Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 8

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 8
6 HVÖT ari kirtilstarfsemi er ekki í svo íöstum skorðum hjá kvenfólki sem körlum, þessvegna eru hin skaðvænu áhrif tóbaksnautnar- innar ákveðnari hjá kvenfólki. Konur sem reykja, mikið verða síður barnshafandi, vegna þess að kynkirtlar þeirra hrörna og þær eldast fyrir tímann. Hjá konum sem reykja. fellur minni mjólk til brjóstanna. og börnin þola illa mjólkina. Þau þrífast illa á henni vegna tóbakseiturs- ins sem líkaminn er mettaður af. Móðurmjólkin fer þá ekki varhluta af henni. Yfirleitt veld- ur tóboksnotkun því, að menn el dast fyrr en ella, ekki sízt kvenfólk. Æskublómin hverfur fljótt af andliti þeirra, hörund- ið verður hrúft og gróft og fær á sig einkenni ellinnar. Kvenfólk, sem reykir mikið, verður auðþekkt frá öðru kven- fólki. Enginn húðfarði getur fal- ið merki tóbakseitrunar. En alvarlegastar og hættuleg- astar eru reykingar fyrir ó- þroskuð börn. Þau börn sem byrja að reykja snemma, t. d. innan við 12—14 ára bíða þess aldrei bætur. Þessi börn fá aldr- ei þroskað taugakerfi og fleiri og færri af þeim verða vonar- peningur þjóðfélagsins og missa marks í liífinu. Dómur læknisfræðinnar um tóbaksnautnina er sízt af öllu tóbakinu í vil. Það er því alis ekki vansalaust af læknisfræð- inn’, að hafa ekki fyrir löngu reynt að stemma stigu fyrir tó- baksnautn og hindra útbreiðslu hennajr. Dómur vísindanna um tóbaks- nautnina er í fáum orðum þessi: Mikil og langvinn tóbaksnautn veldur æðakölkun, taugaveikl- un, ellikvillum og hrörnun fyrir aldur fram og úrkynjun og hnignun afkomendanna á marga lund. Tóhaldð tíð dánarorsök, Ég hefi sjaldan séð tóbakið og tóbaksnautn talda dánaror- sök. Þetta mun þó ekki svo fá- títt sem menn hyggja. Að minnsta kosti á tóbaksnautn alloft óbeinan þátt í því að menn deyja fyrr en annars væri á- stæða tili. Það er áreiðanlegt að tóbaksnautn flýtir fyrir æða- kölkun. Æðakölkunin er sjúk- dómur í æðum og hjarta. Sjúk- dómar í æðum og hjarta eru í sumum löndum talin tíðasta dánarorsökin. Ég er ekki í efa um að tóbaksnautnin á nokkurn þátt í þessari dánarorsök. Þess er þó sjaldan getið. Þá er og víst að miklum reyk- ingamönnum og öðrum tóbaks- neytendum stafar meiri lífs- háski af lungnabólgu og öðrum næmum sjúkdómum vegna þess að við þá sjúkdóma reynir svo mjög á þol hjartans. En tóbaks-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.