Fréttablaðið - 19.09.2020, Qupperneq 45
Tækjavörður
Borgarholtsskóli
Laust er til umsóknar 100% starf tækjavarðar iðngreina við
Borgarholtsskóla.
Í starfi tækjavarðar iðngreina felst fyrst og fremst að
þjónusta kennslu í málm- og bíliðngreinum ásamt því að vera
hluti af stoðteymi skólans sem heyrir undir rekstrarstjóra
fasteigna.
Menntunar- og hæfnikröfur. Leitað er eftir einstaklingi sem:
• hefur iðnmenntun, sérstaklega á sviði málmiðngreina og/
eða bíliðngreina eða sem hefur ríka reynslu af að vinna á
þessu sviði
• hefur ríka þjónustulund og getur starfað sjálfstætt.
• getur séð um birgðastöðu tengda kennslunni
• getur séð um minniháttar viðhald á kennslutækjum og
fasteignum skólans.
Tækjavörður iðngreina heyrir beint undir rekstrarstjóra
fasteigna.
Kjör eru skv. kjarasamningi ríkisins við Sameyki.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ársæll Guðmundsson
skólameistari arsaell@bhs.is
Umsókn ásamt fylgigögnum sendist í tölvupósti til Ársæls
Guðmundssonar, skólameistara, arsaell@bhs.is fyrir
30. september 2020.
Laxar fiskeldi ehf leitar eftir öflugu starfsfólki til fjölbreyttra starfa á seiðaeldisstöðvum fyrirtækisins í Ölfusi og Þorlákshöfn.
Reynsla af fiskeldi, fiskeldismenntun, líffræðimenntun og fleira eru kostir sem geta komið umsækjendum til góða.
Starfið felur í sér ýmis verkefni s.s. fóðrun og umhirða seiða, daglegt eftirlit og önnur tilfallandi verkefni sem snúa að seiðaeldi.
Upplýsingar gefur Jóhannes í síma 837 5750.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á johannes@laxar.is eða starf@laxar.is fyrir 4. október 2020.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.
Laxar fiskeldi ehf. er fiskeldisfyrirtæki sem framleiðir hágæða lax inná kröfuhörðustu markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.
Fyrirtækið starfrækir 3 seiðaeldisstöðvar í Ölfusi og sjókvíaeldi félagsins er í Reyðarfirði þar sem fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða
allt að 9.000 tonn af laxi.
Vilt þú koma
í liðið okkar?
Með lögum nr. 47/2020, um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð
einkamála og lögum um meðferð sakamála, samþykkti Alþingi stofnun Endurupp-
tökudóms sem mun taka til starfa þann 1. desember 2020. Endurupptökudómur
er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem
dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Dómsmálaráðherra skipar
fimm dómendur í Endurupptökudóm, þar af þrjá, ásamt jafnmörgum varamönnum,
tilnefnda af hverju hinna þriggja dómstiga. Embætti tveggja dómenda og jafn-
margra varadómenda skulu auglýst og við veitingu þeirra gætt ákvæða III. kafla
laga um dómstóla, nr. 50/2016, og reglna um störf dómnefndar, nr. 620/2010.
Dómendur Endurupptökudóms fá greitt fyrir hvert mál sem þeir taka sæti í sam-
kvæmt tímagjaldi sem ákveðið er af stjórn dómstólasýslunnar.
Með vísan til framangreinds auglýsir dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar
embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Skipað
verður í embættin frá 1. desember 2020. Vakin er athygli á að þegar skipað er í
fyrsta sinn í Endurupptökudóm skal einn dómandi, ásamt varadómanda, skipaður
til eins árs, annar dómandi, ásamt varadómanda, til tveggja ára og svo koll af kolli
þannig að fimmti dómandi ásamt varadómanda sé skipaður til fimm ára. Skal skip-
unartími hvers þeirra ákveðinn af tilviljun þegar ráðið hefur verið hverjir veljast
þar til starfa.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 13. gr. laga nr. 50/2016, og koma úr röðum
annarra en fyrrverandi og starfandi dómara eða annarra núverandi starfsmanna
dómstóla.
Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010, er áskilið að í umsókn komi fram upplýs-
ingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu
af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum,
s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar
greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af
öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning
lagasetningar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upp-
lýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 10) upplýsingar um
tvo fyrrverandi/núverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt dómnefnd
bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda,
sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 620/2010 og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geti ljósi
á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf dómanda við
Endurupptökudóm.
Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í
munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mán-
uði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt
munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi
hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum
umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði
auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa
sem dómandi við Endurupptökudóm.
Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 5. október nk. Til þess
að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn
berist dómsmálaráðuneytinu með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Dómsmálaráðuneytinu,
18. september 2020.
Embætti tveggja dómenda og
tveggja varadómenda við
Endurupptökudóm laus til umsóknar
Óskum eftir að ráða verkefnastjóra
fráveitu í Reykjanesbæ. Nánari
upplýsingar á www.reykjanesbaer.is
undir laus störf. Umsóknarfrestur er til
og með 30. september 2020.
Við erum að
leita að þér!
Fjölskyldu- og barnamálasvið
• Liðsmenn í tímavinnu
Grunnskólar
• Skóla- og frístundaliði - Setbergsskóli
Leikskólar
• Deildarstjóri - Álfasteinn
• Deildarstjóri (tímabundin staða) - Bjarkalundur
• Leikskólakennarar - Arnarberg
• Leikskólakennari - Álfasteinn
• Leikskólakennari - Hlíðarendi
• Leikskólakennari - Víðivellir
• Þroskaþjál - Bjarkalundur
• Þroskaþjál - Víðivellir
Málefni fatlaðs fólks
• Starfsmaður í frístundaúrræði - Vinaskjól
• Starfsmenn á heimili fyrir fatlað fólk (50-60%) -
Drekavellir
Vakin er athygli á stefnu Hafnar
arðarbæjar að jafna hlutfall
kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins
endurspegli
ölbreytileika samfélagins.
Nánar á hafnarordur.is
HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ
LAUS STÖRF
hafnarordur.is585 5500