Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 36
34
HVöT
Það er sem þeim finnist þeii
hafa glatað lífsgleði sinni og
reyni að leita hennar í drykkju-
skap. Þeir hafa. glatað þvþ eða
hafa máske aldrei fundið það,
sem ávalt hlýtur að vekja lífs-
gleði með sérhverjum manni.
Þá skortir verkefni, áhuga-
mál, sem þeir geta beitt eldmóði
H?skuáranna fyrir. Að fengnum
áhugamálum, sem veita starfs-
gleði í frístundum, get ég ekki
skilið að menn hvarfli til áfeng-
is-nautnar. Þeir hafa fyrst og
fremst ekki tíma til slíks, og þeir
hafa fundið það, sem þeir áður
leituðu að í heimkynnum Bakk-
usar. Þeir hafa hlotið það traust
til starfsgleðinnar, að þeir eru
ófúsir að fórna henni fyrir ann-
að. -— En hver eru þá þessi
verkefni, þessi áhugamál, gem
eiga að gera kraftaverk í bar-
áttunni gegn áfengisnautninni?
Af þeim tel e'g ferðalög, svifflug
og aðrar útiíþróttir fyrstar.
Þeir, sem ekki hafa kynnst neitt
hinni stórbrotnu íslenzku nátt-
úru eiga mikið eftir, og þeir,
sem telja sig hafa kynnzt henni
eitthvað, eiga alltaf eitthvað
eftir. Hin margbreytiiega. feg-
urð íslenzkra óbyggða er ótæm-
andi. Við megum Iengi bergja
af þeim brunni svo borð sjáist
á. — Það er skoðun mín, að með
því að leiða æsku þessa lands
inn í glaðværan hóp sannra í-
þróttamanna, muni mega
höggva dýpri skörð í víglínur
Bakkusar, en takast myndi meö
löngum og þreytandi fortölum
um ska.esemi áfengra drykkja.
Svifflug cg áfengi! Hér mæt-
ast tvær andst cður, sem aldrei
mun verða hægt að sameina.
Eflum þessvegna íþróttirnar á
kostnað áfengisnautnarinnar.
Svifflug krefst röskra hand-
taka, en hatast við silahreyf-
ingar og lognmollu útslæptra
þjóna vínguðsins. Tökum svif-
flug og aðrar íþróttir í þjónustu
ckkar, og ég er viss um að við
fáum »byr undir báða vængi«.
Hjálrnar R. Bárðarson.
Fræðslu- og skemmt'ikvöld
S. B. S.
hafa verið tvö, síðan nýja
stjórnin tók v!ð störfum. Hið
fyrra, var haldið í Varðarhús-
mu. Förseti S. B. S., Eiríkur
Pál-son, flutti ávarp. Aurelíus
Níelsson stud. theol, las upp
kvæði og sögu. Aðalsteinn Sig-
mundsson kennari flutti erindi.
Þá voru sýndar skuggamyndir.
Hið síðara var 19. janúar í
Mennta,skólanum í Rvík. Hófst
það með kvikmyndasýningu, er
lýsti lifnaðarháttum steinaldar-
mannsins. Þá flutti Sve'nn Sæ-
mundsson yfirlögregluþj. langt
og' fræðandi erindi um bindind-
ismál. Á eftir voru sýndar
fræðslu-kvikmyndir. — Kvöld
þessi njóta mikilla vinsælda.