Fréttablaðið - 19.09.2020, Page 46
Skálholtsstaður leitar eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir þekkingu og reynslu til að leiða daglegan rekstur Skálholtsstaðar í
samræmi við stefnu og markmið stjórnar.
Framkvæmdastjóri mun gegna lykilhlutverki í að byggja upp starfsemina á Skálholtsstað til framtíðar og kynna hann í ljósi helgi, sögu,
tónlistarlífs og fræðslu með því að efla námskeiðs-, kyrrðardaga-, tónleika-, funda- og ráðstefnuhald og gera Skálholt að eftirsóknar-
verðum stað til að sækja heim.
Umsóknarfrestur um starfið er til miðnættis miðvikudaginn 30. september 2020.
Sækja ber rafrænt um starfið á vef Þjóðkirkjunnar, https://kirkjan.is/foturinn/laus-storf/laus-storf-kirkjan/.
Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Hefur umsjón með daglegum rekstri Skálholtsstaðar
• Aflar verkefna og skipuleggur dagskrá í Skálholti
• Hefur umsjón með kynningar- og markaðsmálum
• Annast móttöku gesta og veitir upplýsingar
• Annast starfsmannamál og stýrir samráðsfundum
• Ber ábyrgð á fjármálum, gerð fjárhagsáætlana og undirbúningi
stjórnarfunda
• Annast önnur þau verkefni sem stjórnin felur framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Afburða samstarfs- og samskiptahæfni, auðmýkt og heilindi
• Gott vald á íslensku máli, ensku og fleiri tungmálum
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi
Framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar
Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum
sem til hennar eru kærð á grundvelli 7. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Vara-
formaður situr fundi kærunefndar sem fjallar um þau mál sem nefndinni berast.
Hann stýrir þeim fundum nefndarinnar sem formaður hennar tekur ekki þátt í.
Varaformaður er jafnframt staðgengill formanns. Varaformaður nefndarinnar skal
hafa starfið að aðalstarfi. Um frekara hlutverk kærunefndar útlendingamála vísast
nánar til ákvæða í lögum um útlendinga.
Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara. Jafnframt
skulu þeir hafa góða þekkingu á stjórnsýslurétti og æskilegt er að umsækjendur
hafi reynslu af því að úrskurða í málum innan stjórnsýslunnar. Viðkomandi skal
búa yfir framúrskarandi samskipta- og skipulagsfærni og hafa mjög gott vald á
íslenskri tungu. Góð þekking á ensku er nauðsynleg og þekking á einu norður-
landamáli er æskileg.
Ráðherra skipar varaformann nefndarinnar til fimm ára í senn. Miðað er við að
skipað verði í embættið frá og með 1. desember 2020, að fenginni umsögn sjálf-
stæðrar þriggja manna nefndar sem metur hæfni umsækjenda. Um laun og önnur
starfskjör þeirra fer skv. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum starf@dmr.is. Ef ekki eru tök á að sækja
um rafrænt má senda umsókn til ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfylli hæfnis-
kröfur fyrir starfið.
Umsóknarfrestur er til 5. október nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun fyrir.
Upplýsingar um embættið veitir Rósa Dögg Flosadóttir í síma 545-9000.
Dómsmálaráðuneytið auglýsir lausa til
umsóknar stöðu varaformanns kæru-
nefndar útlendingamála.
HJÚKRUNARFORSTJÓRI
Reykhólahreppur auglýsir stöðu hjúkrunarfor-
stjóra frá og með 1. desember 2020.
Leitað er af kraftmiklum og metnaðarfullum
einstaklingi með faglega sýn á öldrunar-
málum. Um 100% starf er að ræða.
Starfssvið:
• Fagleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu.
• Umsjón með rekstri og stjórnun heimilisins.
• Starfsmannamál og vaktaplönun.
• Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Barmahlíðar.
Menntun, hæfni og reynsla:
• Háskólagráða í hjúkrunarfræði.
• Framhaldsskólamenntun og góð reynsla í
geðhjúkrun æskileg.
• Þekking á RAI-mati.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og góður samstarfsvilji.
Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2020
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð er með 14 hjúkrunar-
rými og 2 dvalarrými og þar starfa að jafnaði 14 starfsmenn.
Lagt er upp með að veita íbúum heimilisins ávallt bestu
þjónustu á hverjum tíma og vera jafnframt aðlaðandi starfs-
vettvangur.
Húsnæði fylgir starfinu.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 896-3629. Umsókn
með ferilskrá berist á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
10 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R