Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 38

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 38
36 HVÖT Er árið var liðið, vér lítum þau undur hann lá undir húsvegg í skaírenningsbyl. I veitingakránni var kramið í sundur það kærasta og bezta, sem átti hann til. Hann lá þarna klæðlítill, hrakinn og hrjáður, og horfnir þeir vinir er sugu hans blóð. í fjötrum var alt, sem var fögnuður áður hans fegurð og þrek var sem útkulnuð glóð. I Guðs nafni reisið hinn fallna á fætur þú framsýna, hugdjarfa bindindissveit. Mannkynið ráðvilt í myrkrinu grætur. Meinin að græða nú strengið þið heit. Standið þið saman í stálviljans mætti styrkleika brynjuð, er ársólin rís, íylkið þið liði, þá óguin hver ætti engu að granda. Og sigur er vís. »Hugrún.« Bindindismálaráð. Á síðast liðnu ári var gengið frá stofnun »Bindindismálaráðs íslands« fyrir forgöngu áfengis- málaráðunautst, Friðriks Brekk- an. Ráð þetta er sett eftir norskri fyrirmynd. 1 ráðinu eiga, sæti 5 menn. Framkvæmda- nefnd Stórstúku fslands tilnefn- ir 2 menn, stjórn S. B. S. 1, Stjórn SambandiS Ungmenna- félaga fslands 1, en ráðunautur ríkisstjórnarinnar í áfengismál- am skal ve: a 5. maður og odd- viti ráðsins. Starf ráðs'ns er fyrst og fremst að aðstoða áfengismála- ráðunaut, gefa ráð og vinna að samstarfi, bindindissamtakanna og hafa eftirlit með áfengisvarn- arnefndum cg fræðslu í bind- indis- og áfengismálum. Ef vel er á haldið, má mikils vænta af ráði þessu. Stjórn S. B. S. lýsir ánægju sinni yfir stofnun þess, en hvetur það jafnframt til starfa, því að verk- efni þess eru maxgþætt °g merkilegt. Colerigde lávarður kvað upp það dómsorð úr æðsta dómara- sæti á, Englandi árið 1881, að ef takast; mætti að gera, Eng- lendinga að bindindismönnum og útrýma áfenginu þaðan, þá myndi mega loka níu fangahús- um af hverjum tíu.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.