Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 9
HVöT
7
nautnin dregur úr þoli hjartans
flestum eiturtegundum fremur.
Það er því villandi þegar um
þessa sjúkdóma er að ræða, að
geta ekki um hinar meðverkandi
orsakir tóbaksins, sem dánaror-
sakar. Flestir miklir tóbaks-
menn hafa meir og minna bilað
hjarta.
Meiri eða mmni tóbaksnautn.
Flestir sem byrja á tóbaks-
nautn munu gera það með þeim
ásetningi, að nota það í hófi sem
kallað er. En menn venjast eit-
urverkunum tóbaksins, og að
sama skapi verða menn sólgnir
í það. Svo fer að lokum að menn
treysta sér ekki til þess að losna
við tóbaksnotkunina. Menn
verða ánauðugir þrælar hennar.
Leikurinn endar með því, að það
eru ekki mennirnir sem taka tó-
bakið. Pað er túbakið, sem hef-
ir tekið mennina, og lamað vilja
þeirra og þrek. Pað er sagt um
fjandann, að hann taki alla
hendina ef honum er réttur litli
fingur. Þannig er það um flestar
aðrar eiturnautnir. Drykkju-
maðurinn verður sólginn í alko-
nol, morphinistinn 1 morphin
eða cocain. Pessi eitur eru ein
fjöliskylda með svipuðum svæf-
andi og deyfandi verkunum.
Umsögn uppeldisfræðinga um
tóbakið.
Farið til uppeldisfræðinganna
og spyrjið þá um áhrif vindl-
ingareykingar á börn og ungl-
um. Dómur þeirra mun áreiðan-
lega, verða á einn veg, sem sé
sá, að tóbaksnautn spillir æsk-
unni. Hún spillir siðferði og
heilsu æskulýðsins, gerir hana
tómláta og hirðulausa um góða
og heillnæma siði, tefur fyrir
námi og vekur hjá henni hneigð
til óknytta, jafnframt því sem
heilsufari hrakar, og því meir
sem unglingar byrja fyrr á því
að reykja. Þeir unglingar, sem
byrja snemma á vindlingareyk-
ingum, ná fæstir áætluðu marki
í liífinu. Vanalega fer það svo,
að tóbaksnautnin og löngunin í
það, gerir kröfu til annara
hressingarlyfja, svo sem alkó-
hols. Menn segja, að tóbakseld-
urinn kyndi undir ííöngunina í
vínið. Pegar þessar tvær eitur-
nautnir taka höndum saman,
er hæpið að þeir vesalingar, sem
lenda í neti þeirra, verði nyt.-
samir þegnar í þjóðfélagi sínu.
Peir eru og verða vonarpening-
ur.
Dómur uppeldisfræðinga er
því ekki tóbakinu og nautn þess
í vil.
Hvað segja rannsóknardóm-
arar í sakamállum? Erlendis í
stórborgum er reynsla þessara
manna sú, að þau börn og ungi-
ingar, sem kom;st hafa út á
braut óknytta og afbrota hafi
því nær undantekningarlaust