Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 72

Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 72
þegar henni var neitað um að hitta yngri bróður minn. Því var meðal annars logið upp á hana að hún hefði verið í neyslu. Það er alls ekki satt.“ Siggi segir mann hafa komið inn í líf móður sinnar sem hafi haft slæm áhrif á fjölskylduna. „Það var svo ótrúlega margt erfitt sem gerð- ist,“ segir Siggi. „Mamma þráði líka öryggi. Hún starfaði sem tækniteiknari og hafði ekki mikið á milli handanna.“ Í nokkur ár voru Siggi og móðir hans ósátt og töluðust minna við. Það gerðist í kjölfar þess að hún ákvað að f lytja til Noregs, án Sigga, sem upplifði það sem útskúfun. „Þá f lutti ég til ömmu sem er yndisleg manneskja, samt svolítið fyndin,“ segir hann og hlær. „Þetta var náttúrulega f lókið, ég var eins og ég var. Ég fann frið í því að reykja gras. Ég man eftir því þegar ég reykti í fyrsta sinn og einhver ró rann yfir mig, allur kvíðinn hvarf,“ segir Siggi sem hafði þjáðst af kvíða frá því hann var lítið barn. Samviskubit gagnvart börnunum Sex ár eru liðin frá því slitnaði upp úr síðasta sambandi móður hans. Siggi segir hana aldrei hafa orðið sama eftir það. „Eitt skiptið kom ég heim og hún sat ein á miðju gólfinu, öskrandi og rífandi af sér hárið. Ég náði engu sambandi við hana og þetta var ekki eina atvikið. Hún lokaði sig líka af heima hjá sér. Það var á ein- hvern hátt búið að ná að sannfæra hana um að hún væri rugluð. Hún var orðin svo brotin, marg brotin.“ Samskipti Sigga við móður sína voru þó góð síðustu ár. „Hún kallaði mig alltaf ljósabarn- ið sitt. Hún sagði það alltaf við mig þegar við hittumst: „Aldrei gleyma að þú ert ljósabarnið mitt.“ Hún var alltaf til staðar fyrir mig, eða eins mikið og hún gat. Hún var alltaf að segja við okkur síðustu árin hvað hún væri miður sín yfir að hafa ekki verið meira til staðar, eða hafa ekki gert meira fyrir okkur á meðan á þessu erfiða tímabili stóð. Henni leið eins og hún væri fyrir. Hún var í stanslausri baráttu við sjálfa sig.“ Hann segir að það erfiðasta við ásakanirnar í garð móður hans hafi verið sú staðreynd að hún hafi verið farin að trúa þeim sjálf. „Mamma þorði stundum ekki að vera ein með Leó, son minn, því hún var svo hrædd um að þetta væri satt, að hún væri ekki nógu góð við börn. Það var bara búið að telja henni trú um það. Henni leið eins með dóttur Salnýjar, systur minnar. Hún átti einnig erfitt með að vera hátt uppi í húsi eða annars staðar með börn. Það var eitthvað sem tengdist æsku hennar. Hún faldi alla hnífa heima hjá sér því hún var svo taugatrekkt yfir þessu. Ég fann ekki einu sinni brauðhníf heima hjá henni,“ segir Siggi og bætir við að hann hafa upplifað það svo að móðir hans væri alltaf að bíða eftir næsta áfalli. Hjartahimnubólga af ofneyslu Fyrir sex árum reif Siggi á sér þindina og fékk hjartahimnubólgu vegna ofneyslu. „Þá hafði ég tekið alls konar efni og hjartað fór allt í einu á fullt. Á einhvern ótrúlegan hátt lifði ég það af, en ég var mjög veikur eftir þetta og gat hvorki gengið né borðað. Á þeim tíma var ég byrjaður í tón- listinni en heillengi átti ég svo erfitt með að anda að ég gat ekki rappað. Það leið hálft ár þar til ég gat borðað almennilegan mat. Ég lifði á grænmetis- og ávaxtadrykkjum. Ég var alltof grannur og mér leið illa, ég var samt alltaf duglegur á brettinu,“ segir hann og hlær. Siggi kynntist kærustu sinni og barnsmóður, Fanneyju Ósk Þóris- dóttur, um þetta leyti. „Ég var búinn að vera edrú í tvö ár en datt þá aðeins í það eftir að hafa komist í aðgerð vegna þindar- slitsins. Það var erfitt, en ég náði mér upp úr því og hélt áfram að vera með Fanneyju.” Í dái rétt eftir fæðingu sonarins Fyrir tæpum tveimur árum eign- uðust Siggi og Fanney soninn Leó. Hann segir fæðingu Leós hafa verið fallegustu stund lífs síns, en eigin vanlíðan hafi þó varpað skugga á þessa gleðistund. „Tíu dögum eftir að hann fæddist datt ég í það í eina og hálfa viku. Ég man ekkert frá þeim tíma. Ég end- aði í dái í tvær og hálfa viku með nýrnabilun, lifrarbilun og súrefn- isleysi í heilanum. Að sögn lækna voru líkurnar á að ég lifði af mjög litlar. Um leið og nýrun byrjuðu að taka við sér þóttu allar líkur á því að ég myndi vakna með varanlegan heilaskaða. Fyrstu tvær vikurnar eftir að ég vaknaði úr dáinu vissi ég ekkert, hvorki hverjir aðrir væru né ég sjálfur. Mamma sat við rúmið hjá mér allan tímann. Hún hlustaði ekki á líkur og tölfræði, heldur von- ina.“ María Ósk var handviss um að sonurinn myndi ná sér. Sagði hún Sigga að Guð hefði komið til sín og sagt henni að allt myndi fara vel. „Nánast allir nema hún voru búnir að missa vonina og kveðja mig.“ Hann segist oft hafa upplifað að þessi trú og tenging Maríu Óskar hafi orsakað hluti sem jaðra við að vera yfirnáttúrulegir. „Ég þurfti að læra að labba upp á nýtt eftir dáið og var á Grensási. Mér leið stanslaust illa og var alltaf kalt. Mér var kalt í heilan mánuð. En allt í einu fóru hlutirnir að gerast og ég náði smátt og smátt að braggast.“ Fanney stóð líkt og móðir hans með honum allan tímann. „Hún kom með Leó upp á hvern einasta dag til mín. Hún þekkir mína sögu og veit hvað mér hefur liðið illa. Mér hefur alltaf liðið eins og eitthvað vanti. Til dæmis eins og þegar það kemur að sam- þykki. Þegar ég var lítill þá hljóp ég beint til mömmu að sýna henni ef ég lærði eitthvað nýtt á brettið og kallaði á hana: „Sjáðu, sjáðu!“ Mig langar bara að vera séður. Mig langar að vera viðurkenndur, fyrir það að vera til.“ Tók út peninga fyrir börnin Mánuðina áður en María Ósk lést vörðu hún og Siggi mörgum ómet- anlegum stundum saman. „Við hittumst nánast daglega og hún kom alltaf með mér að sækja Leó á leikskólann. Hún lék við hann á meðan ég eldaði mat. Síð- ustu ár leið henni það illa að hún horfði bara á gólfið. En undir lokin, var farið að birta yfir henni,“ segir hann. Daginn áður en María Ósk hvarf lék hún við Leó í sandkassanum fyrir utan heimili Sigga á meðan hann eldaði, líkt og svo oft áður. „Eftir á upplifi ég að hún hafi mögulega fundið einhvern innri frið þegar hún var búin að taka ákvörðunina. Hún vissi sjálf að hún væri loksins að fá frið frá áhyggjun- um og sársaukanum. Hún var bara búin að ákveða þetta.“ María Ósk skildi eftir á heimili sínu fjármuni fyrir börnin sín sem hún elskaði svo mikið. Siggi frétti síðar að hún hefði tekið peningana út hálfu ári áður. „Ég hafði alltaf verið í svo miklu ójafnvægi. Síðan næ ég mér á réttan kjöl og er á góðum stað í nokkurn tíma. Amma hafði orð á því sjálf, mamma hefði aldrei gert þetta nema af því hún sá að ég var kominn í gott jafnvægi. Hún vildi bara sjá að börnunum hennar liði vel og við værum búin að koma okkur fyrir.“ Að kvöldi 2. júlí síðastliðins var lýst eftir Maríu Ósk í fjölmiðlum. Hún fannst svo látin í bíl sínum í hádeginu daginn eftir. „ Amma hr ingdi í mig með miklar áhyggjur af mömmu því það var slökkt á símanum hennar. Mamma slökkti aldrei á símanum og ef það gerðist þá fékk amma miklar áhyggjur, því hún vissi hve illa mömmu leið. Síðan hringir litli bróðir minn í mig og segir mér að hún hafi skilið allt eftir, hringana sína, gullúrið, allt saman. Þá fór ég að hágráta,“ rifjar hann upp. Langar að gefa honum allt Siggi segir sína nánustu hafa fylgst vel með líðan hans og viðbrögðum. „Af því ég er náttúrulega eins og ég er. Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera.“ Siggi upplifði mikla vanlíðan í kjölfar fráfalls móður sinnar. „En ég veit að hún var stolt af mér. Hún var stolt af þeim stað sem ég var kominn á og að það væri hægt að eiga góðar samræður við mig. Þrátt fyrir þetta rugl sem hefur verið á mér, þá sá hún alltaf það góða í mér.“ Hann segir að sér hafi fyrst um sinn þótt erfitt að vera einn með Leó, þar sem móðir hans hafi alltaf verið með þeim. „Við fjölskyldan erum því dugleg að vera öll saman. Mig langar svo mikið að gefa honum allt sem mig vantaði. Og mér líður eins og ég finni þetta tóm sem hefur alltaf verið í hjartanu mínu fyllast smátt og smátt, í hvert sinn sem ég gef honum það sem ég þráði. Ég vil viðurkenna og samþykkja tilfinn- ingar hans og upplifun. Ég vil gefa honum allt sem ég fékk ekki og svo miklu meira til.“ Siggi segir að sér hafi alltaf liðið eins og eitthvað vantaði og verið í sífelldri leit að samþykki. Í dag langar hann að gefa syni sínum allt það sem hann fékk ekki sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af síðu 32  OG MÉR LÍÐUR EINS OG ÉG FINNI ÞETTA TÓM SEM HEFUR ALLTAF VERIÐ Í HJARTANU MÍNU FYLLAST SMÁTT OG SMÁTT, Í HVERT SINN SEM ÉG GEF HONUM ÞAÐ SEM ÉG ÞRÁÐI. 1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.