Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 24

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 24
Gengið á Langjökul, Eftii* Jón Jónsson. Síðastliðið sumar starfaði ég við veðurathuganir uppi við Hvítárvatn í sambandi við dönsku landmælinga-flugvélina, sem tók myndir úr lofti af ör- æfum landsins. Verður hér stuttlega sagt frá því, er ég, á- samt tveim öðrum piltum gekk frá sæluhúsinu í Hvítárnesi á eina af hæstu bungum Langjök- uls. Hvítárvatn er eitt af stærri stöðuvötnum landsins og liggur í kvos við suðausturrönd Lang- jökuls. Það er um 10 km. á lengd og 2—4 km. á breidd og er 420 m. yfir sjó. Austanvert við vatnið, í Hvítárnesi, er sælu- hús Ferðafélags Islands., en. að vestanverðu, gengur Skriðufell (1235 m.) þverhnípt fram í það úr Langjökli, sem brýzt fram sunnan og norðan fjallsins í tveim skriðjöklum:, sem ganga út í vatnið. Syðri skriðjökullinn er sléttur og greiður yfirferðar, en sá nyrðri er brattur, úfinn og sundurtættur og má heita alLs- endis ófær. Föstudaginn 1. júlí kl. 6 e. h. íögðum við af stað. Niður aö vatninu er rúmrar \ klst. gang- ur yfir nesið, sem er afar gróð- ursælt, enda er þar á sumrin ■Jón Jónsson. mikið og fjölskúðugt dýralíf. Þegar niður að vatninu var kom- ið settum við út bátinn og héld- um af stað. Leiðin yfir vatnið lá ýmist í gegnum smá íshröngl eða frami hjá geysistórum ís- borgum, sem brotna úr skrið- jöklunum, þar sem þeir koma fram í vatnið. Er það daglegt, a. m.. k. í heitu veðri og heyrast þá miklir dynkir og drunur, sem bergmála í fjallinu og oft kemur af því flóðalda, sem geng- ur yfir allt vatnið. Eftir 1 klst. róður lentum við bátnumi rétt, sunnan við syðri skriðjökulinn og héldum af stað upp að ísröndinni. Þar sem við komum að henni, reyndist ó- kleift að komast yfir á sjálfan

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.