Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 4

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 4
2 H V Ö T þræða mánuð af mánuði með svo vafasaman fróðleik að veganesti sem félagatölu, fundarhöld, stjórnarstörf og slíkt. í trausti þess, að það efni verði læsilegra og lcannske líka fróð- legra byrja ég söguna. Það gckk einu sinni kreppa vfir þetta land. Ef þið vitið ekki, li'vað kreppa er, þá er hún þetta: Atvinnu- leysi og allsleysi. — Þetta gerðist þegar mörg ykkar, sem nú stundið nám í skólum, voruð lítil, og sum ekki einu sinni fædd, — eða um 1930 og upp úr því. — Hvort sem það var nú atvinnuleysið, örbirgðin eða bjargálnaleysið, — livað sem það nú var, þá fóru ýmsir að stinga saman nefjum um það, að uauðsyn bæri til að innræta fólkinu í skól- unum skynsamlegra lif. — Og ]>að voru vitrir menn og' fyrirmenn, sem þetta mæltu. „Ef fólkið í skólunum lærirnð fara skynsamlega með fjár- muni sína, heilsu og gáfur, þá lærir öll þjóðin það,“ sögðu þeir. Fólkið í skólunum fór út um alll land.. Það er.orðið lært og forfram- að. Allir lita upp til þess og vilja vera sem það. — Allir vissu, að skólafólkið tók fvrst upp á því að vilja vera fint til fara. Og allir vildu þá vera finir til fara. Skólamenn lærðu að taka í nef- ið. Og allir vildu taka i nefið. Og þetta sögðu fullorðnu mennirn- ir á fundum, og það var bókað í fundarbækur. Þetta skrifuðu þeir í blöðin, og menn lásu þetta, áður en þeir fóru að liátta. Sumir gátu ekki sofið fyrir því. Aðra dreymdi um það. Og enn aðrir fóru með þetta upp i skólana og töluðu um það þar. Og þeir gerðu bezt. Svo stofnuðu menn félög'. Fyrst í einum skóla, þá í öðrum, og svo áfram. Menn kölluðu þau bindindisfélög Og þannig hófst hindindið í skólun- um. Og hverju bundust menn svo? Bindindi er dregið af sögninni „að binda“, — og myndi þá nánast þýða að binda sig til einlivers, — leggja höft á sig, — fjötra sig. Já, sér er nú hver félagsskapur- inn mun einliver ef til vill segja. Ekki nema það þó að láta fjötra sig, hinda sig! Við eigum að vera frjáls. Jú, vissulega. En ég var ekki búinn að láta vkkur heyra, hvað átti að bindast. Það var óvitaskapurínn fyrst. Allir menn eru meiri og minni óvitar. En þeir gera líka langflestir ekkerí til þess að binda óvitaskap- inn. Ef einhverjum væri sagt að stökkva út í eld og honum dytti ckki í hug að hugsa út í það, live mjög liann kynni að brenna sig eða meiða, — en stykki út í eldinn af einskæru •fikti og forvitni, — þá yrði sá mað- ur kallaður óviti i meira lagi, og segja mætti, að honum veitti svei mér ekki af því að ná honum i hönd eða bindindi. En svona voru til miklir óvitar í skólunum á kreppuárunum upp úr 1930 og höfðu auðvitað verið til áð- ur, og kannske þeir séu til enn. Þar voru piltar og stúlkur, sem vissu, að það gat verið varasamt og ekki hættulaust að fá sér i staupinu.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.