Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 6

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 6
4 HVöT þjóðanna að nákvæm rannsókn hefði farið fram og sannað ágæti tóbaksneyzlunnar áður en tttbreiðsla, hennar varð svo al- menn. En það er nú síður en svo. Hið gagnstæða hefir átt sér stað. Vísindalegar staðteyndir eru fyrir því að tóbakið er sterkt eitur, sem hefir skaðleg áhrif á allt líf. Áhrif tóbaksnautncir. Meðan karlar voru einir um tóbaksnotkun, og svo var um langt skeið, þá, gat nokkuð orkað tvímælis um skaðleg áhrif henn- ar. Ekki sízt vegna þess, að fæstir byrjuðu á henni fyrr en þeir voru orðnir fullþroska menn. En síðan að tóbaksnotk- unin varð svo algeng, sem nú, eru hinar skaðlegu afleiðingar hennar orðnar svo áberandi, að ekki er viðunandi að við svo bú- ið sé látið standa. Þessvegna verður að krefja vísindin um rétt svar við því, hvort áhrif tóbaksnotkunarinnar á menn séu vaxandi þroski eða hrörnun og úrkynjun. Eftirfarandi spurningar eru því eðlilegar og tímabærar: Bætir tóbaksnotkur. heilsu manna eða spillir það henni? Hefir tóbakið unnið sannri menningu gagn eða ógagn? Er nautn tóbaksins saklaus skemmtun? Hver eru áhrif tó- baksnotkunar á heilsufar, sið- ferði og efnahag? Veitir tóbaksnautn taugakerfi manna þá hvíld, þann styrk og rósemi, sem menn telja að hún veiti? Lengir tóbaksnautnin líf manna? Ekkert væri eðlilegra en að vísindalega rétt svör væri feng- in við þessum eða líkum spurn- íngum áður en ótakmörkuð notk- un tóbaksins væri leyfð. Ekki sízt á síðustu tímum þar sem svo margt er bannað, sem áður var frjálst. Til þess að fá svör við ofan- rituðum spurnngum verður fyrst og fremst að kynna sár umsagnir læknavísindanna til þess að fá vitneskju um áhrif tóbaksins. I annan stað verður að kynna sér reynslu ýmsra sér- frrð'riga, svo sem uppeldis- fræðinga og hagfræðinga um á- hrif tóbaksins á þjóðina, andlega og efnalega. Svar læknisfrœðinnar: Kennslubækur læknisfræðinn- ar kenna að nikotínið, sem er hið lokkandi lyf tóbaksjurtar- innar, sé eitt hið skæðasta eitur- lyf, sem þekkist. Af hreinu niko- tini er örlítili skammtur ban- vænn. Er talið að ekki þurfi nema 2 dropa til þess að drepa fullorðinn mann. Nikotinið er banvænt öllu lífi. Það hefir líka

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.