Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 8

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 8
6 » H V Ö T þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1916. — Næstu tvö árin meðan bannið var fullkomlega framkvæmt brá svo við, að enginn Islendingur var settur í fangelsi fyrir glæp. —- Hugsið vkk- ur: Á tveimur áruin var enginn sett- ur í fangelsi fyrir glæp! — En svo var farið að slaka á banninu, fyrst með lækna-undanþágunni svo- nefndu. — Guðmundur Björnsson, sem síðar varð landlæknir, skrifar einhvers staðar um það, hvað sér hefði Imykkt við, þegar hann sá, hverjir höfðu mestan áhugann á því að læknaundanþágan gengi fram á alþingi. — í þinginu var þetla mál lagt fram, svo sem það væri hið mesta þjóðþrifa- og nauðsynjamál, sem heilbrigði og heilsa meiri hluta þjóðarinnar ylti á. -— En, segir Guðm. þeir, sem fyltu áheyrenda- palla þingsins, meðan umræður fóru fram, voru úrættaðir drvkkjumenn og aðrir, sem verst þoldu þurrar kverkar. —■ Það var ekki áhuginn fyrir heilbrigði þjóðarinnar, sem rak þá þangað. — En læknaundan- þágan var samþykkt á þinginu og fyrsti flevgurinn rekinn í varnir landsmanna gegn áfengisbölinu. Og þeir áttu eftir að verða fleiri. Árið 1923 settu Spánverjar það að skilyrði fyrir þvi, að þeir keyplu af okkur saltfisk, að við leyfðum inn- flulning á léttum vínum til lands- ins. — Og við treystumst ekki til að hafna svo ósvífnri kröfu af ótta við að tapa af viðskiptum. Var líka ó- spart látið í veðri vaka af þeim, er áhuga höfðu fyrir áfengisinnflutn- ingnum, að þjóðin þyldi ekki slíkt markaðstap og ætti því um það eitt að velja að verða gjaldþrota eða ganga að kröfum Spánverjans. — Seinna hefur það reyndar komið í ljós, að missir Spánar-markaðsins var ríkinu ekki svo örlagaríkur, ef á það hefði þá verið að hætta 1923. — En hvað um það. Spánverjar fengu sinum kröfum framgengt og íslenzk- ir fangaverðir þurftu ekki að kvarta um atvinnuleysi. Árið 1923 voru 12 menn settir í fangelsi fyrir glæpi. Árið 1934 unnu andstæðingar bindindisstefnunnar sigur í kosning- um um bannmálið, og bannið var afnumið. Það var gert 1. febrúar 1935. Það ár voru 70 menn settir.í fangelsi fyrir glæpi. En bindindismenn skólanna undu því ekki, að 1. febrúar yrði dagur ósigurs og undanhalds í samtökum sínum. Þeir ákváðu því að gera þann dag að allsherjar baráttudegi fyrir áhugamálum sínum og hug- sjónum. Og þeir fengu því fram- gengt, að 1. febr. ár hvert leggja ungir menn og eldri leið sína i skól- ana til að ræða við æskuna þar um málefni samlakanna. Og þar sem þessir menn voru, þar brann ehlur- inn. Prúðbúnir hittu þeir að máli ráðherra, fræðslumálastjóra og skólastjóra.— Þeir ræddu um á- hugamál sín í tíma og ótíma. Og þeim tókst að fá leyfi fræðsluyfir- valdanna fyrir undanþágu frá kennslu í öllum skólum rikisins 1. febr. ár hvert frá því kl. 10 f. h. og fram úr, en tímunum fyrir hádegi skyldi varið til fræðslu um bindind- ismál. — Og á þessum heitu dögum ortu

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.