Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 37
Gamalt
og
iiýtt.
Gekk hanu að heiman svo glaður og fríður
geislaði úr augunum kraftur og þor,
svipurinn hreini var bjartur og blíður
og benti’ á hið sólhlýja, eilífa vor.
Kvaddi hann foreldra, frændur og vini,
framtíð var hulin á ókunnri strönd.
Hvað mátti granda þeim hávaxna hlyni,
sem hetjunnar ímynd hann fór út í lönd.
•Gættu þín, sonur minn« mælti hans móðir,
myndirnar fögru þær reynast oft tál,
ávalt þig varðveiti englarnir góðir
aldrei að saurgist þín flekklausa sál.
Hætturnar margoft þær liggja í leyni
við ládauðan, sléttan og brimlausan sjá,
haltu þér þaðan sem hált er á steini,
er hafmærin sleikir og öldurnar ná.
Þú mátt ekki hika þótt hörð reynist gangan
þótt hnúarnir hvítni, og bJæði’ undan nögl,
og rispi þig nokkuð og roðnir um vangann
er réttir þér norðri sín ísköldu högl.
Láttu ekki vínguðsins bölvaða bikar
hyrla þér eitur og deyfa þinn þrótt.
— Kvalarans leikfang er hver sá er hikar
— hans koma er lævís á degi og nótt.