Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 22

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 22
20 HVöT Það var einu sinni maður, sem stóð fyrir framan veitinga- krá og var að virða fyrir sér dyrnar á kránni. Manni einum, sem gekk fram hjá, þótli þetta undarlegt og spurði hann, að hverju hann væri að gá. »Þetta eru undarlegar dyr«, sagði maðurinn »þær eru aðeins einn meter á breidd og tveir metrar á hað, en, þrátt fyrir það hefur landareign mín, hús mitt, allar eigur mínar farið inn um þessar dyr«. — Þetta litla dæmi er ljóst, það er engin, hula, sem leynir þeirri sorgarsögu, sem hér er að baki. Þetta er maður, sem áfengið hefur gert öreiga. Þeir menn eru margir, sem áfengið hef- ur rænt síðasta eyri, og skilið þá 'eftir á klakanum eignalausa, suma hverja í brjáluðu á- standi og í hverju tilfelli gert þá, að lakari mönnum, en þeir annars áttu að sér að vera. Saga allra þjóða sannar hin beinu hlutföll, sem liggja milli fátæktarinnar annarsvegar og áfengisins hinsvegar — sannar það, að maðurinn, sem áfengis- ins, neytir, selur um leið burtu fjármuni sína, hugsar minna um daglega vinnu, sem er lífgjafi brauðsins, en meira um að fá á flöskuna, Það er í frásögur fært, að af þeim, sem í Danmörku, á árun- um 1871—80 þurftu að leita til hins opinbera vegna fátæktar, gátu tveir af hverjum, fimm karlmönnum og fimmta hver kona rakið fátækt sína til drykkjuskaparins. Það sama var líka útkoman í London 1860--61. Þá var þar langvarandi atvinnu- leysi. En af þeim 7947 handiðn- aðar og daglaunamönnum, sem voru í bindindi þar í borginni, þurfti ekki einn einasti að leita aðstoðar hins opinbera. Vér Islendingar, sem tölum um frelsi og sjálfstæði verðum að gera okkur það ljóst, að bar- áttan fyi ir frelsinu er ekki ein- ungis háð út á við —- heldur líka, og það ekki hvað sízt gegn , þeim öflum innanlands, sem vinna þjóðinni tjón. Vér vitum, að áfengið er eitt þeirra afla; og það, sem stærstu skörðin hef- ur höggvið og mun, höggva í fylkingar þjóðárinnar. Skörð, sem aldrei verða fyllt. — Gegn áfenginu verður að hervæðast, og hika eigi. »Tak blys þín æska og sjáðu sjálf öll meinin, þá sigrar þú og finnur óska- steininn«. Ég hefi hér að framan farið nokkrum orðum um þessar tvær andstæður: áfengi og frelsi. Ég beini að lokum athygli allra þeirra, sem orð mín kunna að lesa á, það, að eigi frelsi og fullveldi að ríkja á þessu landi,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.