Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 32

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 32
30 HVÖT tíma sólbjartan sunnudagsmorg- un. Ha g gola bærir tjalddúk- inn og skrjáf hans eru einu hljóðin, sem heyrast þennan kyrrláta. og fagra sumarmorg- un. En klukkan 7i er kyrrðin skyndilega rofin af hvellum lúðraþyt. Nú er golan ekki leng- ur ein um að bæra tjalddúkinn og röddum og hlátrasköilum fjölgar ört. Hausar taka riú að g i gjast út hér og þar, og fyr en nokkurn varir, er þessi kyr- 1 láta slétta orðin iðandi af skraf- andi og syngjandi æskumönn um. Að loknum morgunþvætti | gengur liver flokkur og hver maður að sínu starfi. Sá flokk- ur, sem sér um matreiðsiu þann daginn„ lagar nú kakó fyrir hóp- inn. Hinir flokkarnir fara flest- ir yfir að flugskýli. Þar eru ! geymdir gersemisgripir þessa félags, svifflugurnar. Þegar rennihurðirnar hafa verið opn- aðar, sjáum við hvíta vængfletí þessara undrafugla glitra í sól- j inni. Svifflugurnar í skýlin.u eru fjórar. Við heyrum að þær heita j ýmsum nöfnum, eftir gerö ; þeirra;. Hér eru, svifflugur bæði fyi ir byrjendur cg sn ll'nga í svifflugi. Svifflugurnar eru nú bornar út úr skýlinu og dregn- : ar yfir á flugvcllinn, þ. e. þann j stað, sem notaður er til flugæf- inga. Þar eru þær látnar standa þannig, að annar vængendinn nemur við jörð. Þá er næst kom- ið með t.vær rúllur af gúmmí- teygjum. En nú kemur annao til að athuga. Inn á flugsvæðið er ekið bronslitaðri bifreið. Iíún er ekki lengur »fríð sýnum«, en ber þó enn cljósan vott um., að hún einhverntíma hafi átt betri daga. Nú er hún notuð til að draga svifflugur í loft upp. Aft urhjólunum er nú lyft frá jörðu, og í stað annars þeirra er sett spóla með stálvír á. Nú er aðal-undirbúningi flugs- ins lokið, en einmitt þá er kakór ið tilbúið, og menn ganga til tjaldanna aftur til morgunverð- ar. — Á meðan skulum við líta svolítið á svifflugurnar. Þær eru allar byggðar úr líku efni. Mátt- arstcðir þeirra eru úr tré, fremri brún vængja og stýris og fleira þess háttar úr þunn- um krossvið, en vængfletirnir eru úr þunnu, olíubornu lérefts- efni. Þegar við höfum virt þessi fiugtæki fyrir okkur um stund, koma fyrstu flokkarnir aftur. Nú er æft á fjórum stöðum.. — En þar sem við erum svo hepp- in, að hér eru menn, sem nú setjact í fyrsta skipti í stjórn- sæti svifflugu, skulum við fylgj- ast með fyrstu æfingu þeirra til að kynnast dálítið byrjunar- atriðunum. Þessir menn hafa þó fengið nokkra vitneskju um loft- strauma og fleira þessháttar, en við skulum sleppa því og

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.