Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 41
HVöT
39
Adolfs, hélt glasinu að vörum
hans og hvíslaði: »Vegna minn-
inganna um mig, því árin iíða.
Nú erum við ung, enn þá erum
við ung«.
»Já, vegna þín, Dúdú, minn-
ingarnar um þig mega aldrei
fölna«. Hann drakk glasið í
botn. Fyrsta glasið.
»Kysstu mig«, sagði hún, »þú
ert sá bezti. Hann laut að henni.
Koss'nn brann á vörum beggja.
Þegar þau litu upp, voru allir
fainir ,að dan,s,a. S ila, unaður.
Og árin líða.--------
Kirkjuklukkurnar ómuðu
saknaðartóna yfir Reykjavík,
borgina ungu, sem kveður enn
eitt ár æ,sku sinnar. Það var aft-
ur gamlaárskvöld.
Á heimili Adolfs Leifssonar
sat, frá S'grún kona hans út við
gluggann í frekar fátæklegri
s'ofu og horfði út á, strætið.
Fólkinu á götunni fækkaði óð-
um. Allir á heimleiö, eða komn-
ir heim til að kveðja árið hjá
ástvinum sínum.
»Ætli hann fari ekki að koma
heim«, andvarpaði hún með
sjálfri ,sér. »Ég vona, að hann
komi þó bráðum — núna«.
Dyrabjöllunni var hringt. Sig-
rún gekk fram í flýti. — — Að-
eins semdisveinn frá íshúsinu.
Aftur hringt. Nú var það
pósturinn með nokkur bréf. Frú
Sigrún gekk til barnanna, litlu,
systkinanna þriggja, sem léku
sér í næsta herbergi. Þau voru
þar ein og ,stóra. systir, sem var
átta ára, sagði yngri systkinun-
um sínum sögur og söng á víxi.
Hún þóttist vera leikkona. Uss,
liklega mátti hún ekki trufla þau
strax. Stúlkan hennar hafði
fengið leyfi til að vera heirna
hjá sér í kvöld. Frú Sigrún sett-
ist því ein í gamlan hægindastól,
sem faðir hennar hafði átt,
slökkti ljósið og beið. Maturinn
var t'lbú’nn á borðinu. Ekkert
vantaði, nema Adolf. Það hafði
komið nokkuð oft fyrir nú síð-
ustu árin, að hann hafði vantað
við kvöldborðið, en í kvöld var
kvöld minninganna, það gat ekki
verið, að hann léti sig þá vanta.
Sigrún gat ekki að því gert,
að hvarfla huganum til þess,
hve hamingja þeirra hafði dvín-
að smátt og smátt, eftir því, sem
drykkjubræður hans höfðu náö
fastari tökum á honum.
Stundum hafði hann hreytt
úr sér illyrðum til hennar, og al-
veg var það hryllilegt, hve mjög
þessi fallegi, sterkbyggði mað-
ar gat breyzt í veiklulegan,
nærri ógeðslegan aumingja.
En í kvöld átti þetta allt að
breytast aftur. Hún ætlaði að
beita öllum sínum yndisleik, öll-
um sínum gáfum og lipurð, til
þess að f á hann, til þess að vinna
þess heit, að hætta við vínnautm
ina. Og hann skyldi skilja við