Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 47
HVÖT
45
liðinn vetur. Pessir skólar tóku
þátt í keppninni:
Flensborgarskólinn, Gagn-
fræðaskóli Rvíkur og Gagn-
fræðaskóli Reykvíkinga, Sam-
vinnuskólinn, Kennaraskólinn,
Verzlunarskólinn. Menntaskól-
inn í Reykjavík og Háskólinn.
Háskólinn var hlutskarpastur
og var honum afhentur bikar
S. B. S. til varðveizlu.
V. Fyrsti febrúar var helgað-
ur fræðslu og baráttu fyrir
bindindisstarfseminni og var
deginum hagað með líku sniði og
áður.
í Menntaskólanum í Reykja-
vík fluttu erindi Jón Jónsson,
nemandi, Björn Magnússon, doc-
ent og Pálmi Hannesson. rektor.
f Kennaraskólrnum: Jónas
Haralz og Sigurður Ölafsson.
f Kvennaskólanum: Eiríkur
Pálsson, stud. jur., Bjarni Magn-
ússon og Guðmundur Sveinsson.
f Gagnfræðaskóla Reykjavík-
ur: Guðmundur Sveinsson og
Sigurður Ölafsson.
f Gagnfræðaskóla Reykvík-
ínga: Steingrímur Arason, kenn-
ari, Eiríkur Páisson og Guð-
mundur Sveinsson.
f Iðnskólanum: Pétur G. Guð-
mundsson, fjölritari. Hafsteinn
Guðmundss. og Ágúst Péturss.
í Samvinnuskólanum: Jónas
Haralz, Bjarni Magnússon.
f Verzlunarskólanum: Bjarni
Magnússon, Eiríkur Pálsson og
Guðmundur Sveinsson.
f Flensborgarskólanum: Pétur
Sigurðsson, erindreki.
Á Akureyri fluttu erindi í M.
A.: Kail Pétursson, læknir og
Brynleifur Tobíasson, kennari.
í Gagnfræðaskólanum á Ak-
ureyri: Jóhann Þorkelsson- lækn-
ir ásamt kennurum skólans.
Á Siglufirði voru fundir haldn-
ir og ræður fluttar af ýmsum
bindindis- og stúkumönnum og
blað gefið út í tilefni af degin-
um.
Víðar á landinu voru ræður
fluttar í tilefni af deginum og
í ýmsum skólum voru ritgerðar-
efni valin með það fyrir augum
að vekja unglinga til umhugs-
unar um skaðsemi áfengisnautn-
arinnar og gildi bindindissam-
takanna.
Útvarpið var helgað þessum
málum um kvöldið.
Dagskrá önnuðust Stóistúka,
fslands og S. B. S.
Fyrir hönd Stórstúkunnar
fluttu erindi: Ingólfur Jónsson,
fyrrv. bæjarstjóri cg frú Þor-
valdína Ölafsdóttir, Þóra Borg,
leikkona, las upp, frú Björg
Guðnadóttir, söng einsöng með
undirleik hljómsveitar.
Af hálfu sambandsins töluðu:
Jónas Haralz. Guðimundur
Sveinsson og Bjarni, Magnússon.
VI. Ferðalög og heimsóknir til
skóla.
Eríkur Pálsson fór í umboði
sambandsstjórnar í ferðalag í
haust út á land, til þess að heim-
sækja bindindisfélögin.