Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 18

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 18
16 # Helgci Hólm Helgadóttir, Kénnaraskólanum: LJDS □ G Ég sit við gluggann minn i þorpi úti á landi, eitt laugardagskvöld. Það er bjart og fagurt vorkvöld, sólin er að setjast við hafsbrún, og slær gullnum ævintýraljóma á láð og lög. Úr fjörunni berst þangeim- ur að vitum mínum, og utan úr garðinum leggur ljúfan og seiðandi rósailm. Nokkrir krakkar eru að leika sér á götunni og glaðværar raddir þeirra Ijóma í kvöldkyrrð- inni. Út úr einu húsinu kemur mið- aldra kona. Hún stanzar á tröppun- urn og litur yfir til barnanna. Þá tekur sig út úr bópnum lítill, Ijós- hærður drengur. Hann bleypur til konunnar og hjúfrar sig' upp að Iienni. Úr bláum augunum skíu gleði og trúnaðartraust. Hún bros- ir og strýkur yfir hrokknu lokk- ana hans, og siðan fara þau inn. Eg þekki þessa konu litið, því ég er nýflutt hingað, en ég veit, að hún heitir Þorgerður og er fyrir löngu orðin ekkja. Hún liafði átt eina dóttur, sem var nýlega dáin. Drengurinn, sem heitir Haukur, er sonur hennar. Nú lifði Þorgerður aðallega á þvi að taka sauma fyrir fólkið i þorpinu. Nú fara börnin að tínaskinn, og gatan verður brátt mannlaus. Kvöld- kulið leggur inn fjörðinn, og svif- léttar bárur bregða á leik í fjöru- borðinu. í húsi ekkjunnar hafa tjöldin verið dregin fyrir gluggana; 6 V ö T SKUGGI. ég' fer að dæmi hennar, og' er litlu seinna sofnuð. Aftur sit ég við gluggann minn og litast um. Nú er haustkvöld mörg- um árum seinna. Það er dimmt og drungalegt, og dauf götuljósin gera umhverfið enn draugalegra. Göt- urnar eru blautar og' forugar, og bílarnir sletta miskunnarlaust á þær fáu hræður, sem hætta sér út fyrir húsdyr. Ég lít yfir að húsi ekkjunnar, og sé að gluggatjöldin hafa ekki verið dregin fyrir. Gamla konan er eitthvað að bogra við eldavélina, en við borðið stendur ungur nraður. Hann er með flösku i hendinni og er að hella úr henni í glas. Þetta er Haukur, dótturson- ur Þorgerðar. Hann hefur lokið úr glasinu, og setur flöskuna á munn sér og teygar síðustu dreggjarnar fneð dýrslegri græðgi. Nú fer Iiann að leita i vösum sínum eftir ein- hverju, en þegar sú leit ber engan árangur snýr hann sér lil ömmu sinn ar. Það er auðséð á látbragði hans, að hann er að heimta eitthvað af henni. Að lokum ber hann reiðilega i borðið, svo skál, sem stóð á borð- röndinni dettur í gólfið og fer i þúsund mola. Svo hleypur hann á dyr. Hann er vallur á fótunum, þeg- ar hann gengur niður tröppurnar, og er nærri dottinn í götuna. Ég horfi á eftir honum, þar sem hann skæl-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.