólitískt drama, ef það þyrfti að gefa þessu einhvern merkimiða á streymisveitum. Það er auðvitað spenna í þessu líka, og klækjabrögð eins og gengur og gerist í pólitískum tryllum.“ Þættirnir fjalla um forsætisráð- herra Íslands, sem Helgi segir að gangi ekki alveg heill til skógar. „Það býður upp á ansi áhugaverðar f lækjur sem persónurnar þurfa að takast á við. Mikil spenna þar sem fólk þarf að bregðast við óvæntum uppákomum.“ Sjálfur leikur Helgi tengdaföður forsætisráðherrans, mann sem hefur bæði fjármuni og völd. „Ég leik þarna ansi innmúraðan bak- hjarl í stjórnmálaf lokknum. Hann hefur lent í einhverjum árekstrum í fortíðinni sem ekki hefur verið leyst úr.“ Erum við þá að tala um einhvern skíthæl, eins og þú hefur nú stund- um leikið áður? „Það skemmtilega við þetta er að áhorfendum gefst sjálfum tækifæri til að túlka hlut- ina á sinn hátt. Mér finnst ég sjálfur aldrei vera að leika neina skíthæla, samt. Þetta eru allt fyrirmyndar- menn.“ segir Helgi glottandi. En hvað með Tryggva úr Reykjavík Whale Watching Massacre? „Já, hann er á gráu svæði!“ Þar sem pólitískir tryllar eru Helga mjög hugleiknir var auðvelt að snara hann í verkefnið. „Mér var boðið í prufu og fékk hlutverkið í kjölfarið. Þetta er mjög f lott handrit,“ segir Helgi sem segir fátt skemmtilegra en þætti á borð við House of Cards og Borgen. „Ég var alveg á heimavelli þarna. Handrit verða oft keimlík, til dæmis í spennuþáttum og morð- gátum og svona, en ég held að þetta verði fyrsta íslenska serían sem er á þessum nótum. Það var óneitan- lega skemmtilegt að takast á við eitthvað á öðrum nótum en þeim sem maður er vanur.“ Aftur í veitingabransann Það er ekki að ástæðulausu að við- talið við Helga fer fram á Hótel Borg, en hann stefnir á veitinga- rekstur í sölum hótelsins í náinni framtíð. „Þetta er allt á frumstigi ennþá, en þegar mér bauðst að taka þessu verkefni skoraðist ég ekkert undan því,“ segir Helgi sem hyggst, ásamt Guðfinni Karlssyni veitinga- manni, hefja Borgina aftur til fyrri dýrðar. „Við viljum koma Gyllta salnum aftur í notkun þar sem vonandi verður hægt að dansa, eins og sagan ber með sér. Það er algjör synd að einn fallegasti salur Reykjavíkur hafi bara verið settur undir pítsuofn. Mér hugnast það engan veginn.“ Þetta eru ekki fyrstu skref Helga í veitingabransanum, en hann hannaði og stofnaði veitingastað- inn Astró á sínum tíma, við hvern hin svokallaða Astró-kynslóð er gjarnan kennd. Þar að auki hefur Helgi einnig verið í veitingarekstri í Berlín. Hvað eldamennskuna heima fyrir varðar, segir hann að hún vilji oft fara í ítalskar áttir. „Einn uppá- haldsrétturinn minn er „vitello a la milanese“ eða kálfasnitsel að hætti Mílanóbúa. Maður lærði auðvitað heilmikið þarna úti.“ Helgi er ekki tilbúinn að segja til um hvort ítalskir réttir verði í forgrunni í sölum Borgarinnar, en lofar að þar verði vandað til verka. „Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem eru jafn „grand“ og „classy“ og Borgin.“ Einyrkjar fá rödd Í byrjun september var Félag sjálf- stætt starfandi tónlistarmanna (FSST) sett á laggirnar, þar sem Helgi sinnir formennsku. „Auðvitað hefði átt að vera búið að stofna þetta félag fyrir löngu síðan, en það skapast sérstök þörf í ástandinu sem við lifum í þessa dagana,“ segir Helgi. „Okkur tónlist- armönnum er beinlínis bannað að vinna, en vegna fjöldatakmarkana er búið að slá allt af, jafnvel afmæli, brúðkaup og jarðarfarir.“ Markmiðið með stofnun félagsins var að gefa sjálfstætt starfandi tón- listarmönnum sameiginlega rödd. „Það áorkar engu ef allir eru að tala bara hver í sínu horni. Þessi hópur einyrkja í bransanum hefur mikið verið að vinna verktakavinnu og til þessa hafa þeir ekki haft neitt félag í kringum sig – ekkert bakland sem greip okkur þegar ástandið skall á.“ Strembinn bransi Brýnasta verkefni FSST segir Helgi vera að hjálpa þeim félagsmönnum sem hafa verið atvinnulausir lengi. „Það er mjög misjafnt hvernig fólk stendur. Ég var mjög heppinn að fá þau sjónvarpsverkefni sem ég fékk, og aðrir hafa getað bjargað sér með einhverjum hætti, en f lestir eru í vandræðum. Margir hafa verið atvinnulausir í hálft ár og það lifir það enginn af til lengdar. Það gengur ekki endalaust að frysta lánin, semja við skattinn og hækka yfirdráttinn.“ Þá segir Helgi að mikilvægt sé að standa vörð um ýmis réttindi félags- manna, sem geta oft verið óljós. „Margir tónlistarmenn geta líka átt erfitt með að fá fæðingarorlof, þar sem tekjurnar eru sveif lukenndar og ekki fastar. Það eru ýmsir mein- bugir við þennan blessaða bransa sem passa ekki inn hjá Vinnumála- stofnun. Fólk verður að fá einhverj- ar bætur svo það missi einfaldlega ekki heimilin.“ Þakklátur þjóðinni Viðtökurnar við félaginu hafa verið góðar. „Það hrúgast inn félagar. Við náðum sambandi við menntamála- ráðherra og þar er verið að smíða einhverjar tillögur að aðgerðum. Ég vona að þeim beri gæfa til að hrinda þeim í framkvæmd sem allra fyrst, fyrir tónlistarmenn og aðra. Við erum auðvitað ekkert ein í þessum aðstæðum, en við getum bara talað fyrir okkur.“ Landsmenn hafa líka sýnt fram- takinu mikinn stuðning og nýlega var mínútu þögn á fjölda útvarps- stöðva, til samstöðu með tón- listarmönnum. „Það er frábært að fá stuðning frá þjóðfélaginu, en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um stjórnvöld. Það þarf alltaf fjármagn þegar farið er út í svona aðgerðir. Þetta kostar auðvitað allt peninga. Staðan er bara orðin það erfið hjá stórum hópi að eitthvað verður að gera, og eitthvað verður að gera hratt.“ Sem dæmi um mikla óvissu tón- listarfólks landsins þarf ekki að líta lengra en á fyrirætlaða Sumarhátíð Helga. „Upprunalega áttu þessir tónleikar að vera í apríl, en þeim hefur nú verið frestað í tvígang. Herlegheitin eru nú sett í lok októ- ber, en miðað við nýjustu fréttir þá er allt eins líklegt að þessu verði aftur skellt á frest.“ Þrátt fyrir að það sé vissulega undarlegt að skipuleggja sumar- hátíð í haustlok segist Helgi vera þakklátur. „Maður er þakklátur fólki fyrir þessa ótrúlegu þolin- mæði og þennan skilning sem það hefur sýnt. Það er ekki hægt að gera annað en að lofa því að þetta verður alvöru show þegar loksins kemur að því.“ Það eru allir sexí Þrátt fyrir að vera kominn yfir sext- ugt er Helgi enn eitt af helstu kyn- táknum landsins þótt hann skilji ekkert í því sjálfur. Hann ranghvolfir augunum þegar hann er beðinn um ráð fyrir upprennandi kyntákn. „Ég hef aldrei almennilega skilið þetta. Ég reyni reyndar alltaf að vera líf- legur og hress á sviðinu, en ætli þetta komi ekki hreinlega frá því að ég sé alltaf að spyrja fólk hvort það séu ekki allir sexí? Svo hefur þetta kannski bara snúist yfir á mig.“ Spurningin sem hefur verið svo einkennandi segir Helgi vera retór- íska. „Það sem ég á við með þessari spurningu er að það eru allir sexí á sinn hátt. Fyrirframgefnar tölur um stærðir á hinu og þessu hafa ekkert með það að gera, og þar tala ég sjálf- ur af biturri reynslu,“ segir hann og skellir upp úr. „Ef ég er dæmdur kyn- þokkafullur hefur það sko ekkert að gera með kassastærðina.“ Hreyfir sig eftir veðri Þegar verkefnin eru jafn mörg og raun ber vitni getur ekki verið auð- velt að finna frítíma, en Helgi segir að það takist nú samt. „Við hjónin höfum mikið verið uppi í bústaðn- um okkar í Þingvallasveit. Þar erum við líka með hesta. Vilborg er mjög dugleg að ríða út og við náðum aðeins að gera það í ágúst, ásamt því að mála þakið á bústaðnum og stússast aðeins.“ Þá hafa Helgi og gömlu félagarnir frá Ísafirði haft þann sið að ganga árlega út á Hornstrandir og um Jökulfirðina, en skiljanlega urðu tálmanir þar á vegi í sumar. „Við ætl- uðum að fara í Hornvík í sumar, en tímasettum það þegar stærsti veður- hvellurinn var í júní. Við breyttum þá aðeins plönunum og tjölduðum á Grímsstöðum á Fjöllum í staðinn í sautján stiga hita og glampandi sól. Gengum svo Jökulsárgljúfrin. Þetta var alveg meiriháttar.“ Í framtíðinni segir Helgi að ferða- plönin verði því frekar leikin af fingrum fram. „Framvegis bleytum við bara fingurinn og fylgjum vind- inum. Ísland er svolítið þannig að maður verður að hreyfa sig eftir veðri.“ Kósíkvöldin Þá hefur Helgi eins og áður var nefnt gaman af stjórnmála- og sam- félagsrýni í sjónvarpi. „Ég hef verið að fylgjast með þessum þáttum sem heita Social Dilemma og fjalla mikið um samfélagsmiðlana. Þetta fjallar um neikvæð áhrif samfélags- miðla þar sem innanbúðarmenn eru að gagnrýna neikvæða þróun þeirra. Það snýst ekki um að það sé verið að selja upplýsingarnar þínar til að búa til pening, heldur er verið að snúa skoðunum heimsins í ein- hverjar áttir sem hefur náttúrulega þvílík áhrif. Þetta er stórmerkilegt og óhuggulegt líka.“ Svarið við ógnvænlegu ástandi heimsins telur Helgi vera afturhvarf til gömlu góðu kvöldvökustemmn- ingarinnar. „Allir safnast saman, syngja nokkur létt lög og passa að hlutirnir séu ekki of f lóknir – ég held að það sé rétta leiðin til að róa okkur niður og njóta þess að hafa gaman.“ Helgi segist vilja hefja Borgina aftur til fyrri dýrðar og að hægt verði að dansa í Gyllta salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞETTA VAR MEIRA AÐ SEGJA ORÐIÐ ÞANNIG AÐ VIÐ FUNDUM GJAFIR Á TRÖPPUNUM FYRIR UTAN HJÁ OKKUR. KÖRFUR MEÐ ALLS KONAR FÍNERÍI, KÖKUR OG FLEIRA TIL. ÞAÐ ER ALGJÖR SYND AÐ EINN FALLEGASTI SALUR REYKJAVÍKUR HAFI BARA VERIÐ SETTUR UNDIR PÍTSUOFN. MÉR HUGNAST ÞAÐ ENGAN VEGINN. Framhald af síðu 22  1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.