Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 19

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 19
Frelsi. Eftir Gnðmund Sveinsson. Frelsi er hugtak, ,sem allir Is- iendingar kannast, við. Peir þekkja það' sem, tahmarkið, sem þjóðin hefur leitað að í marga manrsaldra; sem, andstæðu þeirrar ánauðar, sem kúgaði þjóðina og þjakaði öld fram af öld, en síðast, en. ekki sízt veit Islend ngurinn, að frelsið er ,sá brennipunktur,. sem uppfylling margra glæstra vona og göfugra hugsjóna sameinast, í. Sú þjcð, sem teygað hefur af bikar ánauðarinnar og fundið fjötrana hefta, þá krafta, sem lífið. sjálft krefur hana um, fundið framgjarna þrá bælda niður og kennt svöðusáranna. sem afturhaldið hefur sært hana, leitar hins tapaða gim- steins s'ns, frelsisins. — Pannig sikýrist barátta hinnar íslenzku þjóðar fyrir frelsi sínu, barátt- an, sem beztu synir hennar og dætur færðu, fórnir sínar. Bar- áttan, sem kostaði líf ekki eins heldur margra manna: sorgleg afleiðing sundurþykkis og met- orðagirni. En baráttan færði sigra cg á síðast liðnu ári minnt umst vér hátíðlega 20 ára af- mælis fullveldis Islendinga. Um leið og menn á þeirri hátíðlegu stundu minntust liðna tímans, Guðmundur Sveins-son. og þeirra sigra, sem hann hafði borið í skauti sér, unnu menn heitstrengingar um, að feta í fót- spor forfeðranna og ekki hætta fyrr, en hinn síðasti hlekkur væri .sundur höggvinn. Sagan greinir ýmist' frá, sigr- um eða andstæðu þeirra, ósigr- unum. Vér vonum, að þegar ,saga yf- irstandandi tíma verður skráð, þá geti hún um sigra. Og ,sú er von okkar, að árið 1943 blakti íslenzkur fáni við hún á íslenzkri fold, — fáni al- frjálsra manna í alfrjálsu landi. — Vonir mannanna eru ekki hin óskeikula vissa, sem, neitt segi ákveðið eða fyrirbyggi að öðru- vísi geti ekki farið, en vonin er

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.