Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 84
VIÐ LIFUM EKKI AF
NEMA FÓLK ÞORI AÐ
KOMA OG VERA MEÐ OKKUR OG
UPPLIFA ÞAÐ SEM GERIST Á
SVIÐINU.
Leikritið Upphaf eftir David Elridge verður frumsýnt í Kassanum, Lindargötu, í k völd, laugardaginn 19. sept-ember. Leikarar er u
Kristín Þóra Haraldsdóttir og
Hilmar Guðjónsson. Leikstjóri er
María Reyndal.
„Verkið fjallar um Guðrúnu og
Daníel. Hann er einn eftir þegar
gestirnir úr innf lutningspartíi
hennar eru farnir. Verkið gerist
á rauntíma á einum og hálfum
klukkutíma og fjallar um sam-
skipti þeirra þessa nótt,“ segir
María.
Sannleikur og nánd
Leikritið var frumsýnt í London
fyrir þremur árum, hlaut einróma
lof gagnrýnenda og áhorfenda og
hefur verið sýnt víða um heim.
Spurð hvað það sé sem heilli svo
mjög við leikritið segir María:
„Þarna eru litlar umbúðir og mik-
ill sannleikur og nánd. Ég held að
það hrífi fólk. Þetta er mjög vel
skrifað leikrit og trúverðugt með
áhugaverðum persónum. Þarna
er hefðbundnum kynjahlutverk-
um snúið við. Hún er sterk kona,
framkvæmdastjóri í fyrirtæki, og
hann er fráskilinn og býr hjá
mömmu sinni. Í leikritinu, sem
fjallar um einmanaleikann og þrá
eftir að tengjast, er gleði, harmur
og von. Ég held að allir geti sam-
samað sig einhverju í verkinu.“
Einungis tveir leikarar eru í Upp-
hafi og eru á sviðinu allan tímann.
Engar senuskiptingar eru og ekkert
hlé. Það reynir því mjög á leikarana
Kristínu Þóru Haraldsdóttur og
Hilmar Guðjónsson. „Þau eru mjög
færir leikarar með mikla reynslu,“
segir María. „Við þrjú unnum
saman í mikilli nánd og deildum
sögum úr lífi okkar.“
Skrifaði leikrit í COVID
Vegna COVID þurfti að skella í lás í
leikhúsum landsins, en nú er verið
að opna þau eitt af öðru. Spurð
hvernig hafi verið að vera leikhús-
manneskja á COVID-tímum segir
María: „Ég er sjálfstætt starfandi
leikstjóri og er alltaf að finna mér
verkefni. Þegar allt varð skyndilega
stopp dreif ég mig í að skrifa leikrit.
Þessi tími hefur verið bæði erf-
iður og langur fyrir stéttina. Öll
þráum við að sýna og fá áhorfendur
í leikhúsin. Við lifum ekki af nema
fólk þori að koma og vera með
okkur og upplifa það sem gerist á
sviðinu. Við erum mjög spennt og
glöð að fá að opna aftur.“
Verk um þrá eftir að tengjast
Þjóðleikhúsið frumsýnir Upphaf eftir David Elridge um helgina.
Leikstjórinn segir alla geta samsamað sig einhverju í verkinu.
Við erum spennt að fá að opna aftur, segir María. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Kristín Jónína Taylor og Bryan Stanley koma fram á
tónleikum í Salnum
í dag, 19. septem-
b e r, k l u k k a n
16.30. Þar verður
f lutt upptaka af
f lutningi þeirra
á píanósónötu
nr. 2 og píanó-
sónötu nr. 28
eftir Beethoven.
Frítt er inn á þessa
u p p h a f s t ó n l e i k a
raðarinnar. Arnar Jóns-
son leikari mun lesa valda
kafla á undan hverri sónötu, úr
bókinni Beethoven – í bréfum og
brotum, sem Árni Kristjánsson tók
saman.
Frítt er inn á tónleikana en gestir
þurfa að tryggja sér frímiða á salur-
inn.is
Ókeypis Beethoven í Salnum í dag
Arnar Jónsson leikari mun lesa valda kafla á undan hverri sónötu.
TÓNLIST
Sinfóníutónleikar
Verk eftir Beethoven og Glass
Flutningur: Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Stjórnandi: Eva Ollikainen.
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafs-
son.
Eldborg í Hörpu/Bein útsending
RÚV
fimmtudagur 17. september
Einhver nemandi í barnaskóla skrif-
aði einu sinni í ritgerð um tónlist að
börn og eiginkona Beethovens hefðu
alltaf verið að rífast í honum og gert
hann ENNÞÁ heyrnarlausari.
Það er að vísu satt að Beethoven
byrjaði að þjást af heyrnarskerð-
ingu 26 ára gamall og hún leiddi á
endanum til algers heyrnarleysis.
Hann átti hins vegar hvorki konu
né börn. Heyrnarleysið gerði hann
smám saman útlægan úr mannlegu
samfélagi, og svo var hann einkar
skapheitur í þokkabót. Ekki er vitað
hvað olli heyrnarleysinu, en Beet-
hoven sagðist ætla að taka örlögin
kverkataki. Hann var staðráðinn í
að láta þau ekki buga sig, og hann
þjálfaði sig í að semja tónlist án
þess að þurfa að heyra hvernig hún
hljómaði á píanói, eins og tónskáld
gjarnan gera.
Fyrir byltingu
Sú tónlist sem flutt var eftir hann
á Beethoven-veislu Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands á fimmtudagskvöldið
var samin frekar snemma á ferl-
inum, áður en hann varð heyrnar-
laus. Fyrsta verkið á dagskránni var
lokakaflinn úr fyrstu sinfóníunni,
en hann samdi alls níu. Sú fyrsta er
í hefðbundnu formi að mestu; Beet-
hoven var enn ekki orðinn sá bylt-
ingarmaður sem hann varð síðar,
er hann umbreytti hefðbundnum
klassískum tónlistarformum og
opnaði brautina fyrir miklu meira
frelsi í tónsköpun en áður hafði
þekkst.
Kaf linn var hressilega spilaður
undir stjórn Evu Ollikainen, sem
er nýráðinn aðalstjórnandi hljóm-
sveitarinnar. Strengir voru að vísu
ekki alltaf alveg samtaka, sem
heyrðist nokkuð glöggt í útsendingu
RÚV, en undirritaður horfði á hana í
sjónvarpinu. Túlkunin var þó fylli-
lega í anda verksins; skapstór og
tignarleg, gædd gríðarlegum krafti
sem var algerlega óstöðvandi.
Hin dulda merking
Maður veltir stundum fyrir sér
hvað svona tónlist merkir. Hver
er merking tónlistarinnar? Beet-
hoven var sjálfur spurður hvað til-
tekið verk eiginlega þýddi, eftir að
hann hafði leikið það á píanó fyrir
lítinn hóp áheyrenda í stofu. Tón-
skáldið reiddist við spurninguna, og
án þess að svara settist hann aftur
við píanóið og lék allt verkið á ný.
Það var svar hans; merkingin var í
sjálfri tónlistinni, hún þýddi ekkert
annað.
Merkingarþrungin túlkun
Þetta kom upp í hugann þegar Vík-
ingur Heiðar Ólafsson lék einleik-
inn í þriðja píanókonsertinum, sem
var næstur á dagskránni. Tækni-
lega séð var leikurinn lýtalaus, alls
konar tónahlaup voru óaðfinnan-
lega skýr og jöfn, tónmyndunin
var safarík og samspilið við hljóm-
sveitina hárnákvæmt. Það í sjálfu
sér var ekkert sérlega athyglisvert.
Það sem var sláandi var hve túlkun
Víkings var merkingarþrungin. Hún
var gædd miklum tilfinningum án
þess að vera væmin; stórbrotin með
undiröldu sem greip mann strax.
Þetta var frábær flutningur.
Í lok tónleikanna kvað við nýjan
tón, en þá var byrjunin úr Glass-
works eftir Philip Glass á dag-
skránni. Þetta er heillandi tónlist
í einfaldleika sínum, hún byggist
á sífelldri endurtekningu einfalds
tónefnis, sem skapar dálítið nost-
algíska stemningu. Flutningur
strengjaleikara og píanóleikara var
fágaður og ljúfur áheyrnar, og var
það fallegur endir skemmtilegra
tónleika. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Magnþrunginn
flutningur á þriðja píanókonsertinum
eftir Beethoven, og annað kom líka
ágætlega út.
Undiraldan í Beethoven var grípandi
Þetta var frábær flutningur, segir
Jónas Sen um Víking Heiðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING