Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 32

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 32
30 H V ö T þeirri lífsliamingju, sem það hefur breytt i böl, öllum þeim sjúkdóm um, sem af því stafa, o. s. frv. Það er furðulegt, að nokkur maður skuli treysta sér til að taka á sig liluta þessarar ábyrgðar, og ég þykist vita að þið séuð ekki fús til þess. Hvað er þá á móti því að gerast virkir þátt- takendur í bindindisstarfinu? Það er dásamlegt, hvað maðurinn hefur komizt langt i þróuninni og menningunni, en það hefur tekið harin miíljónir ára. En liafið þið at- hugað, að það þarf aðeins stutta stund til þess, að áfengið leiði mann- inn aftur á það þrep, er hann stóð á fyrir ævalöngu. Þetta er svo hrylli- leg staðreynd, að mann óar við að hugsa um hana. Og þegar þetta er haft í huga, er enn furðulegra og alvarlegra, að aðaltekjulind okkar íslendinga skuli vera áfengissala. Er ábyrgðar- og sómatilfinning for- ráðamanna þjóðarinnar ekki meiri en þetta? Það er óhugnanleg stað- reynd, að svarið við þessari spurn- ingu hlýtur að vera nei. Iivert er svo verkefni okkar bind- indismannanna? Margir munu svara á þá leið, að við eigum að hjálpa þeiin, sem Bakkus fellir, leiða þá á hiim rétta veg, reisa hæli fyrir þá, sem sjúkrahúsvistar þurfa, o. s. frv. Auðvitað er þetta mikilsvert og sjálfsagt, en það nægir ekki gegn neinum sjúkdómi að lækna þá, sem svkjast, ef smitberanum sjálfum, orsök sjúkdómsins, er ekki útrýmt. Og er það ekki líka fyrst og fremst skylda ríkisins að sjá um þá, sem það sjálft hefur leitt i þessa ógæfu? Það finnst mér tvímælalaust. Það er meira en nóg annað að gera. Það er mikils virði, að börn og unglingar fái rétt og gott uppeldi, og ef það tækist að korna uppeldismálunum í betra horf, efast ég ekki um, að stórum færri unglingar leiddust út í drykkjuskap en nú er. Fjöldi barna elzt upp við slílc umhverfisáhrif, að það getur á engan hátt talizt óeðli- legt, að þau lendi i klóm Bakkusar. Það eru auðvitað fyrst og fremst þau börn, sem eru svo ógæfusöm að eiga drykkfelda foreldra. En það geta líka verið börn frá þeim heiin- ilum, sem ekki teljast til heimila ofdrykkjumanna, heldur þeirra, sem áfengi er haft um hönd svo að segja daglega í hófi, þar sem það er ó- kurteisi, „fanatík“ eða harnaskap- ur, að vilja ekki vera með. Ég hef einu sinni heyrt ungan mann segja frá framkomu of- drykkjumanns og hófdrykkjumanns við sig. Þessi unglingspiltur var á skipi, að fara sína fyrstu ferð lil útlanda. Þeir hrepptu storm og lentu í hinum inestu hrakningum. Hann kom svo eitt sinn, þreyttur og illa lil reika niður i káetu, þar sem einn félagi Iians, sem var drykkjumaður, sal mcð flösku fyrir framan sig. Pilturinn hugsaði mcð sér, að liann skyldi fá sér einn sopa til að vita hvort liann hresstist ekki. En þegar liann býst til að taka flöskuna, tek- ur d'rykkjumaðurinn hana og segir: „Nei, drengur minn, þú skalt ekki læra að drekka hjá mér.“ Hann fann veikleika sinn, og vissi, að það var hverjum manni fyrir bezlu að byrja alrei. Nokkru seinna kallar annar skipverji á hann og býður honum

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.