Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 18
16
HVÖT
þroska sómatilfinningu ogsjálfs-
virðingu nemenda, því enginn i
maður með óskerta sjálfsvirð-
ingu getur látið sjá sig olvaðan
á almannafæri.
Nú vili ég spyrja: — Hvaða
gagn væri manninum að því að
ganga í gegnum æðstu skóla, ef
hann jafnt eftir sem áður vissi
ekki hvaða leiðir ætti að forð-
ast til þe,ss að glata ekki, þeim
andlegu og líkamlegu verðmæt-
um sem dýrmætust eru hverjum
einstakling.
Eg hygg að flestir myndu
verða fljótir til svars og ég
hugsa að svarið myndi verða á
einn og sama veg. Það vantar
aðeins að þjóðin geri sér ljósa
alla málavöxtu. Það ætti að gera
þá kröfu til lóggjafarvaldsins
að það ætti ákvæði um það, að
engum þeim væri veitt opinber
störf, sem jafnframt væri ekki
í algjöru bindindi og viki þeim
tafarlaust frá embætti er brot-
legir reyndust. 1 löggjöfum þjóð-
anna. eru til ströng ákvæði um
það, ef ölvaðir menn fara með
stjórn skipa, bifreiða eða ann-
. arra farartækja, en er ekki
meira virði að þeir sem stjórna
þjóðinni séu vitandi vits, og
aldrei er hægt að reiða sig á eða
treysta þeim manni,, sem uppvís
er að því að drekka frá, sér vitið.
Þá er ennfremur brýn nauð-
syn á því að komið verði upp
drykkjumannahæli, þar sem
drykkjumenn yrðu undir lækn-
ishendi — væri séð fyrir hollri
vinnu, látnir stnnda íþróttir og
fengu hagnýta fræðslu meo
kvikmyndum og fyrirlestrum.
Á sviði bindindismálanna er
eins og víðar, nóg verkefni fram-
undan — nóg starfssvið fyrir
ungar vinnuglaðar hendur, og
heila. Á því sviði eiga allar stétt-
ir þjóðfélagsins jafnmikilla hags-
muna að gæta. Þar geta allir
pólitískir flokkar mætzt til sam-
eiginlegra átaka, ef þeir meta
meir framtíð og velferð þjóðar-
innar en dægurþras og ágrein-
ingsmál sín á milli. — Islenzk
æska. Þú sem átt háar hugsjón-
ir og bjartar framtíðarvonir —
viltu afneita hreystinni — líís-
gleð'nni. Viltu ekki leggja hönd
að því að byggja upp hamingju
þjóðarinnar.
Viltu ekki vinna að því að
kveða niður þann draug ómenn-
ingar og siðferðisskorts, s.em nú
hvílir eins og mara á þjóðinni
— áfengið.
Sigurður Jóhannesson.
1 sambandinu eru nú 24 fé-
lög með 2050 félögum.
Hvöt> blað Sambandsins, sem
er eina blaðið, sem algerlega er
helgað bindindismálinu, kemur
nú út' í 3000 eintökum, og er það
meira en nokkru sinni fyrr.