Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 14

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 14
12 H V ö T að hófdrykkjan er anddyri of- drykkjunnar, og sá, sem tekur fyrsta snapsinn ætlar sér aldrei að gerast ofdrykkjumaður, „vegurinn til vít- is er varðaður góðum áformum, sem aldrei eru framkvæmdSá, sem ber eld i barmi sínum hlýtur að brenna sig. í þessu sambandi vil ég einnig minna ykkur á vígorð fyrsta bind- indisblaðs veraldarinnar, Tlie Nat- ional Philantbropist: „Hófdrykkjan cr beinasta leiðin til ofdrykkju. Þessa gullvægu setningu, sem var rituð 1826 í feoston í Bandaríkjun- um, ættu menn að bafa sem oftast í huga, þegar áfengi er annars veg- ar. Nú læt ég útrætt um þann þátt, sem bófdrykkjumennirnir eiga í því að spilla almenningsálitinu, og sný mér að hinum tómlátu sálum, sem balda að sér liöndum og stinga bausnum í sandinn. „Doing nothing is doing ill“ segir enskur málsháttur, að gera ekkert er að gera illt. Þeir, sem láta sig áfengisbölið engu skipta eru að gera illt. Það eru alltof margir menn í þessu þjóðfélagi, sem segja sem svo: „Þessi bægslagangur ykkar bind- indismanna hefur ekkert að segja, fólkið drekkur jafnt eftir sem áður, þið gerið bara illt verra með ofstæki ykkar, bczt er að láta þetta afskipta- laust og lofa þeim að drekka, sem drekka vilja.“ Hvernig lizt ykkur á þessa afstöðu, hlustendur góðir, baldið þið, að hún sé heillavænleg', spor i rétta átt, til þess að skapa heilbrigt almennings- álit? Hvernig lialdið þið, að ástandið væri, ef allir hugsuðu svona, ef cng- inn maður liefði fyrr eða síðar breyft liönd né fót gegn áfenginu? Hugsum okkur t. d. bvernig farið befði, ef mennirnir liefðu aldrei snúizt til varnar gegn berklunum? Bæði berklaveikin og áfengissýkin eru liættulegir sjúkdómar. öllum mönnum ber siðferðileg skylda til að berjast gegn báðum, og ekki síð- ur gegn áfenginu, því það hefur reynzt öllu meiri skaðvaldur en „bvíti dauðinn.“ Þið, sem liafið setið aðgerðarlaus- ir, virðist ykkur ekki, að ástandið i áfengismálunum í dag sé bending til ykkar um að befja mál og hrífa sál og gerast virkir þátttakendur i baráttunni gegn áfenginu. Ef ])ið eruð óánægðir með baráttuaðferðir bindindismanna, þá takið upp þær aðferðir, sem þið teljið að verði árangursríkar, í stað þess að brigzla okkur um ofstæki og halda að ykk- ur höndum. Gerið eittbvað. Hristið af ykkur lognmolluna. Gerizt ekki lengur samsekir í þögn yfir þjóðarvömm. Leggið fram ykkar skei’f, til þess að skapa heil- bi'igt almenningsálit. Margt fleira mætti minna á í sambandi við al- menningsálitið, en ég mun aðeins að litlu leyti gera því skil. Hveni þátt eiga dagblöðin, öfl- ugustu ái’óðurstæki þjóðfélagsins í því að skapa beilbrigt almennings- álit? Blaðamenn gera furðu lítið að því að rita um skaðsemi áfengis, sárafá-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.