Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 70

Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 70
MAMMA SAT VIÐ RÚMIÐ HJÁ MÉR ALLAN TÍMANN. HÚN HLUSTAÐI EKKI Á LÍKUR OG TÖLFRÆÐI, HELDUR VONINA. Fyrst þegar ég byrjaði að gera tónlist náði ég ekki að skapa almenni-legan þráð en allt í einu fór þetta að koma. Mér f innst mik ilvæg t að pæla ekki bara í hversu f lott tón- listin er, heldur reyna líka að hafa einhvern góðan boðskap. Ég passa mig að upphefja ekki ruglið, það getur farið svo illa. Ég var mjög heppinn,“ segir Sigurður Rósant, alltaf kallaður Siggi, sem gefur út lag tileinkað móður sinni heitinni á mánudaginn. Það hefst á upptöku af rödd hennar þar sem hún talar til sonar síns: „Siggi, ég elska þig, lífið er ekki alltaf auðvelt.“ Þó að árin í lífi Sigga telji aðeins tuttugu og fjögur, á hann að baki átakanlegri lífsreynslu en f lestir. Fíkniefnaneysla hefur sett mark sitt á líf hans um árabil sem hann segir eiga rót í vanlíðan í æsku. Móðir Sigga, María Ósk Sigurðar- dóttir, trúði þó alltaf á það góða í honum enda kallaði hún hann alltaf ljósabarnið sitt. Þegar Siggi er beðinn um að lýsa móður sinni nefnir hann fyrst að hún hafi verið einstaklega góðhjörtuð og næm á tilfinningar annarra. Það hafi þó vafist fyrir henni sjálfri að fylgja eftir þeim fallegu hugsjónum og boðskap sem hún brýndi fyrir börnum sínum. Síðustu árin í lífi Maríu reyndust henni afar erfið. Að sögn Sigga var hún uppfull af samviskubiti gagn- vart börnunum sínum sem hafi haft djúpstæð áhrif á líðan hennar og á endanum tekið sinn toll. María Ósk fannst látin í bifreið sinni í júlí, degi eftir að lýst var eftir henni í fjöl- miðlum. „Ég kem frá ágætlega fínu heimili. Blóðfaðir minn var ekki alltaf til staðar. Hann er samt yndislegur maður, sjómaður og hugsar smá eins og þorskur,“ segir Siggi og hlær. „Svo á ég systur sem er tveimur árum eldri en ég sem heitir Salný Sif og er best. Ég elska hana mikið. Við eigum í góðum samskiptum. Svo á ég þrjá bræður, Gabríel, Kristin og Andra, sem eru allir yndislegir.“ Siggi var þriggja ára þegar stjúp- faðir hans kom inn í líf fjölskyld- unnar. „Hann var mikið til staðar þegar ég var barn og er pabbi yngri bróður míns. Þó að við séum ekki í miklu sambandi er ég honum þakk- látur. Ein skemmtilegasta minning sem ég á úr æsku var þegar hann fór með mig á fótboltamót og við grill- uðum pylsur.“ Siggi álasar ekki því fólki sem um tíma gafst upp á að hann næði bata, eða hafi neyðst til að taka þá ákvörðun að slíta sam- skipti við hann. Heimilislífið á þessum tíma var nokkuð eðlilegt, að sögn Sigga. „Það voru kannski ekki til miklir peningar en mamma gerði alltaf sitt besta og við vorum þakklát fyrir það sem við fengum. Ég pældi ekk- ert endilega í því sem skorti.“ Sárt að missa stjúpföður Þegar móðir Sigga og stjúpfaðir slitu samvistum fékk hann loforð um að þeir fengju að hittast þrátt fyrir að sambandinu væri lokið. Það varð ekki raunin. „Það særði mig mikið enda hafði ég litið á hann sem pabba minn í mörg ár. Ég hitti hann reglu- lega af því að hann er pabbi litla bróður míns og hef kannski farið út að borða með honum nokkrum sinnum síðan. En alltaf þegar við hittumst þá hugsa ég um að ég elski hann og vonandi elskar hann mig líka. Hann er góður maður.“ Siggi lýsir sér sem ofvirkum krakka sem hafi aldrei fengið þá aðstoð sem hann telur að hann hefði þurft á að halda. Hegðun hans hafi einfaldlega verið túlkuð sem óþekkt. „Ég fékk ekki þessa athygli sem ég þurfti og fannst eins og tilfinningar mínar væru ekki viðurkenndar. Þannig festist ég í einhverri stans- lausri vanlíðan. Ég fann mig svo eiginlega í því að vera prakkari og með vesen,“ segir hann og bætir við að hegðunin hafi svo versnað með árunum. „Málið er að ég hef alltaf verið góður gaur, trúi ég. Jú, ég hef átt mín tímabil og hef auðvitað lifað glæpalífi. En ég hef alltaf reynt að vera góður maður.“ Siggi segist fyrst hafa reykt kanna- bis þegar hann var tólf ára gamall. Aðeins tveimur árum síðar spraut- aði hann sig í fyrsta sinn með fíkni- efnum. „Ég notaði bara það sem var í boði. Ég var byrjaður að reykja kanna- bis daglega þegar ég var þrettán ára. Þetta þróaðist mjög hratt. Mig vantaði einhvern til að leggja mér línurnar, en það eina sem gerðist var að ég var skammaður og það fór þveröfugt í mig. Ég fékk ekki réttu skilaboðin um lífið.“ Hann viðurkennir að ákveðin áhættu- og adrenalínfíkn hafi leitt hann áfram á þessum árum. „Ég elskaði alla spennu. Sem krakki var ég til dæmis alltaf að brjótast inn í skólann minn, bara til að upplifa spennuna. Ég var ekki einu sinni að ræna neinu heldur bara að brjótast inn til að brjótast inn.“ Siggi þótti einn af fremstu hjóla- brettamönnum landsins. „Sama í hvaða ástandi ég var, þá Hún kallaði mig ljósabarnið sitt Sigurður Rósant segir vanlíðan í æsku hafa leitt sig út í fíkniefnaneyslu. Hann gefur út lag á mánudaginn um móður sína, sem batt enda á líf sitt í sumar þegar hún taldi sig loks ekki þurfa að hafa áhyggjur af börnum sínum. Sigurður Rósant segir fíkni- efnaneysluna hafa þróast mjög hratt og að hann hafi verið farinn að nota kannabis daglega aðeins 13 ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI hélt ég alltaf áfram að skeita. Þó að maður hafi byrjað ungur að fikta við þessi hörðu efni þá voru það alltaf bara tímabil. Núna eru mörg ár síðan ég hef sprautað mig,“ segir hann en bætir svo við: „Fyrir utan eitt skipti fyrir þremur árum.“ Niðurbrotin en ekki í neyslu Það birtir yfir Sigga þegar hann er beðinn að lýsa móður sinni. „Hún var alltaf til staðar. Kær- leikurinn var hennar leiðarljós í lífinu. Sama hvernig aðrir komu fram við hana, þá sýndi hún alltaf kærleik til baka. Nánast eins og hún væri að safna karma, hún var góð í gegn.“ Siggi segir móður sína aldrei hafa átt í vandræðum með áfengi eða fíkniefni en farið hafi að falla undan fæti þegar hann var í kringum níu ára aldurinn. „Það sem braut hana mest var Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur@frettabladid.is Framhald á síðu 32  1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.