Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 23

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 23
HVÖT 21 þá verður þjóðin að læra af reynslu iiðinna ára og uppræta mist Iteininn: áfengið, áður en það kemst í morðaðstöðuna, við Baldur, frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Eg beini athygli allra að orð- um Mat.ti Heleniusar er hann seg'r: »Það er chugsanlegt, að mannkynið eigi bjarta og far- sæla framtíð í vandum, nema öruggum lokum verði skotið fyr- ir alla áfengisnautn«. Eg beini athygli allra að fram- tíð Islands og bið menn að draga upp í huganum framtíðarmynd þjóðarinnar með áfengi og án þess. — önnur myndin lýsir heil- brigðri, frjálsri og framsækj- andi þjóð. Hin dregur upp skuggahliðar jarðlífsins, sjúk- dóma, fátækt, glæpi og dauða;. Frjáls og andlega heilbrigðnr maður veit hvora myndina hann kýs að framkallist í þjóð- lífi Islendinga — og hann legg- ur hönd á plógmn og berst fyrir hugsjón sinni. Þannig varð S. B. S. til, og þannig mun baráttu þess halda áfram, meðan til er á íslenzkri fold, frjálshuga og heilbrigður æsíkulýður,, sem veit, hvað hann vill, cg hverju hann hafnar — æskulýður, sem sér framtíðina byggjast á: frelsi, heilbrigði og bindindi! Guðmundur Sveinsson. Molar. 100 þús. manna þjóð sem berst fyrir efnahagslegu og stjórnarfarsiegu frelsi sínu, má ekki viði því að eyða árlega á fjórðu milljón króna í cifengi! Einn þeirra stjórnmálamanna, sem rnikið hefur verið um rætt á síðustu tímum, Dr. Eduard Benes, er bindindismaður bæði á tóbak og áfengi. Hitler og Mússolini eru báðir bindindis- menn. Hinn þekkti vísindamað- ur, Einstein, er bindindismaður og lifir mjög óbrotnu lífi. Þjóðverjar eyða 3—4 milljörð- um marka í áfengi árlega. Um þetta segir Hitler: »Væri þessari fjárhæð árlega varið til bygg- inga íbúðarhúsa, yrði það ekki aðeinpi t;l þess að binda enda á húsnæðisskortinn, heldur færði það þýzku þjóðinni gleði og gæfu sem væri að minnsta kosti æðri og einlægari og þjóð- inni heillavænlegri en sú »gleði rg gæfa«, er það áfengi veitir, sem keypt er fyrir þessa upp- hæð«. Enginn sá, sem vill gcefu og gengi þjóðar sinnar, getur ósk- að þess, að henni sé byrlað eit- ur áfengisins.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.