Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 28
26
HVÖT
vegna þess, að þeir eru svo ung-
ir. Þar fá nemendur yfirleitt
kennslu í líkamsrækt í einhverju
formi á hverjum degi. En það
ber ekki eing'ingu að ásaka
skólana fyrir vanrækslu í þess-
um efnum, nemendur eru mjög
sofandi um allt sem snertir í-
þróttir. Hugsum okkur tvo pilta,
annar byrjar að stunda líkam-
lega vinnu en hinn, sezt á skóla-
bekkinn. Hvaða jafnvægi verður
á líkamsmennt; þessara tveggja
pilta? Ekkert. Skólapilturinn
öðlast ekki naga líkamsmennt
á þeim tíma, sem hann stundar
nám, en pilturinn, sem stundar
líkamlega vinnu, stendur miklu
betur að Vígi. En. það má koma
jafnvægi á, þetta með því, að
skólapiltarnir herði líkama smn
með íþróttum, og hann hefur
jafnvel meira tækifæri, því að
íþróttirnar einar geta veitt, öll-
um líkamanum jafnan þroska
ramfara snarleik cg þrótt, sem:
aldrei hefst upp úr nelnni hvers-
dagsvinnu, En líkamsrækt- er
námsmanninum einnig nauðsyn-
leg vegna hinnar miklu andlegu
áreynslu. Það er sannað mál, að
dugleysi unglinga við nám á
mjcg oft rót sína að rekja til
bkamlegrar veiklunar, miklu
oftar en, haldið er. Ef vandlega
væri að þessu gætt, mundi það
oft, sinnis koma í ljós, að skiln-
ingsleysi og hugsunarleysi eru
ekki vottur um, leti, heldur af-
leiðing af einskonar líkamlegri
deyfð, sem unglingurinn getur
ekki gert sér grein fyrir. Þetta
leiðir þess vegna af sér, að
gagnsemi íþróttanna, er kersýni-
lega miklu víðtækari en almennt
er ætlað. Þegar gætt er að þe,s,s-
um gagnlegu áhrifum íþrótt-
anna á öll líffæri líkamans og
starfsemi þeirra, þá er auðséð,
að þær bæta stórum úr þeim
skaðsemdum, sem hversdagslíf-
ið jafnan hefur í för með sér að
meiru eða minna leyti. Það sem
einna mest hefur lamað íþrótta-
starfsemi í skólum er, hversu
nemendur eru óreglusamir. Það
er blátt áfram grátlegt að
ungur menntamaður sikuli,
vegna hugsunarleysis, eyðileggja
líkama sinn með neyzlu tóbaks
og áfeng's. Það er ef til vill fyr-
irgefanlegt, að ekki sé beinlínis
lögð rækt við líkamann., en að
hann sé rifinn niður vegna of-
nautna, er ófyrirgefanlegt. Sum-
ir halda fram þeirri hættulegu
skoðun, að ekki sé nauðsynlegt
að vera, bindindismaður, ef mað-
ur ætlar að stunda íþróttir.
Þessir menn færa máli sínu til
stuðnings, að and-bindindismenn
beri oft sigur af hclmi í keppni
við bindindismenn, en til þess
liggja aðrar ást rður, t. d. að
líkamlegt atgervi and-bindindis-
mannsins frá náttúrunrar hendi
sé meira en hins eða þá að hann
hafi meiri þjálfun. Ábyggilegt