Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 21

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 21
H VÖT 19 ýmiskonar veikinda og veiklun- ar og afleiðing þess verður oft og ein.a,tt dauði, sem þýðir fyrir bjóðina glatað afl, greinilega neikvæð verkun á frelsi þjóðar- heildarinnar. Þær eru óskráðar skýrslurn- ar, sem segja frá því, hversu rnörgum mannslífum íslenzka þjóðin hefur fórnað á altari Bakkusar, en reynsla annarra þióða í þessum efnum gefur vissulega tilefni til umhugsunar. Sir Andrew Clark, sem var ’iflæknir Viktoríu Englands- drottningar, en, síðar yfirlæknir á sjúkrahúsi einu í London gef- ur eftirfarandi vitnisburð: »Þegar c'g var á rannsótknar- ferð í sjúkrahúsi mínu og sá, að sjö af hverjum tíu sjúkling- um áttu raun r sínar að rekja til áfengisnautnarinnar, gat ég ekki annað, en hryggst af því, að fræðsla um þetta mál hefur aldrei verið hre n og bein og skýrt ákveðin sem skyldi, og þegar ég hugsa sjálfur um þetta er mér næst skapi að segja af mér embætti mínu og leggja af stað í krossferð og flytja hvar- vetna þennan varnaðarboðskap: V-arið ykkur á þessum skæð?. óvini kynslóðar vorrar«. Og eftirfarandi dóm kveður hinn finnski prófessor, Pipping- skjold, upp yfir drykkjumönn- unum: »Mætti þeim auðnast það látn- um, að vera. við vísindalega rannsókn á lifrum sínum, mundu þeir ílestir sannfærast, um, að þeir hefðu stytt sér ald- ur, og þeir mundu að líkindum bregða við og hvísla að sonum sínum þeim lífsreglum, sem þeir höfnuðu sjálfir í lifanda lífi«. Getur þjóð, sem vill sækja fram til frelsis og fullveldis gengið fram hjá dómum sem þessum. Getur hún lokað eyrum sínum fyrir staðreyndum, sem aðrar þjóðir hafa, aflað sér gegn um dýrkeypta og raunalega reynslu — þegar þess er gætt, að slíkir sorgarvíðburðir hafa gerzt og eru að gerast meðal hennar sjálfrar, — væri ekki nær, að hún notfærði sér reynslu annarra þjóða og sinn,- ar eigin og varaðist slík víti.• — Worseley lávarður sagði einiu sinni: »Stóra-Bretland á nú sem stendur engan skæðári óvin, en ofdrykkjuna. Hún verður fleir- um að bana, en öll nýtízku morð- vopn„ og hún grandar ekki lík- amanum eingöngu, heldur sál- mni«. Vér fslendingar höfum líka fengið að reyna þau áhrif, sem áfengið hefur á sálina. Tala inn- brota og óknyfrta hefur stór- hækkað, geðbilun aukizt og fleiri og fleiri fylla nú í dag íangeisin og taka út sektir af- brota, sem, þeir ,höfðu framið undir áhrifum áfengis.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.