Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 33

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 33
H V ö T „snaps“, hæðist fyrst að lionum og sýnir honum svo fram á með föður- legri umhyggju, hve honum sé þetta bráðnauðsynlegt. Þetta þurfí allir sjómenn að gera. Þessi seinni var hófdrykkjumaður. Þega.r pilturinn liafði lokið frásögninni, spurði liann okkur þessarar spurningar: „Hvor var hættulegri, ofdrykkjumaðurinn eða hófdrykkj umaðurinn ?“ Svari svo hver eftir sinni sannfæringu. Hugsum okkur, að ríkissjóður væri sviptur þeim tekjum, sem hann fær fyrir áfengi. Fengi liann ekkert í staðinn? ,Tú, það fengi hann vissu- lega. Hvað ætli að það yrðu margir þegnar þjóðarinnar,. sem nú ervi meiri eða minni ómagar á henni, færari til að draga björg í bú? Hvað skyldi verða mörgum sjúkdómstil- fellum og sjúkrahúsvistum færra? Hvað skyldi löggæzlan verða mikið umfangsminni og kostnaðarminni, og síðast, en ckki sízt, livað skyldu margar fjölskyldur verða hamingju- samari, margar konur áhyggjuminni og mörg börn fá betra uppeldi? Þessu er erfitt að svara a. m. k. í tölum, en ætli að það fari ekki að verða áhalt 'um, hvort verður þyngra á mctunum. Öðrum megin cr áfeng- ið, mcð öllum sínum afleiðingum. Hinum megin heill og hamingja þjóðarinnar. Af þessum, og ótal mörgum öðr- um ástæðum getur enginn, sem á annað borð nennir að hugsa um þessí mál, mælt áfenginu bót. Þeir, sem það gera, hafa vísindin, reynsl- una og yfirleitt öll skynsamleg rök á móti sér, en með sér aðeins áfeng- ið, „sem glóir i bikarnum og renn- 31 ur ljúflega niður, en hítur að sí’ð- ustu sem höggormur og spýtir eitri sem naðra", eins og stendur i Orðs- kviðunum. Það er vissulega ólieilhrigt, cf af- koma okkar unga lýðveldis þarf að byggjast á eitursölu til þjóðarinnar. Við, sem viljum vinna að bind- indismálum, skulum muna, að „höndin má lítið ein og ein“. Leggj- um því öll saman og heitum kröft- um okkar í þágu góðra málefna, en eyðum þeim ekki i fánýtt dægur- þras. STAKA. Hverfur tími, takmörk nást, trúin lmeikir glæður. Biturt hatur, ofurást öllu lífi ræður. Hörður Þorleifsson, r Stjórn S.B.S.■ Forseti: Tngótfur A. Þorkelsson, Kennaraskólanum. Bitari: Björn Guðmundsson, Iðnskólanum. Féhirðir: Jón Norðdahl, Gagnfræðask. í Rvik. Meðstjórn.: Kristin Nanna Aralín, Kvennaskólanum. Jón BöSvarsson, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Ritnefnd Hvatar: Björn Guðmundsson, Jðnskólanum. Auðunn Br. Sveinsson, Kennaraskólanum. Björn Sigurbjörnsson, Menntaskólanum.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.