Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 32

Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 32
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Án brýnna aðgerða ástralskra yfirvalda stefnir í að kóala birnir verði útdauðir fyrir árið 2050. Mælt var með 42 aðgerðum til að sporna gegn þessari þróun. Vandi kóalabjarna vakti heimsathygli í skæðu skógar- eldunum sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar, þar sem tugþús- undir þeirra létust. En það eru ekki bara loftslags- breytingar og skógareldar sem ógna þeim, heldur líka skógar- högg, námugröftur og vöxtur þéttbýlis. Stjórnvöld eru nú að reyna að vakta stofninn og mælt var með friðlýsingu landsvæðis, banni við frekari eyðingu gamalla skóga í ríkiseigu og að sett yrði á lagg- irnar net vel fjármagnaðra sjúkra- húsa fyrir villt dýr á lykilstöðum í Nýja Suður-Wales, þar sem hæft starfsfólk og dýralæknar myndu vinna. Ríkisstjórn Nýja Suður-Wales hefur sett rúmlega 6 milljarða króna í verkefnið, sem er hæsta fjárhæð sem hefur verið varið í vernd kóalabjarna í sögu fylkisins. Reyna að bjarga björnunum Ríkisstjórn Nýja Suður-Wales í Ástralíu ætlar að eyða rúmlega sex milljörðum króna í vernd kóalabjarna, en án brýnna aðgerða stefnir í að tegundin muni verða útdauð fyrir árið 2050. Hér heldur Dean Reid, starfsmaður hjá ástralska skriðdýragarðinum, á ungum, fallegum kóalabirni sem er kallaður Ash, en björninn var í almennri heilsufarsskoðun. MYNDIR/GETTY Ungur kóalabjörn situr á grein eucalyptus-trés eftir heilsufarsskoðun í ástralska skriðdýragarðinum. Hér situr Ash í eucalyptus-tré. Í Port Macquarie starfa um 150 sjálfboðaliðar sem passa dýrin og fæða þau. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.