Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 33

Hvöt - 01.02.1939, Blaðsíða 33
ÍIVÖT 31 fylgjast heldur með verklegu kennslunni. Nú sezt sá fyrsti í stjórnsæt- ið, sem er framan og neðan við vængina, inni í liinum svo nefnda turni svifflugunnar. Fjórar ólar halda flugmannin- um föstum í sætinu, því mikið ríður á að hann sé vel fastur. Þ,á, koma útskýringar svifflug- kennarans. »Hér fyrir frarnan þig er stýrist 'ngin (»pinninn«). Settu hana nú þannig, að hún snúi beint upp. Ef flugan ætlar að ballast til vinstri, þá leggur þú stöngina til hægri og öfugt. Ef flugan fer of hægt, eða, þú vilt 3 ekka þig, setur þú stöngina fram, en aftur, ef þú vilt hækka þig. Fæturnir e'ga að hvíla á þessari þverstöng, sem er hlið- ar,stýrið«. Kennarinn gengur nú a,ð öðr- um vængendanum og ýmist hækkar hann. eða, lækkar. Nem- andinn á siðan að hreyfa »pinn- ann« eftir því, þannig að flug- an mundi hafa rétzt við, ef hún hefði verið á flugi. Þegar allir hafa verið æfðir á þenna hátt, er flugunni beitt upp í vindinn, teygjan strekt og vélinni sleppt, Hún þýtur nú áfram, en losnar þó varla nokkuð frá, jörð. Aðal- atriðið er nú að halda vængjun- um jafn hátt;, en sú æfing tek- ur alllangan tíma fyrir allan hópinn, svo við skulum fara yf- ir að nasta æfingastað. Þar er líka verið að æfa með teygju- rás. Þar sjáum við að menn hafa hjálm á höfðinu til varnar gegn höggum við stoðir f'lugunnar. — Flugan er dregin upp á dálitla hæð. Miðju teygjunn,- ar er fest í fremri enda flug- unnar og henni haldið fastri meðan strekkt, er á báðum end- um, teygjunnar niðri í hallanum, Síðan er sleppt — og svifflug- an losnar frá jörðu og svífur móti vindinum upp í loftið. Að vísu ekki mjög hátt. Þetta er aðeins æfingavél fyrir byrjend- ur og hún er þyngri og hefur af því, og ýmsu öðru, ekki eins góða flughæfni og betri, og þar með dýrari flugur. Flughæfni svifflugu miðast. við það, hve langa, leið hún getur rennt sér fyrir hvern metra, sem hún lækkar. Eina hljóðið, sern heyr- ist í þessari véllausu »flugvél«, er þyturinn í stálvírum hennar, dásamlegur vottur um heillandi hraða og aukið frelsi. Eftir nokkur hundruð metra flug lendir svifflugmaðurinn mjúk- lega á vellinum fyrir neðan. — Þetta var ágætt flug, ,segir kenn- ari þessa æfingaflokks, og með röskum handtökum er f'lugan dregin, aftur upp á hæðina. Máske verður næsta flug ennþá betra, en, ég held samt, að bezt sé fyrir okkur að halda áfram yfir að hinum svifflugunum

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.