Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 9

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 9
H V ö T 1 ungu skáldin í skólunum kraftmik- il hvatningarljóð. Um 1. febrúar kvað eitt: Þú ert fyrsti febrúar fyrirboði nýrra tíma, hvatning fó'lksins hér og þar, heilli þjóð til farsældar. Allt, sem fagurt er og var, á að vaxa, — hitt aS rýma. Og annað orti til æskunnar: Hver á aS liöggva fjötra forna, frelsa gæfu sérhvers manns? ÞaS er æskan aSalborna, æska þessa kalda lands. Þannig fór þessi hreyfing á stað, sem nú hefur náð fimmtán ára aldri. — Og nú vildi gamall liðsmaður mega beina nokkrum spurningum til vkkar, sem nám stundið í skólum landsins í dag: Hvers virði eru þessi samtök ykk- ur? Hafið þið orðið vör við vorhoð- ana, sern Helgi Scheving talaði um? Ilafið þið fundið þytinn? Hafið þið fundið nýjan andblæ? Hafið þið fundið nýjan sannleika? Hafið þið fundið í samtökum þessum trú og von stofnendanna að gera menn betri, heilbrigðari og reglusamari? Hver og einn svari þar sjálfum sér. Sjálfur lenti ég í storminum fyrsta og liroifst með. Sjálfum fannst mér ég fá mikið, nærri heilagt hlutverk að vinna, þegar ég gerðist fyrst með- limur þessara samtaka. Sjálfur ti'úði ég á gengi þessa félags, og mér fannst eittlivað af hamingju og gæfu æskunnar, sjálfs min og ann- ara, vera undir gengi þess komið. En fimmtán ár eru langur tími, og margt getur og hefur In'eytzt á þeim tíma. Margir inyndu segja, að samtölc- unum liefði hrakað, hinn fyrri eld- móður væri nú horfinn eða mjög svo dvínaður, —• Sambandið milli félaganna væri ekki svo náið nú sem það hefði áður verið og starfið því óákveðnara og minna. Má vera, að eitthvað af þessu sé satt. Hitt er þá ekki síður staðreynd. að aldrei hefur verið meiri þörf fyrir boðskapinn um bindindið en einmitt nú. Það er jafn satt í dag og það var árið 1931, að við þurfum að leggja óvitaskapinn, fávísina. óheilbrigðina, sjúkleikana og enda fjársóunina i dróina. Þar undir er framtíðarlieill þjóðarinnar komin. Og hvort man nú enginn orð Stef- áns G. Stefánssonar: Þar kýs ég lándnám, sem langflestir stranda, ef leiðbeint ég gæti, það kysi ég helzt. Iiafi einhverjir, já ef til vill marg- ir strandað, þá á fimmtán ára af- mælið að verða okkur hvöt til nýrr- ar sóknar. Hamingja fslands krefst þess, að hafið sé nýtt landnám í hug- sjónum og vonum hindindissamtak- anna i skólunum. Ilamingja íslands krefst þess, að hafin sé herferð gegn sléni, sofandahætti og vanafestu. Hamingja fslands krefst þess, að skeinmtanir unga fólksins verði svipmeiri og fegurri en nú er víðast hvar. Mig langar að lokum að minna á gömlu þjóðsöguna með selshausinn

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.