Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 13

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 13
H Völ 11 fleiri freiatingum en dæmi er til áður. Nú er fleira, semi glepur, meira, ,sem hrekur af leið, erfið- ara að átta sig, verra að halda réttri stefnu. Þegar vöxtur hljóp í fram- leiðslluna eftir að landið fékk sjálfsstjórn og atvinnumögu- leikar jukust, rýmkaðist um peningaráð manna og þeir fengu meiru úr að spila. Fram- larirnar voru stórfellidar. En oft fylgir böggull skammrifi, og svo var hér. Þegar fólkið tók að hópast, saman á, mölinni og bæ- irnir stækkuðu, reis upp þar í margmenninu ým'skonar starf- semi, er til óheilla horfði. Kaffi- húsum fj lgaði, kvikmyndahús voru reist, cansstaðir þutu upp, spilakompur urðu til, áfengis- neyzla, jókst. Sumt, af þessu þarf ekki að skaða æskulýðinn, ef rétt er á haldið, en sú hefur orðið raunin á hér, að allt þetta ásamt fleiru, sem í kringum það er, hefur átt, mikinn. þáitt í því, hversu æskan er rótlaus, og allt á hverfanda hveh um stefnur hennar og ákvarðanir. Skemmt- analífið hefur verið og er spillt og gegnsýrt af áhrifum of- drykkju og annara lasta. Svo þegar kyrkingur hljóp í atvinnulífið og atvinnuleysið tók að þjaka þjóðinni, og marg- ir unglingar vissu ekki hvað þeir áttu við tíma sinn að gera, þá stóðu þessar stofnanir þeim opn- ar. Og þær gerðu meira,. Æsk- an var beinlínis ginnt og glap- in út í glauminn og spillinguna með glæstum og blekkjandi aug- lýsingum, svo að ýmsir sliepptu allri annari hugsun, og sumir skirrðust j'afnvel ekki við að grípa til mannskemmandi ráða tili þess að afla sér aura til skeinmtananna. Er þá ekki eðlilegt, að æskan sé villt á vegamótum og viti ó- gjörla hvað gera skal? Víst er það engin furða. Hún stendur rn'tt í hringlinu og ósköpunum, sem henni hefur verið skilað af eldri kynslóðinni, eða öllu held- ur sem eldri kynslóðin hefur sett hana n'ður í, því það mega menn vita, að ekki hefur æsku- lýðurinn sjálfur byggt kaffihús, vínstofur og áfengisútsölur. Það eru verk þeirrar kynslóðar, sem nú er ráðandi í þjóðfélaginu. II. Nú kunna menn að segja, að hér sá harla neikvæður málap flutningur á ferðum, hér sé að- eins verið að ýta sök af æsk- unni yfir á þá eldri. Svo er þó ekki. En í þessu efni sem öðr- um er nauðsynlegt að gera sér Ijósa, grein fyrir ástandinu eins og það er, og ástæðunum, sem til þess liggja. Æskan getur ekki rétt sig úr kútnum, og hrist af ,sér hálfvelgjuna nema hún geri þetta. Hun þarf að vera sér þess

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.