Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 45
HVÖT
43
Formaður Félags ungra Fram-
sóknamanna telur stefnu síns
íélags í bindindismálum, mark-
aða með svohljóðandi samþykkt-
um, sem sambandsþing ungra
Framsóknarmanna að Lauga-
vatni gerði s. 1. vor.
Sambandsþing skorar á Al-
þingi að láta fara fram í sam-
bandi við næetu alþingiskosning-
ar atkva ðagreiðslu um það,
hvort leyfa, skuli innflutning og
sölu áfengis, og hvetur alla
flokksmenn til drengilegrar bar-
áttu fyrir útrýmingu áfengis úr
landinu.
Sambandsþingið brýnir félög
ungra Framsóknarmanna um að
vanda gem bezt til skemmtana
sinna, og fyrirbyggja að ölvun
eigi sér þar stað.
Ennfremur hvetur þingið alla
unga Framaóknarmenn til að
vera fyrirmynd annarra um
bindindi og almenna reglusemi.
Formaður Heimdallar, félags
u-ngra Sjálfstæðismanna hér í
Reykjavík, segir að í stefnuskrá
félagsins sé ekki sérstaklega vik-
ið að bindindismálum, en þar
fyrir hafi ráðamenn félagsins
lagt kapp á að útiloka ölvun af
skemmtunum og samkomum fé-
lagsins, og mætti í því sambandi
benda á hinar fjölmennu úti-
samkomur félagsins að Eiði, sen)
verið hafi t:l fyrirmyndar, hvað
reglusemi snerti. Formaðurinn
gat þess að framvegis myndi
Heimdallur beita sér ákveðnar
en áður fyrir framgangi bind-
indismálsins, cg væri þar fús til
samstarfs við önnur bindindis-
eða menn'ngarfélog.
Formaður Æskulýosfylkingar-
innar, félags ungra sósíalista,
segir að í stefnuskrá Landssam-
bands æskulýðsfylkingarinnar
sé ákveð:ð svo um bindindismál:
Sambandið vill vinna eftir
mætti gegn áfengisneyzlunni og
skírskotar til þess þjóðarböls,
sem leiðir af áfengisnautn æsku-
lýðsins. Telur sambandið að í
þessu máli beri að stefna að al-
gerðu aðflutningsbanni á áfengi.
Um þessi mál vill Æskulýðs-
fylkingin hafa sem nánasta sam-
vinnu við Goodtemlpararegluna,
Ungmennafélögin og Samband
bindindisfélaga í skólum, og önn-
ur þau félög, gem útrýming á-
fengis hafa á stefnuskrá sinni.
Pað vantar sterkan menning-
arfélagsskap meðal fólksirs, sem
byggir upp bæinn, sem barist
geti við hlið Ungmennafélag-
anna og Sambands bindindisfé-
laga í skólum. Það vill Æsku-
lýðsfylkingin vera.
Hvöt telur yfirlýsingar þessar
binar merkilegustu en vill jafn-
framt benda á þá staðreynd, að
kenningar stjórnmálaílokkanna
eru ekki æfinlega samkvæmar
framkværndum þeirra.