Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 37

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 37
tí V Ö T 35 þeg'ar valdhafar landsins gera vín- hneigð almennings að tekjulind og ýta, beint og óbeint, undir bin miklu áfengiskaup. Þar að auki er sú firra komin inn bjá fólki, að fínt sé að drekka. Hér á landi bafa verið starfandi bindindisfélög og Góð- templararegla og iiafa þau mikið gagn gjört, sérstaklega Góðtempl- arareglan, sem er gamall og öflugur félagsskapur. Mörgum manni hafa þau bjargað frá glötun. En ])að er ekki nóg. Það þarf að grafa fyrir rætur meinsins, uppræta ])ann bugs- unarháttt að fíni sé að drekka, og að það sé skérðing á persónufrelsi hvers eins að vera í bindindi. Og það er annað, sem fólki þarf að skiljast, og það þá lielzt þeim mönnum, sem standa að einhverju leyti framarlega í mannfélaginu. Það er fordæmið, sem þeir gefa öðrum. Það kann að vera, að þeir .geti verið,sem kallað er, liófdrykkju- menn, án þess að skaða sjálfa sig, en bvað geta þeir dregið marga í glöt- un með því fordæmi, er þeir gefa? Það eru ekki allir jafn viljasterkir, og fáum gefið að drekka i bófi lil lengdar, oftast fara. þeir fyrr eða síðai- vfir takmörkin. Það eru þess- ir menn, sem þykjast of góðir til að fara i bindindisfélög. Þeir eru ábyrg- ir um margt, er miður fer í þessum málum. Þeir kugsa eitllivað á ])essa leið: „Mér er óhætt, ekki er ég drykkjumaður, því skyldi ég fara í bindindi og neita mér um staup, þeg- ar mig langar í það.“ Það eru þeir, einmitt þeir, sem mestu gætu áork- að, ef þeir væru ekki haldnir þessari dæmalausu sjájfselsku og eigin- girni að bugsa eingöngu um sjálfa sig. Ef til vill eru það einmitt þess- ir menn, sem öðrum fremur gætu, og eru máske beinlinis settir til þess, að kenna öðrum fagurt líferni og góða siði. 1. febrúar er lika að öðru leyti markverður dagur í sögu þjóðar- innar og mikill óbappadagur. Það var 1. febrúar 1935, sem bannlögin voru úr gildi felld, og allar dyr opn- aðar á gátt fyrir hinum mikla vá- gesti, víninu. Það var að vísu svo, að óvinum bannlaganna bafði smám saman tekizl að gjöra þessi merku lög að ómerkilegum lögum, með sí- felldum breytingum og undanþág- um. Yar þeim yfirleitt allt fundið lil foráttu af andbanningum: Að ])au væru skerðing á persónufrelsi manna. Að þau væru alltaf brotin o. fl. o. fl. Ilvílík rök! Eru lög ekki aíltaf nokkur skerðing á persónu- frelsi einstaklingsins, og eru ekki öll lög alllal' meira og minna brotin, þegar gróðafíkn og ágirnd manna eru annars vegar. Ætti að afnema öll lög í landinu af þeim ástæðum? í öðru lagi: Er nokkur sá maður frjáls, sem er þræll áfengisins, hnepptur í fjötra þess, viljalaust rekald, sem lilýða verður boði og banni Bakkusar? Ég vil nú einkum snúa máli m.inu til kvenna, ])vi ekkert cr það, sem kemur eins mikið við verksviði kon- unnar, beimilinu, manni og börnum, eins og áfengismálin. Þær konur, sem orðið liafa að búa við börmung- ar og niðurlægingu drykkjuskapar- ins, munu nú ekki lengur sitja auð- um höndum og horfa á ástvini sína

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.